Real Madríd á toppinn með sigri á Kanaríeyjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 17:25 Skoraði fyrra mark Real í dag. Getty Images/Yasser Bakhsh Real Madríd lyfti sér á topp La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, með 2-1 sigri á Las Palmas í Kanaríeyjum. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það heimamenn í Las Palmas sem komust yfir á 53. mínútu. Sú forysta entist í tólf mínútur en þá jafnaði hinn brasilíski Vinícius Junior eftir undirbúning Eduardo Camavinga. Aurélien Tchouaméni skoraði svo sigurmarkið á 84. mínútu eftir sendingu Toni Kroos. Lokatölur á Kanaríeyjum 1-2 og Real Madríd komið upp fyrir Girona á topp deildarinnar. Þegar bæði lið hafa leikið 21 leik er Real með 54 stig en Girona með 52 stig. HIGHLIGHTS: #LasPalmasRealMadrid 1-2Late drama in Gran Canaria as Real Madrid win late on.#LALIGAEASPORTS | #LALIGAHighlights pic.twitter.com/LQFDQ9OIzv— LALIGA English (@LaLigaEN) January 27, 2024 Spænski boltinn Fótbolti
Real Madríd lyfti sér á topp La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, með 2-1 sigri á Las Palmas í Kanaríeyjum. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það heimamenn í Las Palmas sem komust yfir á 53. mínútu. Sú forysta entist í tólf mínútur en þá jafnaði hinn brasilíski Vinícius Junior eftir undirbúning Eduardo Camavinga. Aurélien Tchouaméni skoraði svo sigurmarkið á 84. mínútu eftir sendingu Toni Kroos. Lokatölur á Kanaríeyjum 1-2 og Real Madríd komið upp fyrir Girona á topp deildarinnar. Þegar bæði lið hafa leikið 21 leik er Real með 54 stig en Girona með 52 stig. HIGHLIGHTS: #LasPalmasRealMadrid 1-2Late drama in Gran Canaria as Real Madrid win late on.#LALIGAEASPORTS | #LALIGAHighlights pic.twitter.com/LQFDQ9OIzv— LALIGA English (@LaLigaEN) January 27, 2024
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti