„Björt framtíð hjá Barcelona með eða án mín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 13:00 Xavi Hernandez sést hér áhyggjufullur á hliðarlínunni í tapi Barcelona í gær. Getty/Ion Alcoba Beitia Pressan jókst enn frekar á Xavi Hernández, þjálfara Barcelona, eftir að liðið datt út úr spænsku bikarkeppninni í gær. Barcelona tapaði þá 4-2 fyrir Athletic Club Bilbao en aðeins tíu dögum fyrr steinlá liðið 4-1 á móti Real Madrid í úrslitaleik Ofurbikarsins. Einu vonir Barcelona um titil á tímabilinu liggja því í spænsku deildinni og Meistaradeildinni. „Allir þjálfarar hjá stóru klúbbunum verða að vinna titla en ég stoltur yfir því hvernig við héldum áfram allt til enda á móti frábæru liði og þá sérstaklega ungu strákarnir,“ sagði Xavi Hernández eftir leikinn. „Við erum að nota krakka og hópurinn er lítill. Það er það sem ég er að meina þegar ég tala um að við séum í uppbyggingu. Ég held að þetta sé byrjunin á einhverju stóru. Það er björt framtíð hjá Barcelona með eða án mín,“ sagði Xavi. ESPN segir frá. „Það er virkilegt gott verkefni í gangi og ekki hvað varðar mig sem þjálfara heldur er að koma upp góð kynslóð. Strákar eins og Cubarsí, Fort, Lamine, Guiu og fleiri ... Fermín López. Þetta er upphafið að einhverju stóru en við verðum að leggja mikið á okkur og vinna. Þetta snýst alltaf um að vinna hjá Barca,“ sagði Xavi. Barcelona lenti undir eftir aðeins 36 sekúndna leik en komst yfir með mörkum Robert Lewandowski og Yamal. Athletic jafnaði metin og leikurinn fór í framlengingu. Yamal, hafði skorað frábært mark í fyrri hálfleiknum en fór illa með tvö upplögð færi sem hefðu tryggt sigurinn. „Ég er vonsvikinn með að hann hafi ekki nýtt færin sín í stöðunni 2-2 en ég ætla ekki að skrifa það á strákinn. Hann er bara sextán ára og er að spila stórkostlega. Hann býr til þessi færi sjálfur,“ sagði Xavi. Bræðurnir Inaki og Nico Williams tryggðu Athletic sigurinn með mörkum í framlengingunni. „Ef við erum ekki að keppa um hluti í lok tímabilsins þá verð ég að fara. Það á ekki bara við um mig heldur um alla þjálfara. Þetta er stór klúbbur. Þetta er Barca. Ég veit hvar ég er og hverjar kröfurnar eru. Við verðum að vinna titla og að minnsta kosti keppa af alvöru um þá,“ sagði Xavi. Xavi: "Trust me, Barcelona have very good future and I'm not talking about myself"."I'm talking about the youngsters. That's why I'm playing them, I really want them to be ready for the future"."It's not about me being the manager or not. These guys are special". pic.twitter.com/VlxD2fo1JV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 25, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira
Barcelona tapaði þá 4-2 fyrir Athletic Club Bilbao en aðeins tíu dögum fyrr steinlá liðið 4-1 á móti Real Madrid í úrslitaleik Ofurbikarsins. Einu vonir Barcelona um titil á tímabilinu liggja því í spænsku deildinni og Meistaradeildinni. „Allir þjálfarar hjá stóru klúbbunum verða að vinna titla en ég stoltur yfir því hvernig við héldum áfram allt til enda á móti frábæru liði og þá sérstaklega ungu strákarnir,“ sagði Xavi Hernández eftir leikinn. „Við erum að nota krakka og hópurinn er lítill. Það er það sem ég er að meina þegar ég tala um að við séum í uppbyggingu. Ég held að þetta sé byrjunin á einhverju stóru. Það er björt framtíð hjá Barcelona með eða án mín,“ sagði Xavi. ESPN segir frá. „Það er virkilegt gott verkefni í gangi og ekki hvað varðar mig sem þjálfara heldur er að koma upp góð kynslóð. Strákar eins og Cubarsí, Fort, Lamine, Guiu og fleiri ... Fermín López. Þetta er upphafið að einhverju stóru en við verðum að leggja mikið á okkur og vinna. Þetta snýst alltaf um að vinna hjá Barca,“ sagði Xavi. Barcelona lenti undir eftir aðeins 36 sekúndna leik en komst yfir með mörkum Robert Lewandowski og Yamal. Athletic jafnaði metin og leikurinn fór í framlengingu. Yamal, hafði skorað frábært mark í fyrri hálfleiknum en fór illa með tvö upplögð færi sem hefðu tryggt sigurinn. „Ég er vonsvikinn með að hann hafi ekki nýtt færin sín í stöðunni 2-2 en ég ætla ekki að skrifa það á strákinn. Hann er bara sextán ára og er að spila stórkostlega. Hann býr til þessi færi sjálfur,“ sagði Xavi. Bræðurnir Inaki og Nico Williams tryggðu Athletic sigurinn með mörkum í framlengingunni. „Ef við erum ekki að keppa um hluti í lok tímabilsins þá verð ég að fara. Það á ekki bara við um mig heldur um alla þjálfara. Þetta er stór klúbbur. Þetta er Barca. Ég veit hvar ég er og hverjar kröfurnar eru. Við verðum að vinna titla og að minnsta kosti keppa af alvöru um þá,“ sagði Xavi. Xavi: "Trust me, Barcelona have very good future and I'm not talking about myself"."I'm talking about the youngsters. That's why I'm playing them, I really want them to be ready for the future"."It's not about me being the manager or not. These guys are special". pic.twitter.com/VlxD2fo1JV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 25, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira