Ölgerðin breytir slagorðinu fyrir Kristal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 14:41 Það sést hverjir drekka Kristal heyrir nú sögunni til. Kristall Ölgerðin hefur breytt slagorði sínu fyrir sódavatnsdrykkinn Kristal. Breytingin er hluti af sýnilegum breytingum út á við í framhaldi af vottun Samtakanna 78 á Ölgerðinni sem hinseginvænum vinnustað, fyrst íslenskra fyrirtækja. Breytingin er lítil en táknræn. Upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra segir forstjórinn. Samtökin 78 skrifuðu undir viljayfirlýsingu í maí í fyrra um að hefja vinnu að slíkri vottun og í kjölfarið var fræðsla til starfsfólks aukin til muna, kannanir framkvæmdar og úttektir gerðar með hinseginleika í huga. Því ferli er nú formlega lokið með vottun af hálfu samtakanna. „Samtökin 78 fögnuðu því mjög að fá að vinna náið með Ölgerðinni að meiri fjölbreytileika og betra samfélagi. Þetta hefur verið spennandi og fróðleg vegferð og við erum afar ánægð með að veita fyrstu vottunina að hinseginvænum vinnustað til Ölgerðarinnar,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78 í tilkynningu. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segist gríðarlega stoltur af því af vottuninni. „Hún er viðurkenning á því starfi sem hér hefur verið unnið. Með því að skapa fordómalausan og vel upplýstan vinnustað sköpum við ekki einungis betra samfélag, heldur festum við í sessi að Ölgerðin er vinnustaður þar sem fjölbreytileika er fagnað og vellíðan starfsfólks er lykilatriði,“ segir Andir Þór. Ferlið hafi fært fyrirtækjamenningunni spegil sem hollt hafi verið að skoða sig í og vegferðin hafi leitt til fjölda smárra en oft lúmskra breytinga sem styrki fjölbreytileika í jafnréttisvegferð fyrirtækisins. Þá skili slík vinna líka sýnilegum breytingum út á við. „Dæmi um það er breytt slagorð Kristals sem þjóðin hefur þekkt sem „Það sést hverjir drekka Kristal.“ Kristall er hins vegar fyrir okkur öll og uppfært slagorð er því „Það sést hver drekka Kristal“ og þannig er gert ráð fyrir öllum kynjum. Þetta er aðeins upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra,“ segir Andri Þór. Fleiri aðilar sem hafa gert sambærilega breytingu undanfarin misseri er Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR. Félagið breytti stuðningsmannalaginu sínu úr Allir sem eitt í Öll sem eitt. Drykkir Jafnréttismál Hinsegin Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Samtökin 78 skrifuðu undir viljayfirlýsingu í maí í fyrra um að hefja vinnu að slíkri vottun og í kjölfarið var fræðsla til starfsfólks aukin til muna, kannanir framkvæmdar og úttektir gerðar með hinseginleika í huga. Því ferli er nú formlega lokið með vottun af hálfu samtakanna. „Samtökin 78 fögnuðu því mjög að fá að vinna náið með Ölgerðinni að meiri fjölbreytileika og betra samfélagi. Þetta hefur verið spennandi og fróðleg vegferð og við erum afar ánægð með að veita fyrstu vottunina að hinseginvænum vinnustað til Ölgerðarinnar,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78 í tilkynningu. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segist gríðarlega stoltur af því af vottuninni. „Hún er viðurkenning á því starfi sem hér hefur verið unnið. Með því að skapa fordómalausan og vel upplýstan vinnustað sköpum við ekki einungis betra samfélag, heldur festum við í sessi að Ölgerðin er vinnustaður þar sem fjölbreytileika er fagnað og vellíðan starfsfólks er lykilatriði,“ segir Andir Þór. Ferlið hafi fært fyrirtækjamenningunni spegil sem hollt hafi verið að skoða sig í og vegferðin hafi leitt til fjölda smárra en oft lúmskra breytinga sem styrki fjölbreytileika í jafnréttisvegferð fyrirtækisins. Þá skili slík vinna líka sýnilegum breytingum út á við. „Dæmi um það er breytt slagorð Kristals sem þjóðin hefur þekkt sem „Það sést hverjir drekka Kristal.“ Kristall er hins vegar fyrir okkur öll og uppfært slagorð er því „Það sést hver drekka Kristal“ og þannig er gert ráð fyrir öllum kynjum. Þetta er aðeins upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra,“ segir Andri Þór. Fleiri aðilar sem hafa gert sambærilega breytingu undanfarin misseri er Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR. Félagið breytti stuðningsmannalaginu sínu úr Allir sem eitt í Öll sem eitt.
Drykkir Jafnréttismál Hinsegin Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira