Hneigði sig fyrir stuðningsmönnum Stólanna: „Týpan Deandre Kane“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 15:00 Deandre Kane er mjög myndrænn leikmaður enda ber hann tilfinningarnar utan á sér. Vísir/Hulda Margrét Deandre Kane átti mikinn þátt í sigri Grindavíkur á heimavelli Íslandsmeistara Tindastóls í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Subway Körfuboltakvöld skoðaði aðeins betur þennan öfluga leikmann og allt sem honum fylgir. „Deandre Kane er oft á tíðum frekar agalaus leikmaður og í þessum leik var hann að pirra sig á hlutum eins og yfir því að fá ekki dæmdar villurnar sem hann vildi fá. Hann endar samt sem hetja Grindvíkinga og er algjörlega frábær í leiknum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hef æðislega gaman af svona litríkum karakterum. Það lítur þannig út og það er það sem maður heyrir líka, að leikmenn og fólkið í kringum í klúbbinn hafi mjög gaman af honum. Hann virðist vera ‚all in' en fyrir þá sem að horfa á þetta utan frá þá er hann rosalega mikið að skammast,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann er rosalega mikið að hrista hausinn og hann virðist stundum vera svolítið agalaus en það er orð sem hann hafði á sér áður en hann kom hingað. Þú fyrirgefur oft svoleiðis hjá mönnum sem koma svo, klára leikinn fyrir þig og eru hæfileikaríkir,“ sagði Sævar. „Þú fyrirgefur það líka ef það er grunnt á því og þetta er einhver týpa af manni sem þú ert tilbúinn að höndla. Þú ert með mann eins og Óla Óla sem tekur utan um ungu strákana. Hann er bara svona, einbeitum okkur að okkur sjálfum en ég skal sjá um hann. Ég held að Ólafur og Valur Orri (Valsson) séu þeir sem líma hann við hina leikmennina,“ sagði Sævar. „Ég ætla að sýna ykkur aðeins Deandre Kane týpuna,“ sagði Stefán Árni og henti í loftið svipmyndum af Kane í leiknum með Grindavík á móti Tindastól. Kane var magnaður í lok leiksins og endaði með 27 stig. Hann hneigði síðan fyrir stuðningsmönnum Stólanna í leikslok og þeir voru allt annað en sáttir við það. „Hann hneigði sig ekki bara einu sinni,“ sagði Stefán. „Þetta er bara skemmtun. Ég myndi dýrka það að vera með svona gæja í liði. Ástin sem hann og Óli eru búnir að mynda. Þeir öskra á hvorn annan en svo er bara eitthvað ‚chemistry' sem er í gangi þarna. Við skiljum þetta ekkert,“ sagði Sævar. Það má sjá umræðuna og svipmyndir af Kane hér fyrir neðan. Klippa: Týpan Deandre Kane Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
„Deandre Kane er oft á tíðum frekar agalaus leikmaður og í þessum leik var hann að pirra sig á hlutum eins og yfir því að fá ekki dæmdar villurnar sem hann vildi fá. Hann endar samt sem hetja Grindvíkinga og er algjörlega frábær í leiknum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hef æðislega gaman af svona litríkum karakterum. Það lítur þannig út og það er það sem maður heyrir líka, að leikmenn og fólkið í kringum í klúbbinn hafi mjög gaman af honum. Hann virðist vera ‚all in' en fyrir þá sem að horfa á þetta utan frá þá er hann rosalega mikið að skammast,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann er rosalega mikið að hrista hausinn og hann virðist stundum vera svolítið agalaus en það er orð sem hann hafði á sér áður en hann kom hingað. Þú fyrirgefur oft svoleiðis hjá mönnum sem koma svo, klára leikinn fyrir þig og eru hæfileikaríkir,“ sagði Sævar. „Þú fyrirgefur það líka ef það er grunnt á því og þetta er einhver týpa af manni sem þú ert tilbúinn að höndla. Þú ert með mann eins og Óla Óla sem tekur utan um ungu strákana. Hann er bara svona, einbeitum okkur að okkur sjálfum en ég skal sjá um hann. Ég held að Ólafur og Valur Orri (Valsson) séu þeir sem líma hann við hina leikmennina,“ sagði Sævar. „Ég ætla að sýna ykkur aðeins Deandre Kane týpuna,“ sagði Stefán Árni og henti í loftið svipmyndum af Kane í leiknum með Grindavík á móti Tindastól. Kane var magnaður í lok leiksins og endaði með 27 stig. Hann hneigði síðan fyrir stuðningsmönnum Stólanna í leikslok og þeir voru allt annað en sáttir við það. „Hann hneigði sig ekki bara einu sinni,“ sagði Stefán. „Þetta er bara skemmtun. Ég myndi dýrka það að vera með svona gæja í liði. Ástin sem hann og Óli eru búnir að mynda. Þeir öskra á hvorn annan en svo er bara eitthvað ‚chemistry' sem er í gangi þarna. Við skiljum þetta ekkert,“ sagði Sævar. Það má sjá umræðuna og svipmyndir af Kane hér fyrir neðan. Klippa: Týpan Deandre Kane
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira