„Alveg sama hvað öðru fólki finnst um það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. janúar 2024 08:01 Knattspyrnukonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir. Vísir/Hulda Margrét Ólöf Sigríður Kristinsdóttir samdi nýverið við Breiðablik og spilar með liðinu í Bestu deild kvenna næsta sumar. Hún nýtur lífsins í Harvard-háskóla og spilar þar með skólaliði fram á vor. Ólöf hefur farið mikinn með liði Þróttar undanfarin ár og fest sér sæti í landsliðshópi Íslands með framgöngu sinni. Samningur hennar rann út eftir síðustu leiktíð og hún elti fyrrum þjálfara sinn hjá Þrótti, Nik Chamberlain, til Breiðabliks. „Ég náttúrulega þekki Nik. Hann fór frá Þrótti yfir í Breiðablik. Svo þekki ég líka margar í liðinu, enda þrjár Blikastelpur hérna úti með mér í skóla. Það kemur pressa úr öllum áttum,“ segir Ólöf og hlær. „Mér fannst þetta bara vera rétta skrefið fyrir mig.“ Blikastelpurnar þrjár sem Ólöf nefnir eru þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez. Þær hafi hvatt Ólöfu til að vera liðsfélagar sinn á Íslandi samhliða skólaliðinu vestanhafs. „Nik heyrði aðeins í þeim og hvatti þær til að pota í mig. En samt er þetta alltaf mín eigin ákvörðun. Mér er eiginlega alveg sama hvað öðru fólki finnst um það. Ef það er rétt ákvörðun fyrir mig þá tek ég hana.“ Valdi Blika fram yfir uppeldisfélagið Ólöf er uppalin hjá Val sem vildu fá hana á Hlíðarenda og hún fundaði með félaginu í vetur. Hún valdi Breiðablik hins vegar fram yfir uppeldisfélagið. „Mest bara af því að ég þekki Nik aðeins betur en þjálfarateymið hjá Val, þó ég þekki þau alveg eitthvað, þá veit ég meira hverju ég á að búast við. Það er erfið staða að koma inn í mitt tímabil og fara svo líka á því miðju. Mér fannst það betra að vita hverju maður ætti að búast við.“ Lærir oft meira af samnemendum en kennurum Ólöf kemur nefnilega seint til leiks í sumar og fer snemma aftur út í Harvard-háskóla hvar hún er á fótboltastyrk. Hún kveðst njóta sín vel í skólanum og það breikki sjóndeildarhringinn að fara í nám erlendis. „Þetta er svo rosalega fjölbreytt. Það er fólk úr öllum áttum með allskonar bakgrunn. Þannig ég held að skólinn sjálfur sé svipaður mörgum öðrum skólum en fólkið hérna er mjög áhugavert og það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri að kynnast því.“ „Ég myndi segja að fullt af fólki hérna kenni manni alveg meira en kennararnir.“ Bætingin undir henni sjálfri komin Fótboltinn sé þá öðruvísi vestanhafs. Ólöf segir lærdómsríkt að vinna með aðrar áherslur. „Hann er öðruvísi heldur en heima. Mér finnst ákefðin vera mikil og mikið lagt upp úr því að vera í góðu formi. Það er aðeins minna lagt upp úr taktík og svoleiðis sem er skemmtileg tilbreyting. Þegar maður kemur heim til Nik er taktík númer 1, 2 og 3.“ „Ég get klárlega bætt mig hérna. Það er alveg 100 prósent. Ég held það sé líka undir manni sjálfum komið hvað maður vilji gera með það sem er í boði hérna.“ Viðtalið við Ólöfu má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ólöf hefur farið mikinn með liði Þróttar undanfarin ár og fest sér sæti í landsliðshópi Íslands með framgöngu sinni. Samningur hennar rann út eftir síðustu leiktíð og hún elti fyrrum þjálfara sinn hjá Þrótti, Nik Chamberlain, til Breiðabliks. „Ég náttúrulega þekki Nik. Hann fór frá Þrótti yfir í Breiðablik. Svo þekki ég líka margar í liðinu, enda þrjár Blikastelpur hérna úti með mér í skóla. Það kemur pressa úr öllum áttum,“ segir Ólöf og hlær. „Mér fannst þetta bara vera rétta skrefið fyrir mig.“ Blikastelpurnar þrjár sem Ólöf nefnir eru þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez. Þær hafi hvatt Ólöfu til að vera liðsfélagar sinn á Íslandi samhliða skólaliðinu vestanhafs. „Nik heyrði aðeins í þeim og hvatti þær til að pota í mig. En samt er þetta alltaf mín eigin ákvörðun. Mér er eiginlega alveg sama hvað öðru fólki finnst um það. Ef það er rétt ákvörðun fyrir mig þá tek ég hana.“ Valdi Blika fram yfir uppeldisfélagið Ólöf er uppalin hjá Val sem vildu fá hana á Hlíðarenda og hún fundaði með félaginu í vetur. Hún valdi Breiðablik hins vegar fram yfir uppeldisfélagið. „Mest bara af því að ég þekki Nik aðeins betur en þjálfarateymið hjá Val, þó ég þekki þau alveg eitthvað, þá veit ég meira hverju ég á að búast við. Það er erfið staða að koma inn í mitt tímabil og fara svo líka á því miðju. Mér fannst það betra að vita hverju maður ætti að búast við.“ Lærir oft meira af samnemendum en kennurum Ólöf kemur nefnilega seint til leiks í sumar og fer snemma aftur út í Harvard-háskóla hvar hún er á fótboltastyrk. Hún kveðst njóta sín vel í skólanum og það breikki sjóndeildarhringinn að fara í nám erlendis. „Þetta er svo rosalega fjölbreytt. Það er fólk úr öllum áttum með allskonar bakgrunn. Þannig ég held að skólinn sjálfur sé svipaður mörgum öðrum skólum en fólkið hérna er mjög áhugavert og það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri að kynnast því.“ „Ég myndi segja að fullt af fólki hérna kenni manni alveg meira en kennararnir.“ Bætingin undir henni sjálfri komin Fótboltinn sé þá öðruvísi vestanhafs. Ólöf segir lærdómsríkt að vinna með aðrar áherslur. „Hann er öðruvísi heldur en heima. Mér finnst ákefðin vera mikil og mikið lagt upp úr því að vera í góðu formi. Það er aðeins minna lagt upp úr taktík og svoleiðis sem er skemmtileg tilbreyting. Þegar maður kemur heim til Nik er taktík númer 1, 2 og 3.“ „Ég get klárlega bætt mig hérna. Það er alveg 100 prósent. Ég held það sé líka undir manni sjálfum komið hvað maður vilji gera með það sem er í boði hérna.“ Viðtalið við Ólöfu má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira