Óþolandi öll þessi valdníðsla Inga Sæland skrifar 23. janúar 2024 12:01 Þann 13. júní 2021 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu Flokks fólksins um hagsmunafulltrúa eldra fólks. Þar segir m.a.: „Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra að stofna starfshóp hagsmunaaðila auk starfsfólks ráðuneytisins sem semji frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Starfshópurinn meti m.a. hvar slíku embætti væri best fyrir komið og hvert umfang þess skuli vera. Starfshópurinn skili ráðherra drögum að frumvarpi fyrir 1. apríl 2022.” Nú, tæpum tveimur árum frá því að skilafrestur starfshópsins rann út erum við ennþá að bíða eftir frumvarpi um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Ráðherrann tjáði Alþingi það kinnroðalaust að hann teldi starfshóp sinn tróna yfir vilja löggjafans og þar með ákvað hann að það væri ástæðulaust að leggja fram frumvarp enda ótímabært að koma með einhvern hagsmunafulltrúa fyrir eldra fólk. Það er afar mikilvægt að stofna sjálfstætt embætti sem hafi það hlutverk að gæta að hagsmunum eldra fólks, veita því aðstoð og kortleggja stöðu þess. Með aldrinum fylgja ýmsar áskoranir og áhættan á t.d. félagslegri einangrun eykst. Undanfarin ár hefur dregist úr staðbundinni þjónustu og vægi fjarþjónustu hjá bæði hinu opinbera og fyrirtækjum almennt hefur aukist. Sú þróun hefur leitt til þess að eldra fólk, sem á erfitt með að sækja þjónustu í gegnum netið, og vill helst fá að ræða við sinn þjónustufulltrúa, lækni, félagsráðgjafa, o.s.frv., augliti til auglitis upplifir nú gífurlega skerðingu á lífsgæðum. Það er ómetanlega mikilvægt að tryggja eldra fólki þá auknu réttarvernd sem felst í stofnun embættis hagsmunafulltrúa. Með yfirgengilegri valdníðslu, þar sem framkvæmdarvaldið réðst enn eina ferðina gegn skýrum vilja löggjafans, tók ráðherrann embætti hagsmunafulltrúans og henti því í ruslið. Þetta gerði hann þrátt fyrir að skýrt komi fram í þingsályktunartillögu Flokks fólksins að starfshópur skipaður af ráðherra skyldi „semja frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks“ fyrir 1. apríl 2022. Til hvers erum við með þinglega meðferð mála ef ráðherrar bera enga virðingu fyrir störfum Alþingis? Við getum bara sleppt því að halda þingfundi ef ráðherrar ætla að beita valdníðslu og troða undir fótum skýran vilja löggjafans. Hvert er lýðræðið komið þegar ráðherrar fá ítrekað að brjóta lög án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Það er ekki að furða þó virðing og traust almennings gagnvart Alþingi og störfum þess fari þverrandi, þegar ráðherrarnir sjálfir sýna þinginu algjört virðingarleysi. Um leið og ég skora á ráðherrann, Guðmund Inga Guðbrandsson, að koma inn í þingið með frumvarp um hagsmunafulltrúa eldra fólks eins og löggjafinn hefur þegar samþykkt einróma. þá vil ég hvetja framkvæmdarvaldið, þ.e. ráðherrana, til að fylgja 2.gr. stjórnarskrárinnar sem kveður skírt á um þrískiptingu ríkisvalds, en ekki ganga um hana eins og marklaust plagg. Við í Flokki fólksins munum ekki leyfa þeim að komast upp með slíka háttsemi átölulaust. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þann 13. júní 2021 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu Flokks fólksins um hagsmunafulltrúa eldra fólks. Þar segir m.a.: „Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra að stofna starfshóp hagsmunaaðila auk starfsfólks ráðuneytisins sem semji frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Starfshópurinn meti m.a. hvar slíku embætti væri best fyrir komið og hvert umfang þess skuli vera. Starfshópurinn skili ráðherra drögum að frumvarpi fyrir 1. apríl 2022.” Nú, tæpum tveimur árum frá því að skilafrestur starfshópsins rann út erum við ennþá að bíða eftir frumvarpi um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Ráðherrann tjáði Alþingi það kinnroðalaust að hann teldi starfshóp sinn tróna yfir vilja löggjafans og þar með ákvað hann að það væri ástæðulaust að leggja fram frumvarp enda ótímabært að koma með einhvern hagsmunafulltrúa fyrir eldra fólk. Það er afar mikilvægt að stofna sjálfstætt embætti sem hafi það hlutverk að gæta að hagsmunum eldra fólks, veita því aðstoð og kortleggja stöðu þess. Með aldrinum fylgja ýmsar áskoranir og áhættan á t.d. félagslegri einangrun eykst. Undanfarin ár hefur dregist úr staðbundinni þjónustu og vægi fjarþjónustu hjá bæði hinu opinbera og fyrirtækjum almennt hefur aukist. Sú þróun hefur leitt til þess að eldra fólk, sem á erfitt með að sækja þjónustu í gegnum netið, og vill helst fá að ræða við sinn þjónustufulltrúa, lækni, félagsráðgjafa, o.s.frv., augliti til auglitis upplifir nú gífurlega skerðingu á lífsgæðum. Það er ómetanlega mikilvægt að tryggja eldra fólki þá auknu réttarvernd sem felst í stofnun embættis hagsmunafulltrúa. Með yfirgengilegri valdníðslu, þar sem framkvæmdarvaldið réðst enn eina ferðina gegn skýrum vilja löggjafans, tók ráðherrann embætti hagsmunafulltrúans og henti því í ruslið. Þetta gerði hann þrátt fyrir að skýrt komi fram í þingsályktunartillögu Flokks fólksins að starfshópur skipaður af ráðherra skyldi „semja frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks“ fyrir 1. apríl 2022. Til hvers erum við með þinglega meðferð mála ef ráðherrar bera enga virðingu fyrir störfum Alþingis? Við getum bara sleppt því að halda þingfundi ef ráðherrar ætla að beita valdníðslu og troða undir fótum skýran vilja löggjafans. Hvert er lýðræðið komið þegar ráðherrar fá ítrekað að brjóta lög án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Það er ekki að furða þó virðing og traust almennings gagnvart Alþingi og störfum þess fari þverrandi, þegar ráðherrarnir sjálfir sýna þinginu algjört virðingarleysi. Um leið og ég skora á ráðherrann, Guðmund Inga Guðbrandsson, að koma inn í þingið með frumvarp um hagsmunafulltrúa eldra fólks eins og löggjafinn hefur þegar samþykkt einróma. þá vil ég hvetja framkvæmdarvaldið, þ.e. ráðherrana, til að fylgja 2.gr. stjórnarskrárinnar sem kveður skírt á um þrískiptingu ríkisvalds, en ekki ganga um hana eins og marklaust plagg. Við í Flokki fólksins munum ekki leyfa þeim að komast upp með slíka háttsemi átölulaust. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun