Segir ekki tengsl milli bónusa Skattsins og hverju starfsmenn skila í kassann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2024 23:43 Snorri Olsen ríkisskattstjóri. Stjórnarráðið Ríkisskattstjóri segist skilja áhyggjur þeirra sem telja að viðbótarlaun til starfsmanna Skattsins kunni að grafa undan hlutleysi þeirra og gera það að verkum að þeir sæki mál harðar en ella. Hann bendir á að á sama tíma og 260 milljónir króna hafi verið greiddar í slík laun hafi heildarlaunakostnaður skattsins verið um 25 milljarðar. Greint var frá því í Morgunblaðinu í vikunni að Skatturinn hefði síðustu fjögur ár greitt út 260 milljónir í bónusa til starfsfólks. Um var að ræða 535 tilvik greiðsla. Það væri um hálf milljón á hvert tilvik. Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bónusakerfi Skattsins væri í senn siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir kerfið, sem innanhúss sé kallað „viðbótarlaunakerfi“ frekar en að talað sé um bónusa, eigi rætur að rekja til kjarasamnings sem gerður var árið 2014 milli ríkisins og Bandalags háskólamanna, BHM. Skatturinn hafi verið aðili að samningnum frá 2015. „Og útfært það sem viðbótarlaunakerfi. Það teljum við að sé í samræmi við bæði kjarasamninginn, við þær leiðbeiningar og reglur sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sett varðandi svona viðbótarlaunasamninga, og vitum ekki annað en að stéttarfélögin séu líka sammála því að þetta sé bara í samræmi við gildandi rétt og gildandi kjarasamninga,“ sagði Snorri í viðtali í Reykjavík síðdegis. 260 milljónir af 25 milljörðum Kerfið gangi út á að tvö prósent af heildarlaunum þess hóps sem kerfið nái til séu sett í pott, sem sé nýttur í kerfið. Á hverju sex mánaða tímabili sé metið hvaða starfsmenn eigi rétt á viðbótarlaunum. „Það er hugsunin á bak við svona kerfi að það geti ekki allir fengið. Þú ert að meta álag og fleira sem viðkomandi hefur orðið fyrir í starfinu. Það er bara innbyggt í þetta kerfi að það eru 25 prósent starfsmanna sem falla undir þetta kerfi, það eru háskólamenntaðir starfsmenn hjá Skattinum, sem fá viðbótarlaun hverju sinni, fyrir hvert sex mánaða tímabil. Sem þýðir þá líka að 75 prósent starfsmanna fá ekki viðbótarlaun,“ segir Snorri. Sú upphæð sem starfsmenn fái sé sú sama fyrir alla. Í mati á hvaða starfsmenn fái bónusa sé litið til ýmissa þátta. „Framúrskarandi þekkingar, faglegra vinnubragða og sveigjanleika af hálfu starfsmanna. Af því það er auðvitað mismunandi álag á mismunandi tímum, það geta verið veikindi, það geta verið ný verkefni eins og núna, kílómetragjald á rafmagnsbíla. Þannig að þetta er svona til að mæta bæði hæfni og álagi í starfi.“ Snorri segir rétt að 260 milljónir króna hafi verið greiddar út á síðustu fjórum árum. Hann segir að hafa verði í huga að launakostnaður á sama tímabili séu 25 milljarðar. Þannig séu umframgreiðslurnar rúmlega eitt prósent af heildarlaunagreiðslum. Menn megi ekki gleyma hlutverki Skattsins Snorri segist skilja sjónarmið um að kerfið geti svipt starfsmenn hlutleysi og gert það að verkum að þeir verði grimmari í skattheimtu fyrir vikið. „Það er eitthvað sem við teljum að eigi að vera alveg tryggt, að það sé ekki tenging á milli þess að starfsmenn ávinni sér rétt til viðbótarlauna og þess sem er endurákvarðað í einstaka málum.“ Það sé stjórnenda að hafa yfirsýn yfir það sem sé að gerast. Verkefni Skattsins geti farið til Yfirskattanefndar eða dómstóla til endurskoðunar. Þau mál vinni Skatturinn ekki alltaf. „En ég skil auðvitað þessar áhyggjur, og þess vegna er mjög mikilvægt að menn átti sig á því að þetta er ekki þannig að það sé bein tenging á milli þess að þú sért að taka einhverja ákveðna aðila. En það má ekki heldur gleyma því að þetta er verkefni Skattsins. Verkefni Skattsins er að tryggja að ríki og sveitarfélög fái sínar tekjur.“ Ef horft væri til hlutfalla þá hefði Skatturinn á síðasta ári annast 95 prósent af skatttekjum ríkisins og 80 prósent í tilfelli sveitarfélaga. Viðtalið við Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Skattar og tollar Stjórnsýsla Kjaramál Reykjavík síðdegis Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Greint var frá því í Morgunblaðinu í vikunni að Skatturinn hefði síðustu fjögur ár greitt út 260 milljónir í bónusa til starfsfólks. Um var að ræða 535 tilvik greiðsla. Það væri um hálf milljón á hvert tilvik. Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bónusakerfi Skattsins væri í senn siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir kerfið, sem innanhúss sé kallað „viðbótarlaunakerfi“ frekar en að talað sé um bónusa, eigi rætur að rekja til kjarasamnings sem gerður var árið 2014 milli ríkisins og Bandalags háskólamanna, BHM. Skatturinn hafi verið aðili að samningnum frá 2015. „Og útfært það sem viðbótarlaunakerfi. Það teljum við að sé í samræmi við bæði kjarasamninginn, við þær leiðbeiningar og reglur sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sett varðandi svona viðbótarlaunasamninga, og vitum ekki annað en að stéttarfélögin séu líka sammála því að þetta sé bara í samræmi við gildandi rétt og gildandi kjarasamninga,“ sagði Snorri í viðtali í Reykjavík síðdegis. 260 milljónir af 25 milljörðum Kerfið gangi út á að tvö prósent af heildarlaunum þess hóps sem kerfið nái til séu sett í pott, sem sé nýttur í kerfið. Á hverju sex mánaða tímabili sé metið hvaða starfsmenn eigi rétt á viðbótarlaunum. „Það er hugsunin á bak við svona kerfi að það geti ekki allir fengið. Þú ert að meta álag og fleira sem viðkomandi hefur orðið fyrir í starfinu. Það er bara innbyggt í þetta kerfi að það eru 25 prósent starfsmanna sem falla undir þetta kerfi, það eru háskólamenntaðir starfsmenn hjá Skattinum, sem fá viðbótarlaun hverju sinni, fyrir hvert sex mánaða tímabil. Sem þýðir þá líka að 75 prósent starfsmanna fá ekki viðbótarlaun,“ segir Snorri. Sú upphæð sem starfsmenn fái sé sú sama fyrir alla. Í mati á hvaða starfsmenn fái bónusa sé litið til ýmissa þátta. „Framúrskarandi þekkingar, faglegra vinnubragða og sveigjanleika af hálfu starfsmanna. Af því það er auðvitað mismunandi álag á mismunandi tímum, það geta verið veikindi, það geta verið ný verkefni eins og núna, kílómetragjald á rafmagnsbíla. Þannig að þetta er svona til að mæta bæði hæfni og álagi í starfi.“ Snorri segir rétt að 260 milljónir króna hafi verið greiddar út á síðustu fjórum árum. Hann segir að hafa verði í huga að launakostnaður á sama tímabili séu 25 milljarðar. Þannig séu umframgreiðslurnar rúmlega eitt prósent af heildarlaunagreiðslum. Menn megi ekki gleyma hlutverki Skattsins Snorri segist skilja sjónarmið um að kerfið geti svipt starfsmenn hlutleysi og gert það að verkum að þeir verði grimmari í skattheimtu fyrir vikið. „Það er eitthvað sem við teljum að eigi að vera alveg tryggt, að það sé ekki tenging á milli þess að starfsmenn ávinni sér rétt til viðbótarlauna og þess sem er endurákvarðað í einstaka málum.“ Það sé stjórnenda að hafa yfirsýn yfir það sem sé að gerast. Verkefni Skattsins geti farið til Yfirskattanefndar eða dómstóla til endurskoðunar. Þau mál vinni Skatturinn ekki alltaf. „En ég skil auðvitað þessar áhyggjur, og þess vegna er mjög mikilvægt að menn átti sig á því að þetta er ekki þannig að það sé bein tenging á milli þess að þú sért að taka einhverja ákveðna aðila. En það má ekki heldur gleyma því að þetta er verkefni Skattsins. Verkefni Skattsins er að tryggja að ríki og sveitarfélög fái sínar tekjur.“ Ef horft væri til hlutfalla þá hefði Skatturinn á síðasta ári annast 95 prósent af skatttekjum ríkisins og 80 prósent í tilfelli sveitarfélaga. Viðtalið við Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Skattar og tollar Stjórnsýsla Kjaramál Reykjavík síðdegis Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira