Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2024 07:10 Mikill fjöldi mótmælti fyrir utan dómstólinn á meðan Ísraelar svöruðu fyrir ásakanir Suður-Afríkumanna. Vísir/EPA Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. Þrátt fyrir að niðurstöðu í málinu sé líklega ekki að vænta fyrr en eftir mörg ár um ásakanir Suður-Afríkumanna í garð Ísrael um þjóðarmorð á Gasa gæti dómstóllinn í dag fyrirskipað Ísrael að láta af hernaði sínum á Gasa, sem neyðarráðstöfun. Suður-Afríka óskaði þess að dómstóllinn úrskurðaði sérstaklega um slíkar neyðarráðstafanir, á meðan ásakanir þeirra um þjóðarmorð eru teknar fyrir, til að vernda Palestínumenn á Gasa. Fulltrúar Ísrael svöruðu fyrir ásakanir Suður-Afríkumanna í dómstólnum. Þeir mótmæltu þeim harðlega og óskuðu þess að málinu yrði vísað frá. Vísir/EPA Fulltrúar beggja ríkja báru vitni fyrir dómstólnum fyrir um tveimur vikum og mótmæltu Ísraelar ásökunum Suður-Afríkumanna um þjóðarmorð af miklum ákafa og óskuðu þess að málið yrði ekki tekið fyrir í dómstólnum. Fulltrúar þeirra sögðu Ísraela eiga rétt á því að verja sig og vísuðu til árásar Hamas-liða þann 7. október þar sem 1.300, meðal annars almennir borgarar í Ísrael, voru myrtir. Sú bráðabirgðaniðurstaða sem birt verður í dag lýtur aðallega að þeirri neyð sem er á Gasa ströndinni. Þrátt fyrir að úrskurðir dómstólsins séu bindandi þá er engin leið til að knýja þá fram eða neyða lönd til að framfylgja þeim. Á vef BBC segir að ef niðurstaða dómstólsins í dag sé ekki Ísrael í dag sé ekkert sem komi í veg fyrir að þau geti hundsað niðurstöðuna. Lögmenn Suður Afríku, John Dugard, Tembeka Ngcukaitobi og Adila Hassim í dómstólnum þann 12. janúar þegar málið var tekið fyrir. Vísir/EPA Það myndi þó setja meiri pólitískan þrýsting á yfirvöld í Ísrael að vinna að vopnahléi á Gasa. Það mun einnig setja meiri þrýsting á að helstu bandamenn Ísraela geri það sem þeir geti bakvið tjöldin til að vinna að lausn og tryggja að neyðaraðstoð fái að berast inn á svæðið. Fjallað er líka um málið á vef AP. Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Holland Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Þrátt fyrir að niðurstöðu í málinu sé líklega ekki að vænta fyrr en eftir mörg ár um ásakanir Suður-Afríkumanna í garð Ísrael um þjóðarmorð á Gasa gæti dómstóllinn í dag fyrirskipað Ísrael að láta af hernaði sínum á Gasa, sem neyðarráðstöfun. Suður-Afríka óskaði þess að dómstóllinn úrskurðaði sérstaklega um slíkar neyðarráðstafanir, á meðan ásakanir þeirra um þjóðarmorð eru teknar fyrir, til að vernda Palestínumenn á Gasa. Fulltrúar Ísrael svöruðu fyrir ásakanir Suður-Afríkumanna í dómstólnum. Þeir mótmæltu þeim harðlega og óskuðu þess að málinu yrði vísað frá. Vísir/EPA Fulltrúar beggja ríkja báru vitni fyrir dómstólnum fyrir um tveimur vikum og mótmæltu Ísraelar ásökunum Suður-Afríkumanna um þjóðarmorð af miklum ákafa og óskuðu þess að málið yrði ekki tekið fyrir í dómstólnum. Fulltrúar þeirra sögðu Ísraela eiga rétt á því að verja sig og vísuðu til árásar Hamas-liða þann 7. október þar sem 1.300, meðal annars almennir borgarar í Ísrael, voru myrtir. Sú bráðabirgðaniðurstaða sem birt verður í dag lýtur aðallega að þeirri neyð sem er á Gasa ströndinni. Þrátt fyrir að úrskurðir dómstólsins séu bindandi þá er engin leið til að knýja þá fram eða neyða lönd til að framfylgja þeim. Á vef BBC segir að ef niðurstaða dómstólsins í dag sé ekki Ísrael í dag sé ekkert sem komi í veg fyrir að þau geti hundsað niðurstöðuna. Lögmenn Suður Afríku, John Dugard, Tembeka Ngcukaitobi og Adila Hassim í dómstólnum þann 12. janúar þegar málið var tekið fyrir. Vísir/EPA Það myndi þó setja meiri pólitískan þrýsting á yfirvöld í Ísrael að vinna að vopnahléi á Gasa. Það mun einnig setja meiri þrýsting á að helstu bandamenn Ísraela geri það sem þeir geti bakvið tjöldin til að vinna að lausn og tryggja að neyðaraðstoð fái að berast inn á svæðið. Fjallað er líka um málið á vef AP.
Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Holland Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira