Tvær vítaspyrnur í súginn hjá AC Milan og Juventus missteig sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 22:16 Oliver Giroud brenndi af vítaspyrnu. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Tvær vítaspyrnur fóru forgörðum hjá AC Milan þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Bologna á heimavelli Í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þá gerði Juventus aðeins jafntefli við Empoli en Juventus var manni færri lungann úr leiknum. Í Mílanó kom hinn eftirsótti Joshua Zirkzee gestunum í Bologna yfir eftir rétt tæpan hálftíma. Þjálfari Bologna, Thiago Motta, lét svo senda sig upp í stúku á 41. mínútu en hann var ósáttur með vítaspyrnu sem AC Milan fékk. Lætin í Motta voru nægileg til að Oliver Giroud brenndi af en Lukasz Skorupski varði frá franska framherjanum. Staðan var hins vegar jöfn í hálfleik eftir að Davide Calabria fann Ruben Loftus-Cheek inn á vítateig og Englendingurinn þrumaði boltanum í hornið niðri, staðan 1-1 í hálfleik. Þegar rétt rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka fékk AC Milan aðra vítaspyrnu. Að þessu sinni fór Theo Hernandez, samlandi Giroud, á punktinn en skot hans hafnaði í stönginni og staðan því enn 1-1. Aftur virtist Loftus-Cheek ætla að koma AC Milan til bjargar en hann stangaði fyrirgjöf Alessandro Florenzi í netið á 83. mínútu. Í uppbótartíma fengu gestirnir hins vegar vítaspyrnu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað atvik þar sem Victor Kristansen féll til jarðar. Riccardo Orsolini brást ekki bogalistin, jafnaði metin og tryggði Bologna stig en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 29' - Zirkzee puts Bologna ahead 42' - Giroud's penalty saved 45' - Loftus-Cheek makes it 1-1 75' - Hernandez misses his penalty 83' - Loftus-Cheek scores again, 2-1 90' - Orsolini makes it 2-2 from the spot What a game! #MilanBologna pic.twitter.com/5nD006XBbI— Lega Serie A (@SerieA_EN) January 27, 2024 Juventus tók á móti Empoli fyrr í kvöld og fékk framherjinn Arkadiusz Milik beint rautt spjald eftir stundarfjórðung fyrir slæma tæklingu. Staðan var markalaus í hálfleik en serbneski framherjinn Dušan Vlahović kom Juventus yfir snemma í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks nýttu gestirnir sér það að vera einum fleiri og jafnaði Tommaso Baldanzi metin, staðan orðin 1-1 og það reyndust lokatölur. Juventus er áfram á toppi deildarinnar en aðeins eru tvö stig í Inter sem á tvo leiki til góða. Juventus með 53 en Inter 51. AC Milan er svo í 3. sæti með 46 stig eftir að hafa leikið tveimur leikjum meira en Inter. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Sjá meira
Í Mílanó kom hinn eftirsótti Joshua Zirkzee gestunum í Bologna yfir eftir rétt tæpan hálftíma. Þjálfari Bologna, Thiago Motta, lét svo senda sig upp í stúku á 41. mínútu en hann var ósáttur með vítaspyrnu sem AC Milan fékk. Lætin í Motta voru nægileg til að Oliver Giroud brenndi af en Lukasz Skorupski varði frá franska framherjanum. Staðan var hins vegar jöfn í hálfleik eftir að Davide Calabria fann Ruben Loftus-Cheek inn á vítateig og Englendingurinn þrumaði boltanum í hornið niðri, staðan 1-1 í hálfleik. Þegar rétt rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka fékk AC Milan aðra vítaspyrnu. Að þessu sinni fór Theo Hernandez, samlandi Giroud, á punktinn en skot hans hafnaði í stönginni og staðan því enn 1-1. Aftur virtist Loftus-Cheek ætla að koma AC Milan til bjargar en hann stangaði fyrirgjöf Alessandro Florenzi í netið á 83. mínútu. Í uppbótartíma fengu gestirnir hins vegar vítaspyrnu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað atvik þar sem Victor Kristansen féll til jarðar. Riccardo Orsolini brást ekki bogalistin, jafnaði metin og tryggði Bologna stig en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 29' - Zirkzee puts Bologna ahead 42' - Giroud's penalty saved 45' - Loftus-Cheek makes it 1-1 75' - Hernandez misses his penalty 83' - Loftus-Cheek scores again, 2-1 90' - Orsolini makes it 2-2 from the spot What a game! #MilanBologna pic.twitter.com/5nD006XBbI— Lega Serie A (@SerieA_EN) January 27, 2024 Juventus tók á móti Empoli fyrr í kvöld og fékk framherjinn Arkadiusz Milik beint rautt spjald eftir stundarfjórðung fyrir slæma tæklingu. Staðan var markalaus í hálfleik en serbneski framherjinn Dušan Vlahović kom Juventus yfir snemma í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks nýttu gestirnir sér það að vera einum fleiri og jafnaði Tommaso Baldanzi metin, staðan orðin 1-1 og það reyndust lokatölur. Juventus er áfram á toppi deildarinnar en aðeins eru tvö stig í Inter sem á tvo leiki til góða. Juventus með 53 en Inter 51. AC Milan er svo í 3. sæti með 46 stig eftir að hafa leikið tveimur leikjum meira en Inter.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Sjá meira