Bjarni býður sig fram til biskups Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2024 08:08 Bjarni Karlsson sálgætir og ráðgjafi. Arnar Halldórsson Bjarni Karlsson prestur hefur ákveðið að bjóða sig fram til biskups. Það tilkynnti hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef áhuga á því,“ sagði Bjarni þegar hann var beðinn að bregðast við því að nafn hans hefði komið upp í tengslum við biskupskjör á árinu. „Nú er ferli í gangi þar sem djáknar og prestar eru að ræða sín og milli og fá það lýðræðislega hlutverk og ábyrgð að tefla fram einhverjum þremur úr sínum hópi til að fara í biskupskjör,“ sagði Bjarni og að það hefði aldrei verið gert áður í biskupskjöri á Íslandi. Hann sagði að þann 6. febrúar verði ljóst hvaða prestum verði teflt fram. Eftir það fá þau mánuð til að fara á milli og kynna sig og svo verður valið á milli þeirra þriggja. Og þú sækist eftir þessu? „Ég geri það,“ sagði Bjarni. Spurður af hverju hann vill verða biskup sagði Bjarni að hann hefði notið þess að vera prestur og að þjóna fólki síðustu 33 ár. Kirkjan sé stórkostlegur vettvangur þar sem er verið ávarpa tilgang lífsins. „Þetta er stærsti lýðræðisvettvangur sem við eigum sem samfélag, ef við raunverulega viljum nota hann,“ sagði Bjarni. Starfaði í Vestmannaeyjum og Laugardal Bjarni var um skeið prestur í Laugarneskirkju og í Vestmannaeyjum. Hann gaf einnig nýlega út bókina Bati frá tilgangsleysi sem hann ræddi einnig í Bítinu. Bjarni Karlson og Jóna Hrönn Bolladóttir. Á heimasíðu einkastofu Bjarna Haf kemur fram að hann hafi lokið embættisprófi í guðfræði ári 1990 hafi þá verið vígður til starfa í Laugarneskirkju. Eftir það var hann kjörinn sóknarprestur í Vestmannaeyjum og starfaði þar í sjö ár, ásamt konu sinni Jónu Hrönn Bolladóttur presti. Að því loknu fór hann aftur til starfa fyrir Laugarneskirkju þar sem hann starfaði í sextán ár. Bjarni hefur sinnt hjónabandsráðgjöf og sálgæslu og sinnt því á einkastofu sinni Haf síðustu ár. Stofuna rekur hann með Andra Bjarnasyni sálfræðingi. Nýr biskup tekur við næsta haust Boðað hefur verið til kosninga um nýjan biskup Íslands á kirkjuþingi í mars, en Agnes M. Sigurðardóttir, núverandi biskup, mun láta af störfum í kjölfarið. Nýr biskup verður svo vígður inn í embætti þann 1. september næstkomandi. Nú þegar hafa Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson gefið kost á sér í embætti biskups. Prestar og djáknar geta tilnefnt þann prest sem þeir telja hæfan í embættið. Þrjú efstu sem fá flestar tilnefningar fara áfram í biskupskosningar. Fréttin hefur verið uppfærð. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Bítið Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Ég hef áhuga á því,“ sagði Bjarni þegar hann var beðinn að bregðast við því að nafn hans hefði komið upp í tengslum við biskupskjör á árinu. „Nú er ferli í gangi þar sem djáknar og prestar eru að ræða sín og milli og fá það lýðræðislega hlutverk og ábyrgð að tefla fram einhverjum þremur úr sínum hópi til að fara í biskupskjör,“ sagði Bjarni og að það hefði aldrei verið gert áður í biskupskjöri á Íslandi. Hann sagði að þann 6. febrúar verði ljóst hvaða prestum verði teflt fram. Eftir það fá þau mánuð til að fara á milli og kynna sig og svo verður valið á milli þeirra þriggja. Og þú sækist eftir þessu? „Ég geri það,“ sagði Bjarni. Spurður af hverju hann vill verða biskup sagði Bjarni að hann hefði notið þess að vera prestur og að þjóna fólki síðustu 33 ár. Kirkjan sé stórkostlegur vettvangur þar sem er verið ávarpa tilgang lífsins. „Þetta er stærsti lýðræðisvettvangur sem við eigum sem samfélag, ef við raunverulega viljum nota hann,“ sagði Bjarni. Starfaði í Vestmannaeyjum og Laugardal Bjarni var um skeið prestur í Laugarneskirkju og í Vestmannaeyjum. Hann gaf einnig nýlega út bókina Bati frá tilgangsleysi sem hann ræddi einnig í Bítinu. Bjarni Karlson og Jóna Hrönn Bolladóttir. Á heimasíðu einkastofu Bjarna Haf kemur fram að hann hafi lokið embættisprófi í guðfræði ári 1990 hafi þá verið vígður til starfa í Laugarneskirkju. Eftir það var hann kjörinn sóknarprestur í Vestmannaeyjum og starfaði þar í sjö ár, ásamt konu sinni Jónu Hrönn Bolladóttur presti. Að því loknu fór hann aftur til starfa fyrir Laugarneskirkju þar sem hann starfaði í sextán ár. Bjarni hefur sinnt hjónabandsráðgjöf og sálgæslu og sinnt því á einkastofu sinni Haf síðustu ár. Stofuna rekur hann með Andra Bjarnasyni sálfræðingi. Nýr biskup tekur við næsta haust Boðað hefur verið til kosninga um nýjan biskup Íslands á kirkjuþingi í mars, en Agnes M. Sigurðardóttir, núverandi biskup, mun láta af störfum í kjölfarið. Nýr biskup verður svo vígður inn í embætti þann 1. september næstkomandi. Nú þegar hafa Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson gefið kost á sér í embætti biskups. Prestar og djáknar geta tilnefnt þann prest sem þeir telja hæfan í embættið. Þrjú efstu sem fá flestar tilnefningar fara áfram í biskupskosningar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Bítið Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent