Saga um sebrahest Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 29. janúar 2024 11:30 Það var einu sinni folald. Það þótti hegða sér undarlega og var strítt af öðrum folöldum fyrir það og spurt m.a. hvort það sé kannski „sebrahestur“. Á þessum tíma var orðið sebrahestur aðeins notað yfir þá hesta sem þurftu sérstakan stuðning, með námsörðugleika og takmarkaða stjórn á hegðun sinni. Þeir þóttu heldur illa gefnir. Folaldið varð sárt og móðgað yfir því að vera kallað þetta og síðan virkilega hrætt þegar hin folöldin fóru að skilja sig útundan og hugsaði þá með sér: „Ónei! Ég mun aldrei geta eignast vini og eðlilegt gott líf á meðan aðrir halda að sé kannski fatlaður líkt og sebrahestur! Það má enginn halda að ég sé það! Ég ætla sko að sýna öllum að ég sé það sko sannarlega ekki!“ Þetta varð að mikilli þráhyggju og lagði folaldið sig fram eins og það mögulega gat til að vera eins og hin folöldin. Án þess að gera sér grein fyrir var það farið að setja upp ,,grímu” til að virðast venjulegt folald. Það virkaði! Nú fór stríðnin að minnka og folaldið fékk sjaldnar athugasemdir um að það sé skrýtið. Þessi gríma óx með folaldinu upp í fullorðinn hest og var ÞUNG. Það krafðist mikils sjálfsaga og orku að halda þessari grímu þegar átt voru samskipti við aðra hesta. Hesturinn hrósaði sjálfum sér óspart og varð virkilega ánægður þegar honum tókst loks að eiga „venjuleg“ samskipti eða samræður við hesta sem hann taldi venjulega. Hann varð alveg sérstaklega spenntur þegar honum tókst að mynda vinatengsl við slíka hesta. Síðan komu stóru áföllin. Dæmi um stórt áfall var þegar hestur sem hann leit á sem afar dýrmætan vin lokaði skyndilega á öll samskipti við sig án nokkurra skýringa eða gaf mjög óvænta eða sjokkerandi skýringu á vinslitunum. Skýringu sem leiddi til óbærilegrar innri skammar hjá okkar hesti fyrir að hafa ekki áttað sig á hlutunum. Það var engin leið fyrir hestinn að afsaka suma hluti því að hann átti jú að teljast „venjulegur hestur“. „Hvað er eiginlega að mér? Af hverju get ég ekki bara verið venjulegur hestur, sama hvað ég reyni? Það er einhvernveginn aldrei nóg.” hugsaði hann mjög reglulega og skammaðist sín gífurlega fyrir það sem leyndist undir grímunni. Hann hugsaði líka oft um sjálfsvíg: „Til hvers að reyna áfram? Lífið er ekki þess virði. Ég er búinn með alla mína orku í að reyna að vera venjulegur hestur. Ég get ekki meira!“ Hér ætla ég að enda þessa ágætu sögu og spyrja: Hvað í ósköpunum var að hrjá þennan hest? Fyrirbærið kallast „innri fötlunarfordómar“ (e. internal ableism) og er að öllum líkindum einn stærsti áhættuþáttur óvæntra sjálfsvíga. Það er auðvitað erfitt að staðfesta það því að ómögulegt er að ræða við einstakling sem hefur fallið þannig frá, til að fá úr því skorið hvort hann var haldinn slíkum fordómum. Ef skilningur á sebrahestum hefði verið meiri í hestasamfélaginu, þeir viðurkenndir sem virkir þátttakendur með mörgum flottum fyrirmyndum hefðu hlutirnir ekki farið á þennan veg. Hesturinn okkar væri þá „heilbrigður sebrahestur“, en ekki „misheppnaður hestur“ að íhuga sjálfsvíg. Orðið ,,fötlun” virðist því miður hlaðið fordómum í hugum margra og það vill auðvitað ENGINN vera fatlaður. Það vill heldur ENGINN að einhver sem þeim þykir vænt um og vilja að vegni vel í lífinu sé fatlaður. Þess vegna er til fullt af fólki með „ósýnilega“ fötlun eins og hesturinn okkar sem setti upp grímu útaf sínum innri fötlunarfordómum. Mikilvægi fræðslu um fatlanir og aðgerðir til að koma til móts við þarfir þeirra verður mjög seint ofmetin. Hún bjargar lífum! Mér finnst hún hafa bjargað mínu. Höfundur er sebrahestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það var einu sinni folald. Það þótti hegða sér undarlega og var strítt af öðrum folöldum fyrir það og spurt m.a. hvort það sé kannski „sebrahestur“. Á þessum tíma var orðið sebrahestur aðeins notað yfir þá hesta sem þurftu sérstakan stuðning, með námsörðugleika og takmarkaða stjórn á hegðun sinni. Þeir þóttu heldur illa gefnir. Folaldið varð sárt og móðgað yfir því að vera kallað þetta og síðan virkilega hrætt þegar hin folöldin fóru að skilja sig útundan og hugsaði þá með sér: „Ónei! Ég mun aldrei geta eignast vini og eðlilegt gott líf á meðan aðrir halda að sé kannski fatlaður líkt og sebrahestur! Það má enginn halda að ég sé það! Ég ætla sko að sýna öllum að ég sé það sko sannarlega ekki!“ Þetta varð að mikilli þráhyggju og lagði folaldið sig fram eins og það mögulega gat til að vera eins og hin folöldin. Án þess að gera sér grein fyrir var það farið að setja upp ,,grímu” til að virðast venjulegt folald. Það virkaði! Nú fór stríðnin að minnka og folaldið fékk sjaldnar athugasemdir um að það sé skrýtið. Þessi gríma óx með folaldinu upp í fullorðinn hest og var ÞUNG. Það krafðist mikils sjálfsaga og orku að halda þessari grímu þegar átt voru samskipti við aðra hesta. Hesturinn hrósaði sjálfum sér óspart og varð virkilega ánægður þegar honum tókst loks að eiga „venjuleg“ samskipti eða samræður við hesta sem hann taldi venjulega. Hann varð alveg sérstaklega spenntur þegar honum tókst að mynda vinatengsl við slíka hesta. Síðan komu stóru áföllin. Dæmi um stórt áfall var þegar hestur sem hann leit á sem afar dýrmætan vin lokaði skyndilega á öll samskipti við sig án nokkurra skýringa eða gaf mjög óvænta eða sjokkerandi skýringu á vinslitunum. Skýringu sem leiddi til óbærilegrar innri skammar hjá okkar hesti fyrir að hafa ekki áttað sig á hlutunum. Það var engin leið fyrir hestinn að afsaka suma hluti því að hann átti jú að teljast „venjulegur hestur“. „Hvað er eiginlega að mér? Af hverju get ég ekki bara verið venjulegur hestur, sama hvað ég reyni? Það er einhvernveginn aldrei nóg.” hugsaði hann mjög reglulega og skammaðist sín gífurlega fyrir það sem leyndist undir grímunni. Hann hugsaði líka oft um sjálfsvíg: „Til hvers að reyna áfram? Lífið er ekki þess virði. Ég er búinn með alla mína orku í að reyna að vera venjulegur hestur. Ég get ekki meira!“ Hér ætla ég að enda þessa ágætu sögu og spyrja: Hvað í ósköpunum var að hrjá þennan hest? Fyrirbærið kallast „innri fötlunarfordómar“ (e. internal ableism) og er að öllum líkindum einn stærsti áhættuþáttur óvæntra sjálfsvíga. Það er auðvitað erfitt að staðfesta það því að ómögulegt er að ræða við einstakling sem hefur fallið þannig frá, til að fá úr því skorið hvort hann var haldinn slíkum fordómum. Ef skilningur á sebrahestum hefði verið meiri í hestasamfélaginu, þeir viðurkenndir sem virkir þátttakendur með mörgum flottum fyrirmyndum hefðu hlutirnir ekki farið á þennan veg. Hesturinn okkar væri þá „heilbrigður sebrahestur“, en ekki „misheppnaður hestur“ að íhuga sjálfsvíg. Orðið ,,fötlun” virðist því miður hlaðið fordómum í hugum margra og það vill auðvitað ENGINN vera fatlaður. Það vill heldur ENGINN að einhver sem þeim þykir vænt um og vilja að vegni vel í lífinu sé fatlaður. Þess vegna er til fullt af fólki með „ósýnilega“ fötlun eins og hesturinn okkar sem setti upp grímu útaf sínum innri fötlunarfordómum. Mikilvægi fræðslu um fatlanir og aðgerðir til að koma til móts við þarfir þeirra verður mjög seint ofmetin. Hún bjargar lífum! Mér finnst hún hafa bjargað mínu. Höfundur er sebrahestur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun