Gert er ráð fyrir að fundurinn verði á morgun klukkan tvö, samkvæmt mbl.is. Kjarasamingaviðræðunum var vísað til Ríkissáttasemjara í síðustu viku og enn hefur ekki verið fundað formlega í Karphúsinu.
Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna úr gildi um mánaðarmótin næstkomandi og þá er friðarskyldan úr gildi einnig.