Málverkið hangir bak við skothelt gler á safninu og var því ekki meint af.
Á myndskeiði sjást tvær konur skvetta súpunni, önnur þeirra í stuttermabol sem á stendur „matarviðbrögð“.
Konurnar virðast hafa verið að mótmæla franska landbúnaðarkerfinu en á myndskeiði standa þær fyrir framan málverkið og segja meðal annars: „Landbúnaðarkerfið okkar er sjúkt“ og „Hvort er mikilvægara? List eða rétturinn til hollra og sjálfbærra matvæla?“
Bændur hafa fjölmennt í höfuðborginni París undanfarna daga og mótmælt háum eldsneytiskostnaði og bágum kjörum bænda.
Myndskeiðið af atvikinu má sjá hér að neðan.
BREAKING: Morons throw soup over the Mona Lisa. pic.twitter.com/JrgLj6zc4T
— Piers Morgan (@piersmorgan) January 28, 2024