Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Atli Arason skrifar 26. janúar 2024 22:53 Halldór Garðar Hermannsson átti afar góða innkomu af varamannabekk Keflavíkur í kvöld. Vísir/Bára Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og náðu forskotinu í fjórgang og komust mest í sex stiga forskot í fyrsta leikhluta. Í stöðunni 16-20 fór Ægir Þór Steinarsson af leikvelli en án hans skoruðu gestirnir aðeins tvö stig og Keflvíkingar tóku öll völd á leiknum. Heimamenn sigruðu fyrsta leikhluta 25-22. Keflvíkingar stigu fastar á bensíngjöfina í öðrum leikhluta og bættu rækilega í forskotið sitt, þrátt fyrir að Ægir var komin aftur inn á hjá Stjörnunni. Keflavík náði mest 15 stiga forskoti í öðrum fjórðung, 39-24, sem var mesti munurinn á milli liðanna í kvöld. Gestirnir náðu þó að svara fyrir sig með átta stiga áhlaupi um miðbik leikhlutans og héldu þeim mun til hálfleiks en hálfleikstölur voru 50-43. Stjörnumenn komu grimmari út í síðari hálfleikinn og röðuðu niður stigum til þess að jafna leikinn í stöðunni 58-58. Eftir það var leikurinn í járnum og liðin skiptust á að leiða leikinn allt til loka þriðja leikhluta þegar Urban Oman kastar niður flautuþrist langt fyrir utan þriggja stiga línuna og kom Keflavíkingum yfir fyrir loka fjórðunginn, 76-75. Í fjórða leikhluta réðu heimamenn lögum og lofum á meðan gestirnir hittu illa en Stjarnan skoraði aðeins 14 stig, tæplega helmingi minna en meðal stigaskor þeirra í hinum þrem leikhlutunum. Fór svo að lokum að Keflvíkingar unnu 9 stiga sigur og eru komnir í þriðja sæti deildarinnar, ásamt því að eiga innbyrðis viðureign á Stjörnuna, eftir 6 stiga sigur Garðbæinga í fyrri leik liðanna. Afhverju vann Keflavík? Keflavík spilaði öflugan varnarleik, þrátt fyrir að tapa í frákasta baráttunni þá tókst þeim að þvinga gestina í alls 18 tapaða bolta gegn á meðan Keflavík tapaði einungis aðeins 8 boltum í leiknum. Keflavík skoraði alls 19 stig úr þessum töpuðum boltum hjá Stjörnunni. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin var frábær í þessum leik en hann skoraði alls 31 stig ásamt því að gefa 3 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Þá áttu Igor Maric og Halldór Garðar frábæra innkomu af varamannabekknum en þeir voru báðir með 29 stig í plús/mínus tölfræðiþættinum á meðan að byrjunarlið Keflavíkur var að meðaltali með -4 í sömu tölfræði. Hjá Stjörnunni var James Ellisor stigahæstur með 21 stig. Hvað gerist næst? Stjarnan fær Val í heimsókn í Garðabæ næsta föstudag á meðan Keflvíkingar leika við Hauka í Ólafssal degi fyrr. „Við verðum að drullast til þess að vinna leiki“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur og pirraður í viðtali við Vísi eftir leikslok. „Við töpuðum of mikið af boltum sem urðu að auðveldum sniðskotum fyrir þá. Við klúðrum tækifærum og kláruðum ekki nógu vel sóknarlega og því fór sem fór,“ sagði Arnar eftir leik. „Mér fannst við ekki vera sérstaklega grimmir. Við vorum að setja upp boltahindranir og við töpuðum boltum þegar þeir eru að ýta okkur úr hindrunum og stela boltanum. Við vorum of seinir til. Við erum enn einn leikinn að gefa frá okkur einhver 20 plús vítaskot og taka einhver 10 hinu megin. Við verðum að fara að snúa því einhvern veginn við,“ svaraði Arnar, aðspurður út í upplegg Stjörnumanna að berja vel (e. dogfight) á Keflvíkingum í leiknum. Að öðru leyti var ekkert í uppleggi Keflvíkinga sem kom Arnari og Stjörnunni á óvart í leiknum, að frátöldu nokkrum árásum heimamanna með Danero Thomas í fararbroddi. „Þeir eru með mjög skýran leikstíl. Þeim tókst að opna okkur aðeins með ákveðnum hreyfingum með Danero, sem kannski kom okkur á óvart en þeir eru með mjög skýran leikstíll þannig það var ekkert sem kom okkur stórkostlega á óvart,“ sagði Arnar. Það kom oftar en ekki fyrir að gestirnir voru óánægðir með dómgæsluna í leiknum en Arnar vildi ekki fara nánar út í þau mál. „Ég ætla ekki að tala um samskipti mín við dómara í fjölmiðlum,“ sagði Arnar en hann lét leikmenn sína vita af því sama þegar mikill rekistefna skapaðist undir lok fyrri hálfleiks yfir því hvort Stjarnan skoraði flautukörfu eða ekki. „Ég sagði mínum mönnum að láta dómarana í friði því það væru myndavélar í húsinu. Dómararnir gáfu fyrst tveggja stiga körfu en flautuðu körfuna svo af. Ég varð að segja þeim að láta dómarana vera, því þetta yrði allt skoðað á myndbandi.“ Þrátt fyrir nokkrar endurkomur og sigur í þriðja leikhluta þá var Arnar ekki jákvæður, aðspurður hvort hann gæti tekið einhverja góða kafla úr leiknum. „Akkúrat núna ekki rassgat. Við verðum að drullast til þess að vinna leiki. Þetta er ekki nógu gott,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, að endingu. Subway-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan
Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og náðu forskotinu í fjórgang og komust mest í sex stiga forskot í fyrsta leikhluta. Í stöðunni 16-20 fór Ægir Þór Steinarsson af leikvelli en án hans skoruðu gestirnir aðeins tvö stig og Keflvíkingar tóku öll völd á leiknum. Heimamenn sigruðu fyrsta leikhluta 25-22. Keflvíkingar stigu fastar á bensíngjöfina í öðrum leikhluta og bættu rækilega í forskotið sitt, þrátt fyrir að Ægir var komin aftur inn á hjá Stjörnunni. Keflavík náði mest 15 stiga forskoti í öðrum fjórðung, 39-24, sem var mesti munurinn á milli liðanna í kvöld. Gestirnir náðu þó að svara fyrir sig með átta stiga áhlaupi um miðbik leikhlutans og héldu þeim mun til hálfleiks en hálfleikstölur voru 50-43. Stjörnumenn komu grimmari út í síðari hálfleikinn og röðuðu niður stigum til þess að jafna leikinn í stöðunni 58-58. Eftir það var leikurinn í járnum og liðin skiptust á að leiða leikinn allt til loka þriðja leikhluta þegar Urban Oman kastar niður flautuþrist langt fyrir utan þriggja stiga línuna og kom Keflavíkingum yfir fyrir loka fjórðunginn, 76-75. Í fjórða leikhluta réðu heimamenn lögum og lofum á meðan gestirnir hittu illa en Stjarnan skoraði aðeins 14 stig, tæplega helmingi minna en meðal stigaskor þeirra í hinum þrem leikhlutunum. Fór svo að lokum að Keflvíkingar unnu 9 stiga sigur og eru komnir í þriðja sæti deildarinnar, ásamt því að eiga innbyrðis viðureign á Stjörnuna, eftir 6 stiga sigur Garðbæinga í fyrri leik liðanna. Afhverju vann Keflavík? Keflavík spilaði öflugan varnarleik, þrátt fyrir að tapa í frákasta baráttunni þá tókst þeim að þvinga gestina í alls 18 tapaða bolta gegn á meðan Keflavík tapaði einungis aðeins 8 boltum í leiknum. Keflavík skoraði alls 19 stig úr þessum töpuðum boltum hjá Stjörnunni. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin var frábær í þessum leik en hann skoraði alls 31 stig ásamt því að gefa 3 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Þá áttu Igor Maric og Halldór Garðar frábæra innkomu af varamannabekknum en þeir voru báðir með 29 stig í plús/mínus tölfræðiþættinum á meðan að byrjunarlið Keflavíkur var að meðaltali með -4 í sömu tölfræði. Hjá Stjörnunni var James Ellisor stigahæstur með 21 stig. Hvað gerist næst? Stjarnan fær Val í heimsókn í Garðabæ næsta föstudag á meðan Keflvíkingar leika við Hauka í Ólafssal degi fyrr. „Við verðum að drullast til þess að vinna leiki“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur og pirraður í viðtali við Vísi eftir leikslok. „Við töpuðum of mikið af boltum sem urðu að auðveldum sniðskotum fyrir þá. Við klúðrum tækifærum og kláruðum ekki nógu vel sóknarlega og því fór sem fór,“ sagði Arnar eftir leik. „Mér fannst við ekki vera sérstaklega grimmir. Við vorum að setja upp boltahindranir og við töpuðum boltum þegar þeir eru að ýta okkur úr hindrunum og stela boltanum. Við vorum of seinir til. Við erum enn einn leikinn að gefa frá okkur einhver 20 plús vítaskot og taka einhver 10 hinu megin. Við verðum að fara að snúa því einhvern veginn við,“ svaraði Arnar, aðspurður út í upplegg Stjörnumanna að berja vel (e. dogfight) á Keflvíkingum í leiknum. Að öðru leyti var ekkert í uppleggi Keflvíkinga sem kom Arnari og Stjörnunni á óvart í leiknum, að frátöldu nokkrum árásum heimamanna með Danero Thomas í fararbroddi. „Þeir eru með mjög skýran leikstíl. Þeim tókst að opna okkur aðeins með ákveðnum hreyfingum með Danero, sem kannski kom okkur á óvart en þeir eru með mjög skýran leikstíll þannig það var ekkert sem kom okkur stórkostlega á óvart,“ sagði Arnar. Það kom oftar en ekki fyrir að gestirnir voru óánægðir með dómgæsluna í leiknum en Arnar vildi ekki fara nánar út í þau mál. „Ég ætla ekki að tala um samskipti mín við dómara í fjölmiðlum,“ sagði Arnar en hann lét leikmenn sína vita af því sama þegar mikill rekistefna skapaðist undir lok fyrri hálfleiks yfir því hvort Stjarnan skoraði flautukörfu eða ekki. „Ég sagði mínum mönnum að láta dómarana í friði því það væru myndavélar í húsinu. Dómararnir gáfu fyrst tveggja stiga körfu en flautuðu körfuna svo af. Ég varð að segja þeim að láta dómarana vera, því þetta yrði allt skoðað á myndbandi.“ Þrátt fyrir nokkrar endurkomur og sigur í þriðja leikhluta þá var Arnar ekki jákvæður, aðspurður hvort hann gæti tekið einhverja góða kafla úr leiknum. „Akkúrat núna ekki rassgat. Við verðum að drullast til þess að vinna leiki. Þetta er ekki nógu gott,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, að endingu.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti