Í tilkynningu þess efnis á vef spítalans segir að með því sé átt við að ráðlagt er að starfsfólk og heimsóknargestir noti grímur í samskiptum ef þeir hafa einkenni um öndunarfærasýkingu eða eru að jafna sig eftir veikindi.
Ávallt sé hvatt til grundvallarsmitgátar, handhreinsun sé ódýrasta og virkasta forvörnin gegn sýkingum. Grímunotkun sé einnig áhrifarík vörn þegar einkenni eru til staðar. Áfram sé minnt á að fólk komi ekki veikt til vinnu og að gestir komi ekki í heimsókn veikir eða ef veikindi eru á heimilinu.
Á gröfunum hér að neðan má sjá hvernig þróun innlagna og greininga öndunarfæraveira hefur verið undanfarið. Í tilkynningu segir að ákvörðunin, sem taki þegar gildi, sé tekin á grundvelli þessarar þróunar.

