Lífið

TikTok-takkó sem slær öllu við

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Helga Magga deilir fjölda girnilegra uppskrifta með fylgjendum sínum á Tiktok og Instagram. 
Helga Magga deilir fjölda girnilegra uppskrifta með fylgjendum sínum á Tiktok og Instagram.  Aðsend

Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, birti uppskrift af Smashburger taco á vefsíðu sinni. Rétturinn hefur verið einn sá vinsælasti á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarna mánuði.

Fyrirmyndin af réttinum er hinn klassíski Big Mac hamborgari sem er á matseðli bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald's.

„Ég var búin að vera lengi á leiðinni að prófa þessa uppskrift sem ég sá á tiktok. Hér er hún komin í macros vænan búning. Ég nota nautahakk í uppskriftinni en það er einnig hægt að nota kalkúnahakk sem er fituminna kjöt.

Það er sniðugt að hafa ofnbakaðar kartöflur með þessu, ég myndi segja að magn á mann væri um 2 - 3 stk svo mögulega þurfa sumir að stækka uppskriftina, ég geri eina og hálfa fyrir mína fjölskyldu,“ skrifar Helga Magga við færsluna.

Helga Magga deilir fjölda uppskrifta á TikTok-síðu sinni sem og á vefsíðunni Helgamagga.is

Smashburger taco

Fyr­ir 3-4

  • 8 litl­ar tortill­ur
  • 500 g nauta­hakk
  • Jökla­sal­at 
  • Lauk­ur
  • Súrar gúrk­ur niður­skorn­ar
  • Ostsneiðar

Aðferð

Takið til 8 litl­ar hring­laga tortill­ur og skiptið 500 g af nauta­hakk­inu í 8 parta, hvert um það bil 62/​63 g.

Skerið fínt niður kálið, lauk­inn og súru gúrk­urn­ar og setjið til hliðar.

Kryddið nauta­hakkið með salti og pip­ar og dreifið á hverja tortillu, reynið að láta það ná al­veg út í end­ana.

Steikið svo tortill­urn­ar í um 3-4 mín­út­ur með hakkið niður. Snúið við, setjið ostsneið ofan á og hitið tortill­una aðeins áfram, til dæm­is á ann­arri pönnu.

Það er sniðugt að geyma steiktu tortill­urn­ar inni í heit­um ofni á meðan rest­in er steikt.

Berið fram með káli, lauk, súr­um gúrk­um og sós­unni sem minn­ir á Big Mac sós­una góðu (upp­skrift hér fyr­ir neðan).

Big Mac sósan

  • 1 dós sýrður rjómi 180 g
  • 2 msk. sætt sinn­ep (gult) 30 g
  • 2 msk. tóm­atsósa 30 g
  • 50 súr­ar gúrk­ur fínt niður­skorn­ar
  • Salt, pip­ar og hvít­lauks­duft eft­ir smekk

Aðferð:

Blandið öll­um inni­halds­efn­un­um í sós­una sam­an í skál.

Hrærið vel og geymið í kæli þar bera á sós­una fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×