Fram kemur í tilkynningu frá Vertonet að Lena Dögg mun leiða lokakafla verkefnisins, sem feli í sér að koma aðgerðum í framkvæmd í samstarfi við styrktar- og stuðningsaðila. Lena Dögg hafi margra ára reynslu af verkefnatjórnun og er menntuð sem kennari, náms- og starfsráðgjafi og tölvunarfræðingur.
„Lena Dögg hefur einnig áður starfað fyrir ýmis hagsmunasamtök en hún sat í Fræðslunefnd Félags náms- starfsráðgjafa, einnig var hún í stjórn Hugpró og þar af þrjú ár sem formaður.“
Fram kemur í tilkynningunni að konur séu einungis fjórðungur þeirra sem starfi í upplýsingatækni á Íslandi og útskrifatrhlutfall þeirra úr skólum, sem bjóði upp á tækninám, sé svipað eða jafnvel lægra.
„Tækni og hugverkaiðnaður er stoð í íslensku atvinnulífi og talið er að það vanti 9.000 sérfræðinga í hugverkaiðnað á næstu árum ef vaxtaráform fyrirtækja í þeim iðnaði eiga að ganga eftir. Með því að auka þátttöku kvenna í tækni og hugverkaiðnaði er hægt að komast nær því að brúa biliið. Tækniþróun er á fleygiferð og við viljum að fjölbreyttur hópur komi að því að móta framtíðina.“