Leikurinn gegn Portúgal opnaði dyr inn í ensku úrvalsdeildina Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2024 07:30 Hákon Rafn og Cristiano Ronaldo í leik Íslands og Portúgal ytra í nóvember á síðasta ári. David S. Bustamante/Getty Images) Hákon Rafn Valdimarsson stefnir á að koma sér eins fljótt og hann getur í liðið hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Hákon skrifaði á dögunum undir samning til ársins 2028 hjá Brentford en félagið kaupir hann frá sænska liðinu Elfsborg. Hákon fór frá Gróttu til Elfsborg í júlí 2021 og hefur slegið í gegn hjá sænska félaginu. Hann var valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Hákon var orðaður einnig við FCK og Aston Villa eins og einn þekktasti knattspyrnusérfræðingur heims Fabrizio Romano tísti um. „Það var mikill áhugi frá mörgum liðum og þar á meðal frá FCK og Aston Villa. Oftast eru tístin hjá Fabrizio rétt. Brentford sýndi líka mikinn áhuga og mér leist bara ótrúlega vel á þá. Ég talaði við Thomas Frank og Manu [Sotelo] markmannsþjálfara og ég er bara mjög ánægður með að hafa mætt hingað,“ segir Hákon. „Akkúrat núna er ég að reyna koma mér inn í liðið og síðan ætla ég að reyna vinna mig upp. Markmiðið í framtíðinni verður að vera markvörður Brentford.“ Hákon lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Portúgal í nóvember og lítur út fyrir að vera framtíðarmarkvörður landsliðsins. En hjálpaði leikurinn honum að fá skrefið í sterkustu deild heims? „Maður var að spila þarna á móti bestu leikmönnum heims. Áður hafði Brentford bara séð mig spila við leikmenn í sænsku deildinni. Það hefur án efa hjálpað mér, að koma mér í bestu deild í heimi.“ Rætt var við Hákon í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sjá meira
Hákon skrifaði á dögunum undir samning til ársins 2028 hjá Brentford en félagið kaupir hann frá sænska liðinu Elfsborg. Hákon fór frá Gróttu til Elfsborg í júlí 2021 og hefur slegið í gegn hjá sænska félaginu. Hann var valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Hákon var orðaður einnig við FCK og Aston Villa eins og einn þekktasti knattspyrnusérfræðingur heims Fabrizio Romano tísti um. „Það var mikill áhugi frá mörgum liðum og þar á meðal frá FCK og Aston Villa. Oftast eru tístin hjá Fabrizio rétt. Brentford sýndi líka mikinn áhuga og mér leist bara ótrúlega vel á þá. Ég talaði við Thomas Frank og Manu [Sotelo] markmannsþjálfara og ég er bara mjög ánægður með að hafa mætt hingað,“ segir Hákon. „Akkúrat núna er ég að reyna koma mér inn í liðið og síðan ætla ég að reyna vinna mig upp. Markmiðið í framtíðinni verður að vera markvörður Brentford.“ Hákon lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Portúgal í nóvember og lítur út fyrir að vera framtíðarmarkvörður landsliðsins. En hjálpaði leikurinn honum að fá skrefið í sterkustu deild heims? „Maður var að spila þarna á móti bestu leikmönnum heims. Áður hafði Brentford bara séð mig spila við leikmenn í sænsku deildinni. Það hefur án efa hjálpað mér, að koma mér í bestu deild í heimi.“ Rætt var við Hákon í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sjá meira