Viðskipti innlent

Leigja tvær nýjar Airbus-þotur

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og Wouter van Wersch, aðstoðarforstjóri Airbus.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og Wouter van Wersch, aðstoðarforstjóri Airbus. Icelandair

Icelandair og CDB Aviation hafa undirritað samninga um langtímaleigu á tveimur nýjum Airbus A321LR-þotum til afhendingar á seinni hluta árs 2025.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Þoturnar bætast í Airbus-hóp sem Icelandair hefur verið að sanka að sér. Flugfélagið undirritaði samning við Airbus í júlí 2023 um allt að 25 Airbus A321XLR-þotur auk þess sem félagið hefur tryggt sér langtímaleigu á fimm nýjum A321LR-þotum.

Í tilkynningunni segir að Airbus A321LR og XLR muni taka við af Boeing 757-þotum Icelandair. Þá kemur einnig fram að afhending A321LR-flugvélanna hefjist síðar á þessu ári og XLR-flugvélanna árið 2029.

„Við höldum áfram flotaendurnýjun okkar og það er mjög ánægjulegt að tilkynna um langtímaleigu á tveimur nýjum þotum frá CDB Aviation og efla þannig samstarf fyrirtækjanna,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni undirritunarinnar. Innleiðing flugvélanna sé þegar hafin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×