Saga um sebrahest Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 29. janúar 2024 11:30 Það var einu sinni folald. Það þótti hegða sér undarlega og var strítt af öðrum folöldum fyrir það og spurt m.a. hvort það sé kannski „sebrahestur“. Á þessum tíma var orðið sebrahestur aðeins notað yfir þá hesta sem þurftu sérstakan stuðning, með námsörðugleika og takmarkaða stjórn á hegðun sinni. Þeir þóttu heldur illa gefnir. Folaldið varð sárt og móðgað yfir því að vera kallað þetta og síðan virkilega hrætt þegar hin folöldin fóru að skilja sig útundan og hugsaði þá með sér: „Ónei! Ég mun aldrei geta eignast vini og eðlilegt gott líf á meðan aðrir halda að sé kannski fatlaður líkt og sebrahestur! Það má enginn halda að ég sé það! Ég ætla sko að sýna öllum að ég sé það sko sannarlega ekki!“ Þetta varð að mikilli þráhyggju og lagði folaldið sig fram eins og það mögulega gat til að vera eins og hin folöldin. Án þess að gera sér grein fyrir var það farið að setja upp ,,grímu” til að virðast venjulegt folald. Það virkaði! Nú fór stríðnin að minnka og folaldið fékk sjaldnar athugasemdir um að það sé skrýtið. Þessi gríma óx með folaldinu upp í fullorðinn hest og var ÞUNG. Það krafðist mikils sjálfsaga og orku að halda þessari grímu þegar átt voru samskipti við aðra hesta. Hesturinn hrósaði sjálfum sér óspart og varð virkilega ánægður þegar honum tókst loks að eiga „venjuleg“ samskipti eða samræður við hesta sem hann taldi venjulega. Hann varð alveg sérstaklega spenntur þegar honum tókst að mynda vinatengsl við slíka hesta. Síðan komu stóru áföllin. Dæmi um stórt áfall var þegar hestur sem hann leit á sem afar dýrmætan vin lokaði skyndilega á öll samskipti við sig án nokkurra skýringa eða gaf mjög óvænta eða sjokkerandi skýringu á vinslitunum. Skýringu sem leiddi til óbærilegrar innri skammar hjá okkar hesti fyrir að hafa ekki áttað sig á hlutunum. Það var engin leið fyrir hestinn að afsaka suma hluti því að hann átti jú að teljast „venjulegur hestur“. „Hvað er eiginlega að mér? Af hverju get ég ekki bara verið venjulegur hestur, sama hvað ég reyni? Það er einhvernveginn aldrei nóg.” hugsaði hann mjög reglulega og skammaðist sín gífurlega fyrir það sem leyndist undir grímunni. Hann hugsaði líka oft um sjálfsvíg: „Til hvers að reyna áfram? Lífið er ekki þess virði. Ég er búinn með alla mína orku í að reyna að vera venjulegur hestur. Ég get ekki meira!“ Hér ætla ég að enda þessa ágætu sögu og spyrja: Hvað í ósköpunum var að hrjá þennan hest? Fyrirbærið kallast „innri fötlunarfordómar“ (e. internal ableism) og er að öllum líkindum einn stærsti áhættuþáttur óvæntra sjálfsvíga. Það er auðvitað erfitt að staðfesta það því að ómögulegt er að ræða við einstakling sem hefur fallið þannig frá, til að fá úr því skorið hvort hann var haldinn slíkum fordómum. Ef skilningur á sebrahestum hefði verið meiri í hestasamfélaginu, þeir viðurkenndir sem virkir þátttakendur með mörgum flottum fyrirmyndum hefðu hlutirnir ekki farið á þennan veg. Hesturinn okkar væri þá „heilbrigður sebrahestur“, en ekki „misheppnaður hestur“ að íhuga sjálfsvíg. Orðið ,,fötlun” virðist því miður hlaðið fordómum í hugum margra og það vill auðvitað ENGINN vera fatlaður. Það vill heldur ENGINN að einhver sem þeim þykir vænt um og vilja að vegni vel í lífinu sé fatlaður. Þess vegna er til fullt af fólki með „ósýnilega“ fötlun eins og hesturinn okkar sem setti upp grímu útaf sínum innri fötlunarfordómum. Mikilvægi fræðslu um fatlanir og aðgerðir til að koma til móts við þarfir þeirra verður mjög seint ofmetin. Hún bjargar lífum! Mér finnst hún hafa bjargað mínu. Höfundur er sebrahestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var einu sinni folald. Það þótti hegða sér undarlega og var strítt af öðrum folöldum fyrir það og spurt m.a. hvort það sé kannski „sebrahestur“. Á þessum tíma var orðið sebrahestur aðeins notað yfir þá hesta sem þurftu sérstakan stuðning, með námsörðugleika og takmarkaða stjórn á hegðun sinni. Þeir þóttu heldur illa gefnir. Folaldið varð sárt og móðgað yfir því að vera kallað þetta og síðan virkilega hrætt þegar hin folöldin fóru að skilja sig útundan og hugsaði þá með sér: „Ónei! Ég mun aldrei geta eignast vini og eðlilegt gott líf á meðan aðrir halda að sé kannski fatlaður líkt og sebrahestur! Það má enginn halda að ég sé það! Ég ætla sko að sýna öllum að ég sé það sko sannarlega ekki!“ Þetta varð að mikilli þráhyggju og lagði folaldið sig fram eins og það mögulega gat til að vera eins og hin folöldin. Án þess að gera sér grein fyrir var það farið að setja upp ,,grímu” til að virðast venjulegt folald. Það virkaði! Nú fór stríðnin að minnka og folaldið fékk sjaldnar athugasemdir um að það sé skrýtið. Þessi gríma óx með folaldinu upp í fullorðinn hest og var ÞUNG. Það krafðist mikils sjálfsaga og orku að halda þessari grímu þegar átt voru samskipti við aðra hesta. Hesturinn hrósaði sjálfum sér óspart og varð virkilega ánægður þegar honum tókst loks að eiga „venjuleg“ samskipti eða samræður við hesta sem hann taldi venjulega. Hann varð alveg sérstaklega spenntur þegar honum tókst að mynda vinatengsl við slíka hesta. Síðan komu stóru áföllin. Dæmi um stórt áfall var þegar hestur sem hann leit á sem afar dýrmætan vin lokaði skyndilega á öll samskipti við sig án nokkurra skýringa eða gaf mjög óvænta eða sjokkerandi skýringu á vinslitunum. Skýringu sem leiddi til óbærilegrar innri skammar hjá okkar hesti fyrir að hafa ekki áttað sig á hlutunum. Það var engin leið fyrir hestinn að afsaka suma hluti því að hann átti jú að teljast „venjulegur hestur“. „Hvað er eiginlega að mér? Af hverju get ég ekki bara verið venjulegur hestur, sama hvað ég reyni? Það er einhvernveginn aldrei nóg.” hugsaði hann mjög reglulega og skammaðist sín gífurlega fyrir það sem leyndist undir grímunni. Hann hugsaði líka oft um sjálfsvíg: „Til hvers að reyna áfram? Lífið er ekki þess virði. Ég er búinn með alla mína orku í að reyna að vera venjulegur hestur. Ég get ekki meira!“ Hér ætla ég að enda þessa ágætu sögu og spyrja: Hvað í ósköpunum var að hrjá þennan hest? Fyrirbærið kallast „innri fötlunarfordómar“ (e. internal ableism) og er að öllum líkindum einn stærsti áhættuþáttur óvæntra sjálfsvíga. Það er auðvitað erfitt að staðfesta það því að ómögulegt er að ræða við einstakling sem hefur fallið þannig frá, til að fá úr því skorið hvort hann var haldinn slíkum fordómum. Ef skilningur á sebrahestum hefði verið meiri í hestasamfélaginu, þeir viðurkenndir sem virkir þátttakendur með mörgum flottum fyrirmyndum hefðu hlutirnir ekki farið á þennan veg. Hesturinn okkar væri þá „heilbrigður sebrahestur“, en ekki „misheppnaður hestur“ að íhuga sjálfsvíg. Orðið ,,fötlun” virðist því miður hlaðið fordómum í hugum margra og það vill auðvitað ENGINN vera fatlaður. Það vill heldur ENGINN að einhver sem þeim þykir vænt um og vilja að vegni vel í lífinu sé fatlaður. Þess vegna er til fullt af fólki með „ósýnilega“ fötlun eins og hesturinn okkar sem setti upp grímu útaf sínum innri fötlunarfordómum. Mikilvægi fræðslu um fatlanir og aðgerðir til að koma til móts við þarfir þeirra verður mjög seint ofmetin. Hún bjargar lífum! Mér finnst hún hafa bjargað mínu. Höfundur er sebrahestur.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun