Sjúkraþjálfarar geti metið sjálfir hvenær fólk þurfi að koma Lovísa Arnardóttir skrifar 23. janúar 2024 10:23 Kári segir tilvísanakerfið skapa óþarfa flækjur í heilbrigðiskerfinu fyrir þau sem viti að þau þurfi að hitta sjúkraþjálfara eða halda því áfram. Bítið Kári Árnason sjúkraþjálfari telur ljóst að það þurfi að breyta kerfinu þegar kemur að beiðnum frá heilsugæslu til sjúkraþjálfara. Hann sagði í Bítinu í morgun tregðu einhvers staðar í kerfinu við að breyta þessu og um væri að ræða óþarfa flækju. Formaður Læknafélagsins sagði í síðustu viku sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. Steinunn sagði heimilislækna einhvers konar „hliðverði“ fyrir almenning inn í ýmis kerfi og nefndi sem dæmi sjúkraþjálfun. „Til dæmis eru þetta sjúkraþjálfunarbeiðnir, það fara fimm heil stöðugildi heimilislækna í sjúkraþjálfunarbeiðnir. Við erum með 200 heimilislækna í vinnu.“ Spurður hvernig það myndi virka sagði Kári kerfið þannig að fólk eigi rétt á því að koma í sex skipti og fá niðurgreiðslu en þurfi eftir það að fá beiðni frá heimilislækni til að fá áframhaldandi niðurgreiðslu. Beiðnir oftast óþarfa flækja Hann sagði sjúkraþjálfara geta metið sjálfa hvort að fólk þurfi að koma til þeirra. Það ætti ekki að vera á hendi lækna að gera beiðni svo fólk komist að. Beiðnir geti verið gagnlegar ef fólk hafi verið í aðgerð eða eitthvað slíkt en að oft komi ekkert fram á þeim sem geti útskýrt beiðnina. Hann sagði marga lækna og sjúkraþjálfara sem hann hefði talað við sammála því að það þyrfti að breyta þessu kerfi. „Í mínum huga er það óþarfa hraðahindrun að fólk sé þvingað þessa leið til að eiga rétt á endurgreiðslunni. Þetta er frábært kerfi til að grípa þá sem vita ekki hvert þeir eiga að fara,“ sagði Kári og að hann hefði haft sínar efasemdir um það þegar það var tilkynnt að heilsugæslan ætti að vera „upphaf alls“. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit hvert það á að leita,“ sagði Kári og nefndi sem dæmi fólk sem er með verk í eyranu og þarf að sjá háls- nef og eyrnalækni eða fólk með verk í hnéi og þarf að sjá sjúkraþjálfara. Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Formaður Læknafélagsins sagði í síðustu viku sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. Steinunn sagði heimilislækna einhvers konar „hliðverði“ fyrir almenning inn í ýmis kerfi og nefndi sem dæmi sjúkraþjálfun. „Til dæmis eru þetta sjúkraþjálfunarbeiðnir, það fara fimm heil stöðugildi heimilislækna í sjúkraþjálfunarbeiðnir. Við erum með 200 heimilislækna í vinnu.“ Spurður hvernig það myndi virka sagði Kári kerfið þannig að fólk eigi rétt á því að koma í sex skipti og fá niðurgreiðslu en þurfi eftir það að fá beiðni frá heimilislækni til að fá áframhaldandi niðurgreiðslu. Beiðnir oftast óþarfa flækja Hann sagði sjúkraþjálfara geta metið sjálfa hvort að fólk þurfi að koma til þeirra. Það ætti ekki að vera á hendi lækna að gera beiðni svo fólk komist að. Beiðnir geti verið gagnlegar ef fólk hafi verið í aðgerð eða eitthvað slíkt en að oft komi ekkert fram á þeim sem geti útskýrt beiðnina. Hann sagði marga lækna og sjúkraþjálfara sem hann hefði talað við sammála því að það þyrfti að breyta þessu kerfi. „Í mínum huga er það óþarfa hraðahindrun að fólk sé þvingað þessa leið til að eiga rétt á endurgreiðslunni. Þetta er frábært kerfi til að grípa þá sem vita ekki hvert þeir eiga að fara,“ sagði Kári og að hann hefði haft sínar efasemdir um það þegar það var tilkynnt að heilsugæslan ætti að vera „upphaf alls“. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit hvert það á að leita,“ sagði Kári og nefndi sem dæmi fólk sem er með verk í eyranu og þarf að sjá háls- nef og eyrnalækni eða fólk með verk í hnéi og þarf að sjá sjúkraþjálfara.
Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira