Veljum að skapa Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2024 13:00 Lífið er að mörgu leyti stangarstökk. Við erum sífellt að æfa okkur að gera betur – eiga góða taktfasta, en sporlétta atrennu, ná skriðþunga sem lyftir okkur upp og yfir ránna sem sífellt virðist hækka óumbeðið. Sumar atrennur ná aldrei takti og stöngin kemst hreinlega ekki í blökkina. Glatað tækifæri. Hvað gerum við þá? Við erum sem blaktandi hæglætisfáni, bundin styrkum kjarnyrtum stofni, bylgjumst í mjúkum andvara – alveg sama hvernig viðrar. Því við veljum að rísa upp og rísa yfir. Við veljum að opna hjörtu okkar í óttaleysi, minnug þess hvað forforeldrar okkar þurftu að leggja á sig til að koma okkur hingað. Við erum framúrskarandi hæf til að skapa stóran hluta okkar tilveru – með því að velja. Val er vald. Viðhorf er ennfremur val. Þar sem orð eru til alls fyrst er ágætt að nýta tungumálið okkar, okkur til framdráttar og til að tala fallega í hvers annars garð og ekki síst til okkar sjálfra. Mildi og styrkur eiga vel við. Orðin eiga þó ávallt uppruna sinn að rekja til hugsunar. Hugsum, tölum og hegðum okkur í Kærleika. Kærleikurinn lifir allt. Kærleikurinn er mestur, er óháður trúarbrögðum en finnst í þeim öllum, flæðir sem stórfljót á hálendi og finnur sér alls staðar og endalaust nýja farvegi rísi hindranir upp. Hið stórkostlega kraftaverk er að undan óttaleysi og kærleika rennur sköpunargleði sem heitur bullandi hver á hálendinu. Framtíðin er björt og það er okkar að velja í vitund okkar sjálfsköpuðu örlög. Með valkvæða samstöðu samfélagi okkar til skjaldborgar um áunnin mannréttindi – lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði – er okkur ekkert að vanbúnaði að hlaupa síendurtekið atrennur með upprétta stöng, telja í okkur kjark „þú getur þetta, þú getur þetta, þú getur þetta“, hlaupa í takti við orðin og hjartað, stíga stórt lokaskref og lyfta okkur upp og yfir síhækkandi ránna með tækni, krafti og einbeittum sigurvilja. Við gerum okkar besta – og aðeins betur – en það er það sem þarf. Höfundur er forsetaframbjóðandi, fjárfestir og fyrrum formaður FKA. Viðbót – greinin er samin með innblæstri frá afrekum Völu Flosadóttur. Árið 2000 náði Vala 3. sæti á Ólympíuleikunum í Sydney með stökki upp á 4,5 metra. Með stökkinu setti hún jafnframt Íslands- og Norðurlandamet. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Vala var kjörin Íþróttamaður ársins árið 2000. Afreksferill Völu er glæsilegur, en Vala hætti keppni árið 2004. Þakklæti fyrir framúrskarandi árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Lífið er að mörgu leyti stangarstökk. Við erum sífellt að æfa okkur að gera betur – eiga góða taktfasta, en sporlétta atrennu, ná skriðþunga sem lyftir okkur upp og yfir ránna sem sífellt virðist hækka óumbeðið. Sumar atrennur ná aldrei takti og stöngin kemst hreinlega ekki í blökkina. Glatað tækifæri. Hvað gerum við þá? Við erum sem blaktandi hæglætisfáni, bundin styrkum kjarnyrtum stofni, bylgjumst í mjúkum andvara – alveg sama hvernig viðrar. Því við veljum að rísa upp og rísa yfir. Við veljum að opna hjörtu okkar í óttaleysi, minnug þess hvað forforeldrar okkar þurftu að leggja á sig til að koma okkur hingað. Við erum framúrskarandi hæf til að skapa stóran hluta okkar tilveru – með því að velja. Val er vald. Viðhorf er ennfremur val. Þar sem orð eru til alls fyrst er ágætt að nýta tungumálið okkar, okkur til framdráttar og til að tala fallega í hvers annars garð og ekki síst til okkar sjálfra. Mildi og styrkur eiga vel við. Orðin eiga þó ávallt uppruna sinn að rekja til hugsunar. Hugsum, tölum og hegðum okkur í Kærleika. Kærleikurinn lifir allt. Kærleikurinn er mestur, er óháður trúarbrögðum en finnst í þeim öllum, flæðir sem stórfljót á hálendi og finnur sér alls staðar og endalaust nýja farvegi rísi hindranir upp. Hið stórkostlega kraftaverk er að undan óttaleysi og kærleika rennur sköpunargleði sem heitur bullandi hver á hálendinu. Framtíðin er björt og það er okkar að velja í vitund okkar sjálfsköpuðu örlög. Með valkvæða samstöðu samfélagi okkar til skjaldborgar um áunnin mannréttindi – lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði – er okkur ekkert að vanbúnaði að hlaupa síendurtekið atrennur með upprétta stöng, telja í okkur kjark „þú getur þetta, þú getur þetta, þú getur þetta“, hlaupa í takti við orðin og hjartað, stíga stórt lokaskref og lyfta okkur upp og yfir síhækkandi ránna með tækni, krafti og einbeittum sigurvilja. Við gerum okkar besta – og aðeins betur – en það er það sem þarf. Höfundur er forsetaframbjóðandi, fjárfestir og fyrrum formaður FKA. Viðbót – greinin er samin með innblæstri frá afrekum Völu Flosadóttur. Árið 2000 náði Vala 3. sæti á Ólympíuleikunum í Sydney með stökki upp á 4,5 metra. Með stökkinu setti hún jafnframt Íslands- og Norðurlandamet. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Vala var kjörin Íþróttamaður ársins árið 2000. Afreksferill Völu er glæsilegur, en Vala hætti keppni árið 2004. Þakklæti fyrir framúrskarandi árangur.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar