Mbl greinir frá nafni mannsins. Guðjón var 71 árs gamall og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn.
Slysið átti sér stað á Vesturlandsvegi nærri gatnamótunum við Hvalfjarðarveg. Tvö stærri ökutæki og einn fólksbíll skullu saman. Sá sem lést var ökumaður fólksbílsins.