Sport

Miði á Super Bowl kostar það sama og tólf iPhone 15 símar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Taylor Swift og Donna Kelce, kærasta og móðir stórstjörnunnar Travis Kelce, fagna sigri Kansas City Chiefs eftir síðasta leik en þá var ljóst að meistararnir væru komnir aftur í Super Bowl.
Taylor Swift og Donna Kelce, kærasta og móðir stórstjörnunnar Travis Kelce, fagna sigri Kansas City Chiefs eftir síðasta leik en þá var ljóst að meistararnir væru komnir aftur í Super Bowl. AP/Julio Cortez

Margir vilja komast yfir miða á Super Bowl leikinn í Las Vegas og það sést á verði miða á endursölumarkaðnum.

Það að Kansas City Chiefs og þar af leiðandi Taylor Swift verði á staðnum, gerir ekkert annað en að auka eftirspurnina enn frekar.

San Francisco 49ers og Chiefs mætast í þessum stærsta íþróttakappleik ársins í Bandaríkjunum 11. febrúar næstkomandi. Augu mjög stórs hluta Bandaríkjamanna er á þessum leik og hálfleiksatriðinu og það eru Super Bowl partý út um allt land.

Það hafa ekki margir efni á því að vera staðnum. Oft hafa þessir miðar verið dýrir en aldrei eins og nú.

USA Today segir frá því að þetta sé hæsta miðaverð á Super Bowl í sögunni.

Miðar á leikinn í endursölu kosta á bilinu 9815 til 12082 dollara samkvæmt TickPick og SearGeek söluvefunum.

Þetta gerir miðaverð á bilinu 1,3 milljónir til 1,7 milljónir króna. Það jafngildir tólf iPhone 15 símum í bandarískum Apple búðum.

Þeir fundu reyndar miða á 8100 dollara á þriðjudagskvöldið, rúma 1,1 milljón króna, en sá miði er í sæti á versta stað og lengst í burtu frá vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×