Sammála um að umræðan hafi harðnað Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 16:00 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Pírata ræddu hælisleitendamálin í Sprengisandi. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, eru sammála um að umræðan um innflytjendamál hafi harðnað undanfarið. Þær ræddu um málaflokkinn í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Arndís hélt því fram að í síðustu viku hefði umræðan um málaflokkinn harðnað til muna og minntist sérstaklega á rúmlega vikugamla færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra um tjaldbúðir á Austurvelli, sem hafa síðan verið fjarlægðar að beiðni borgaryfirvalda. „Ég held að vandræðin sem þau sem hafa verið að verja Bjarna í þessari umræðu eru þau að fólk úti í bæ upplifir Bjarna Benediktsson ekki sem fljótfærna einfeldninginn sem hann er málaður upp sem í þessu máli. Eins og hann hafi bara verið að tala um hvort það eigi að vera tjöld á Austurvelli, en ekki gert sér grein fyrir því að tala um flóttafólk og lögreglu og glæpastarfsemi í sömu setningu myndi vekja upp viðbrögð,“ segir Arndís. Mikil andúð í kjölfar færslunnar Arndís tekur fram að sér þyki eðlilegt að fólk velti fyrir sér eðli tjaldbúðanna sem voru á Austurvelli og hvort þau ættu að vera leyfileg. Henni hafi hins vegar þótt Bjarni fara í aðra átt með færslu sinni. Og segir að í kjölfar hennar hafi ummæli í athugasemdakerfum sem sýna fram á mikla andúð í garð útlendinga verið áberandi. „Ef þetta var ekki ætlunin þá auðvitað væntum við þess að Bjarni stígi mjög ákveðið til jarðar og vindi ofan af þessu sem hann hefur komið af stað.“ Bryndís segir að í langan tíma hafi umræðan um málaflokkinn verið viðkvæm og fólk ekki leyft sér að tjá sig um hann. „Það er rosalega fín lína hvernig við ræðum um þennan málaflokk. Ég vil ekki blanda saman umræðunni um fólk á flótta og skipulagðri glæpastarfsemi. Og ég held að það hafi ekkert verið meining Bjarna. Hann var að telja upp verkefnin sem við þurfum að fara í.“ Glæpaklíkur ekki tengdar uppruna á Íslandi Bryndís minntist á stöðuna í nágrannalöndum Íslands og segir að þar hafi glæpaklíkur verið tengdar ákveðnum löndum eða uppruna fólks. Það hafi hins vegar ekki sést á Íslandi. „Það eru Íslendingar og þeir eru að vinna með glæpamönnum alls staðar að úr heiminum. Það er ekki hægt að tengja þessa málaflokka saman, nema að þetta eru brýn verkefni sem þarf að takast á við. Ég las það úr status af Bjarna Benediktssonar,“ segir Bryndís. „En svo eru margir sem leggja áherslu á það að gagnrýna og snúa svolítið út úr þegar Bjarni stígur fram og segir eitthvað, og ég held að það gerist þarna.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Arndís hélt því fram að í síðustu viku hefði umræðan um málaflokkinn harðnað til muna og minntist sérstaklega á rúmlega vikugamla færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra um tjaldbúðir á Austurvelli, sem hafa síðan verið fjarlægðar að beiðni borgaryfirvalda. „Ég held að vandræðin sem þau sem hafa verið að verja Bjarna í þessari umræðu eru þau að fólk úti í bæ upplifir Bjarna Benediktsson ekki sem fljótfærna einfeldninginn sem hann er málaður upp sem í þessu máli. Eins og hann hafi bara verið að tala um hvort það eigi að vera tjöld á Austurvelli, en ekki gert sér grein fyrir því að tala um flóttafólk og lögreglu og glæpastarfsemi í sömu setningu myndi vekja upp viðbrögð,“ segir Arndís. Mikil andúð í kjölfar færslunnar Arndís tekur fram að sér þyki eðlilegt að fólk velti fyrir sér eðli tjaldbúðanna sem voru á Austurvelli og hvort þau ættu að vera leyfileg. Henni hafi hins vegar þótt Bjarni fara í aðra átt með færslu sinni. Og segir að í kjölfar hennar hafi ummæli í athugasemdakerfum sem sýna fram á mikla andúð í garð útlendinga verið áberandi. „Ef þetta var ekki ætlunin þá auðvitað væntum við þess að Bjarni stígi mjög ákveðið til jarðar og vindi ofan af þessu sem hann hefur komið af stað.“ Bryndís segir að í langan tíma hafi umræðan um málaflokkinn verið viðkvæm og fólk ekki leyft sér að tjá sig um hann. „Það er rosalega fín lína hvernig við ræðum um þennan málaflokk. Ég vil ekki blanda saman umræðunni um fólk á flótta og skipulagðri glæpastarfsemi. Og ég held að það hafi ekkert verið meining Bjarna. Hann var að telja upp verkefnin sem við þurfum að fara í.“ Glæpaklíkur ekki tengdar uppruna á Íslandi Bryndís minntist á stöðuna í nágrannalöndum Íslands og segir að þar hafi glæpaklíkur verið tengdar ákveðnum löndum eða uppruna fólks. Það hafi hins vegar ekki sést á Íslandi. „Það eru Íslendingar og þeir eru að vinna með glæpamönnum alls staðar að úr heiminum. Það er ekki hægt að tengja þessa málaflokka saman, nema að þetta eru brýn verkefni sem þarf að takast á við. Ég las það úr status af Bjarna Benediktssonar,“ segir Bryndís. „En svo eru margir sem leggja áherslu á það að gagnrýna og snúa svolítið út úr þegar Bjarni stígur fram og segir eitthvað, og ég held að það gerist þarna.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira