Íris Dögg úr Laugardalnum yfir á Hlíðarenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2024 23:01 Íris Dögg er gengin til liðs við Val. Vísir/Hulda Margrét Markvörðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir hefur samið við Íslandsmeistara Vals út komandi leiktíð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Hún kemur frá Þrótti Reykjavík þar sem hún hefur leikið frá 2021. Frá þessu greindu Íslandsmeistarar Vals fyrr í dag, fimmtudag. Þar ríkir mikil gleði með að Íris Dögg sé gengin í raðir félagsins. Er Íris Dögg hugsuð sem varaskeifa fyrir hina ungu Fanneyju Ingu Birkisdóttur. Smá munur er á reynslu en Íris Dögg á að baki 280 leiki í meistaraflokki á meðan Fanney Inga hefur spilað 47. Af hverju er Íris Dögg komin í Val? „Þð má segja að ég hef verið alveg ófeimin við að sækja mér þá reynslu sem ég þarf til að verða betri markmaður. Valur er félag með ótrúlega sögu í kvennaboltanum og ég skal alveg viðurkenna að ég sá mig aldrei þar en allt gerist að ástæðu og ég á mjög erfitt með að neita krefjandi áskorunum,“ sagði Íris Dögg í tilkynningu Vals. Þá á hún enn eftir að ná einu markmiði á ferli sínum: „Auðvitað hefur maður alltaf einhver markmið og það er eitt stórt sem ég á eftir. Það er Evrópuleikur. Að fá það tækifæri að geta spilað svoleiðis leiki yrði draumur.“ View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, er afar ánægður með viðbótina við leikmannahóp sinn. „Íris hefur fyrir löngu sýnt það að hún er frábær markvörður og hefur gríðarlega reynslu með hátt í 300 leiki í meistaraflokki. Við erum afar ánægð með að fá hana til okkar út þetta tímabil og erum þess fullviss að hún geti miðlað sinni reynslu inn í hópinn til yngri leikmanna,“ sagði Pétur eftir að Íris Dögg var kynnt sem leikmaður Vals. Valur hefur leik í Bestu deild kvenna þann 21. apríl þegar liðið fær Þór/KA í heimsókn. Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Frá þessu greindu Íslandsmeistarar Vals fyrr í dag, fimmtudag. Þar ríkir mikil gleði með að Íris Dögg sé gengin í raðir félagsins. Er Íris Dögg hugsuð sem varaskeifa fyrir hina ungu Fanneyju Ingu Birkisdóttur. Smá munur er á reynslu en Íris Dögg á að baki 280 leiki í meistaraflokki á meðan Fanney Inga hefur spilað 47. Af hverju er Íris Dögg komin í Val? „Þð má segja að ég hef verið alveg ófeimin við að sækja mér þá reynslu sem ég þarf til að verða betri markmaður. Valur er félag með ótrúlega sögu í kvennaboltanum og ég skal alveg viðurkenna að ég sá mig aldrei þar en allt gerist að ástæðu og ég á mjög erfitt með að neita krefjandi áskorunum,“ sagði Íris Dögg í tilkynningu Vals. Þá á hún enn eftir að ná einu markmiði á ferli sínum: „Auðvitað hefur maður alltaf einhver markmið og það er eitt stórt sem ég á eftir. Það er Evrópuleikur. Að fá það tækifæri að geta spilað svoleiðis leiki yrði draumur.“ View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, er afar ánægður með viðbótina við leikmannahóp sinn. „Íris hefur fyrir löngu sýnt það að hún er frábær markvörður og hefur gríðarlega reynslu með hátt í 300 leiki í meistaraflokki. Við erum afar ánægð með að fá hana til okkar út þetta tímabil og erum þess fullviss að hún geti miðlað sinni reynslu inn í hópinn til yngri leikmanna,“ sagði Pétur eftir að Íris Dögg var kynnt sem leikmaður Vals. Valur hefur leik í Bestu deild kvenna þann 21. apríl þegar liðið fær Þór/KA í heimsókn.
Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira