Vinnan göfgar manninn Tómas A. Tómasson skrifar 29. janúar 2024 10:30 Við Íslendingar höfum lengi upplifa skort á vinnuafli á hjúkrunarheimilum, í leikskólum og í þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig hefur verið skortur á vinnuafli í mörgum greinum efnahagslífsins svo sem í ferðaþjónustunni, veitingageiranum og byggingariðnaðinum. Í þessu ástandi er eðlilegt að fólk spyrji, hvað er hægt að gera? Fyrsta skrefið er að afnema reglur sem refsa fólki fyrir atvinnuþátttöku. Ein helsta hindrunin í vegi námsmanna eru reglur Menntasjóðs um skerðingar á framfærslulánum vegna tekna námsmanna. Hafi námsmaður tekjur umfram frítekjumörk skerðist framfærsla frá Menntasjóði verulega. Þetta er sérlega íþyngjandi í ljósi þess að framfærsla Menntasjóðs er svo lág að hún dugar ekki ein og sér til að greiða fyrir fæði, klæði og húsnæði. Ég hef þrisvar sinum lagt fram frumvarp um afnám þessara skerðinga. Í hvert sinn hefur málið verið „svæft í nefnd“. Það er að segja þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hleypa málinu ekki úr nefnd og til atkvæðagreiðslu. Skerðingar vegna atvinnutekna námsmanna eru ákveðnar í reglugerð. Ráðherra málaflokksins, Áslaug Arna, gæti afnumið þessar skerðingar með því að breyta reglugerðinni. Það mætti gera svo gott sem með einu pennastriki! Því miður virðist ráðherrann ekki hafa áhuga á slíkri breytingu. Það kemur mér sífellt á óvart að sitjandi ríkisstjórn skuli vera mótfallin þessari breytingu. Varla er það svo að atvinnuþátttaka námsmanna sé samfélaginu skaðleg. Þvert á móti skapa þeir verðmæti með vinnu sinni. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum lengi upplifa skort á vinnuafli á hjúkrunarheimilum, í leikskólum og í þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig hefur verið skortur á vinnuafli í mörgum greinum efnahagslífsins svo sem í ferðaþjónustunni, veitingageiranum og byggingariðnaðinum. Í þessu ástandi er eðlilegt að fólk spyrji, hvað er hægt að gera? Fyrsta skrefið er að afnema reglur sem refsa fólki fyrir atvinnuþátttöku. Ein helsta hindrunin í vegi námsmanna eru reglur Menntasjóðs um skerðingar á framfærslulánum vegna tekna námsmanna. Hafi námsmaður tekjur umfram frítekjumörk skerðist framfærsla frá Menntasjóði verulega. Þetta er sérlega íþyngjandi í ljósi þess að framfærsla Menntasjóðs er svo lág að hún dugar ekki ein og sér til að greiða fyrir fæði, klæði og húsnæði. Ég hef þrisvar sinum lagt fram frumvarp um afnám þessara skerðinga. Í hvert sinn hefur málið verið „svæft í nefnd“. Það er að segja þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hleypa málinu ekki úr nefnd og til atkvæðagreiðslu. Skerðingar vegna atvinnutekna námsmanna eru ákveðnar í reglugerð. Ráðherra málaflokksins, Áslaug Arna, gæti afnumið þessar skerðingar með því að breyta reglugerðinni. Það mætti gera svo gott sem með einu pennastriki! Því miður virðist ráðherrann ekki hafa áhuga á slíkri breytingu. Það kemur mér sífellt á óvart að sitjandi ríkisstjórn skuli vera mótfallin þessari breytingu. Varla er það svo að atvinnuþátttaka námsmanna sé samfélaginu skaðleg. Þvert á móti skapa þeir verðmæti með vinnu sinni. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun