Erlent

Ekki talin hafa byrlað vinnu­fé­lögunum Viagra

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Um var að ræða kaffi frá Nescafé.
Um var að ræða kaffi frá Nescafé. Lino Mirgeler/Getty Images

Sextíu og tveggja ára gömul ræstingarkona er ekki talin hafa byrlað vinnufélögum sínum með Viagra töflum, líkt og henni hafði verið gefið af sök. Þetta er niðurstaða dómstóls í Bretlandi.

Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að konan, sem heitir Karen Beale, hafi verið handtekin vegna myndbands þar sem mátti sjá hana handfjatla krukku af kaffi, sem í ljós kom að búið hafði verið að mylja Viagra töflur út í. Um er að ræða eitt frægasta stinningarlyf í heimi. 

Atvikið átti sér stað á vinnustað hennar, verksmiðju í Dover í Bretlandi. Málið hefur velkst um í breska réttarkerfinu í sex ár, en atvikið átti sér stað í september árið 2018.

Beale hélt því fram fyrir rétti að hún hefði verið leidd í gildru. Yfirmaður hennar hafi beðið hana um að fylgjast með kaffikrukkunni, sem hún hefði gert.

Fram kemur í frétt Guardian að samstarfsfólk hennar hafi tekið eftir því að skrítið bragð og skrítin áferð væri af kaffinu. Því hafi myndavél verið sett upp í rýminu.

Á myndbandinu af Beale, sem var þrettán mínútna langt, mátti sjá hana handfjatla krukkuna íklædd bláum hönskum og auk þess hrista hana til. Lögmaður Beale benti hinsvegar á að ekkert hefði sýnt fram á að skjólstæðingur hans hefði sannanlega gert eitthvað við kaffið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×