Í heimi þar sem hommar eru taldir þroskaskertir Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 22. janúar 2024 07:01 Ímyndum okkur samfélag þar sem það að vera hommi er ekki viðurkennt (sem raunin er því miður enn víða úti í heimi og hérlendis ennþá stundum). Í þessu samfélagi myndu fáir ráða homma í vinnu eða þurfa að eiga nokkur samskipti við þá. Eiginlega það eina sem almenningur veit er að hommar eru einkennilegir og hegða sér ekki rétt. Hinn stereótýpíski hommi er leikinn af Duster Hoffenman í vinsælu bíómyndinni ,,The Raining Man”. Þar er sýndur fullorðinn maður sem hefur takmarkaða stjórn á því hvernig hann er og þarf mikinn stuðning. Það að vera hommi er bara til sem ,,greining” í þessu samfélagi. Þú getur aðeins sagst vera hommi ef þú ert kominn með hommagreiningu. Sérfræðingar sem eru ekki sjálfir hommar hafa fundið leið til að greina homma. Útbúið hefur verið sérstakt próf og greiningarviðmið eftir því hversu mikið af ákveðnum hommaeinkennum er hægt að greina hjá einstaklingi. Ef sá sem tekur þetta próf viðurkennir fúslega að hann hafi sofið hjá öðrum karlmanni og ætlar sér að gera það aftur skorar hann verulega hátt á þessu hommaprófi. Hann fær þá greininguna ,,dæmigerður hommi” sem er talið mjög alvarlegt. Þessi einstaklingur þarf þá líklega mjög mikinn stuðning í daglegu lífi rétt eins og The Raining Man. Þeir hommar sem eru rosalega góðir í að þykjast vera ekki hommar, eru í vinnu, giftir konu og eiga börn með henni ná kannski greiningarviðmiðinu ,,hommaröskun". Síðan er hægt að vera með ,,Aspergíus-heilkennið” sem dregið er af heiti grísks vísindamanns á fyrri hluta 19. aldar sem gerði tilraunir á ungum hommum. Hann vildi finna það út hvort þeir geta fylgt skipunum. Á þessum tíma ríkti blóðugt stríð á milli Grikklands og Kýpur og vísindamaðurinn var ráðinn til að athuga hvort hægt sé að gera hermenn úr einhverjum af þessum drengjum. Ekki gera okkur einhverfum sama hlutinn og í þessu hræðilega samfélagi sem ég lýsti. Er rétt að tala um stigsmun á einhverfu? Er einhverfurófið ekki bara ,,mannrófið” og búið að setja orðið ,,einhverfa" fyrir framan? Ef ykkur finnst þið þurfa að tala um einhverfuróf þá getum við á nákvæmlega sama máta talað um ,,óeinhverfuróf”. Það eru bókstaflega allir á einhverju rófi. Síðast en ekki síst þá langar mig að taka það fram að hvern einasta dag er fleira og fleira fólk að uppgötva að þeir séu einhverfir eftir að hafa t.d. lesið frásagnir einhverfra eða kynnst öðru einhverfu fólki. Þurfum við virkilega greiningu til þess eins að vera trúað? Hvers vegna megum við ekki skilgreina okkur sjálf? Þykjum við of heimsk? Er ekki hægt að treysta okkur sjálfum til þess rétt eins og samkynhneigðu fólki á Íslandi er almennt treyst til að skilgreina sig sjálft? Ást og friður elsku fólk sem nennir að lesa þetta og sérstakur knús á ykkur minnihlutahópana sem þurfa að berjast fyrir viðurkenningu ❤. Höfundur er einhverfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur samfélag þar sem það að vera hommi er ekki viðurkennt (sem raunin er því miður enn víða úti í heimi og hérlendis ennþá stundum). Í þessu samfélagi myndu fáir ráða homma í vinnu eða þurfa að eiga nokkur samskipti við þá. Eiginlega það eina sem almenningur veit er að hommar eru einkennilegir og hegða sér ekki rétt. Hinn stereótýpíski hommi er leikinn af Duster Hoffenman í vinsælu bíómyndinni ,,The Raining Man”. Þar er sýndur fullorðinn maður sem hefur takmarkaða stjórn á því hvernig hann er og þarf mikinn stuðning. Það að vera hommi er bara til sem ,,greining” í þessu samfélagi. Þú getur aðeins sagst vera hommi ef þú ert kominn með hommagreiningu. Sérfræðingar sem eru ekki sjálfir hommar hafa fundið leið til að greina homma. Útbúið hefur verið sérstakt próf og greiningarviðmið eftir því hversu mikið af ákveðnum hommaeinkennum er hægt að greina hjá einstaklingi. Ef sá sem tekur þetta próf viðurkennir fúslega að hann hafi sofið hjá öðrum karlmanni og ætlar sér að gera það aftur skorar hann verulega hátt á þessu hommaprófi. Hann fær þá greininguna ,,dæmigerður hommi” sem er talið mjög alvarlegt. Þessi einstaklingur þarf þá líklega mjög mikinn stuðning í daglegu lífi rétt eins og The Raining Man. Þeir hommar sem eru rosalega góðir í að þykjast vera ekki hommar, eru í vinnu, giftir konu og eiga börn með henni ná kannski greiningarviðmiðinu ,,hommaröskun". Síðan er hægt að vera með ,,Aspergíus-heilkennið” sem dregið er af heiti grísks vísindamanns á fyrri hluta 19. aldar sem gerði tilraunir á ungum hommum. Hann vildi finna það út hvort þeir geta fylgt skipunum. Á þessum tíma ríkti blóðugt stríð á milli Grikklands og Kýpur og vísindamaðurinn var ráðinn til að athuga hvort hægt sé að gera hermenn úr einhverjum af þessum drengjum. Ekki gera okkur einhverfum sama hlutinn og í þessu hræðilega samfélagi sem ég lýsti. Er rétt að tala um stigsmun á einhverfu? Er einhverfurófið ekki bara ,,mannrófið” og búið að setja orðið ,,einhverfa" fyrir framan? Ef ykkur finnst þið þurfa að tala um einhverfuróf þá getum við á nákvæmlega sama máta talað um ,,óeinhverfuróf”. Það eru bókstaflega allir á einhverju rófi. Síðast en ekki síst þá langar mig að taka það fram að hvern einasta dag er fleira og fleira fólk að uppgötva að þeir séu einhverfir eftir að hafa t.d. lesið frásagnir einhverfra eða kynnst öðru einhverfu fólki. Þurfum við virkilega greiningu til þess eins að vera trúað? Hvers vegna megum við ekki skilgreina okkur sjálf? Þykjum við of heimsk? Er ekki hægt að treysta okkur sjálfum til þess rétt eins og samkynhneigðu fólki á Íslandi er almennt treyst til að skilgreina sig sjálft? Ást og friður elsku fólk sem nennir að lesa þetta og sérstakur knús á ykkur minnihlutahópana sem þurfa að berjast fyrir viðurkenningu ❤. Höfundur er einhverfur.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun