Það að Kansas City Chiefs og þar af leiðandi Taylor Swift verði á staðnum, gerir ekkert annað en að auka eftirspurnina enn frekar.
San Francisco 49ers og Chiefs mætast í þessum stærsta íþróttakappleik ársins í Bandaríkjunum 11. febrúar næstkomandi. Augu mjög stórs hluta Bandaríkjamanna er á þessum leik og hálfleiksatriðinu og það eru Super Bowl partý út um allt land.
Það hafa ekki margir efni á því að vera staðnum. Oft hafa þessir miðar verið dýrir en aldrei eins og nú.
USA Today segir frá því að þetta sé hæsta miðaverð á Super Bowl í sögunni.
Miðar á leikinn í endursölu kosta á bilinu 9815 til 12082 dollara samkvæmt TickPick og SearGeek söluvefunum.
Þetta gerir miðaverð á bilinu 1,3 milljónir til 1,7 milljónir króna. Það jafngildir tólf iPhone 15 símum í bandarískum Apple búðum.
Þeir fundu reyndar miða á 8100 dollara á þriðjudagskvöldið, rúma 1,1 milljón króna, en sá miði er í sæti á versta stað og lengst í burtu frá vellinum.