Ölgerðin breytir slagorðinu fyrir Kristal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 14:41 Það sést hverjir drekka Kristal heyrir nú sögunni til. Kristall Ölgerðin hefur breytt slagorði sínu fyrir sódavatnsdrykkinn Kristal. Breytingin er hluti af sýnilegum breytingum út á við í framhaldi af vottun Samtakanna 78 á Ölgerðinni sem hinseginvænum vinnustað, fyrst íslenskra fyrirtækja. Breytingin er lítil en táknræn. Upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra segir forstjórinn. Samtökin 78 skrifuðu undir viljayfirlýsingu í maí í fyrra um að hefja vinnu að slíkri vottun og í kjölfarið var fræðsla til starfsfólks aukin til muna, kannanir framkvæmdar og úttektir gerðar með hinseginleika í huga. Því ferli er nú formlega lokið með vottun af hálfu samtakanna. „Samtökin 78 fögnuðu því mjög að fá að vinna náið með Ölgerðinni að meiri fjölbreytileika og betra samfélagi. Þetta hefur verið spennandi og fróðleg vegferð og við erum afar ánægð með að veita fyrstu vottunina að hinseginvænum vinnustað til Ölgerðarinnar,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78 í tilkynningu. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segist gríðarlega stoltur af því af vottuninni. „Hún er viðurkenning á því starfi sem hér hefur verið unnið. Með því að skapa fordómalausan og vel upplýstan vinnustað sköpum við ekki einungis betra samfélag, heldur festum við í sessi að Ölgerðin er vinnustaður þar sem fjölbreytileika er fagnað og vellíðan starfsfólks er lykilatriði,“ segir Andir Þór. Ferlið hafi fært fyrirtækjamenningunni spegil sem hollt hafi verið að skoða sig í og vegferðin hafi leitt til fjölda smárra en oft lúmskra breytinga sem styrki fjölbreytileika í jafnréttisvegferð fyrirtækisins. Þá skili slík vinna líka sýnilegum breytingum út á við. „Dæmi um það er breytt slagorð Kristals sem þjóðin hefur þekkt sem „Það sést hverjir drekka Kristal.“ Kristall er hins vegar fyrir okkur öll og uppfært slagorð er því „Það sést hver drekka Kristal“ og þannig er gert ráð fyrir öllum kynjum. Þetta er aðeins upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra,“ segir Andri Þór. Fleiri aðilar sem hafa gert sambærilega breytingu undanfarin misseri er Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR. Félagið breytti stuðningsmannalaginu sínu úr Allir sem eitt í Öll sem eitt. Drykkir Jafnréttismál Hinsegin Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Samtökin 78 skrifuðu undir viljayfirlýsingu í maí í fyrra um að hefja vinnu að slíkri vottun og í kjölfarið var fræðsla til starfsfólks aukin til muna, kannanir framkvæmdar og úttektir gerðar með hinseginleika í huga. Því ferli er nú formlega lokið með vottun af hálfu samtakanna. „Samtökin 78 fögnuðu því mjög að fá að vinna náið með Ölgerðinni að meiri fjölbreytileika og betra samfélagi. Þetta hefur verið spennandi og fróðleg vegferð og við erum afar ánægð með að veita fyrstu vottunina að hinseginvænum vinnustað til Ölgerðarinnar,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78 í tilkynningu. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segist gríðarlega stoltur af því af vottuninni. „Hún er viðurkenning á því starfi sem hér hefur verið unnið. Með því að skapa fordómalausan og vel upplýstan vinnustað sköpum við ekki einungis betra samfélag, heldur festum við í sessi að Ölgerðin er vinnustaður þar sem fjölbreytileika er fagnað og vellíðan starfsfólks er lykilatriði,“ segir Andir Þór. Ferlið hafi fært fyrirtækjamenningunni spegil sem hollt hafi verið að skoða sig í og vegferðin hafi leitt til fjölda smárra en oft lúmskra breytinga sem styrki fjölbreytileika í jafnréttisvegferð fyrirtækisins. Þá skili slík vinna líka sýnilegum breytingum út á við. „Dæmi um það er breytt slagorð Kristals sem þjóðin hefur þekkt sem „Það sést hverjir drekka Kristal.“ Kristall er hins vegar fyrir okkur öll og uppfært slagorð er því „Það sést hver drekka Kristal“ og þannig er gert ráð fyrir öllum kynjum. Þetta er aðeins upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra,“ segir Andri Þór. Fleiri aðilar sem hafa gert sambærilega breytingu undanfarin misseri er Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR. Félagið breytti stuðningsmannalaginu sínu úr Allir sem eitt í Öll sem eitt.
Drykkir Jafnréttismál Hinsegin Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira