Sport

Fyrrum heims­meistari mættur á ný til keppni 45 ára gamall

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þrátt fyrir að vera að nálgast fimmtugt þá er Dwain Chambers enn í frábæru formi.
Þrátt fyrir að vera að nálgast fimmtugt þá er Dwain Chambers enn í frábæru formi. Getty/Nathan Stirk

Dwain Chambers er mættur á ný til keppni en hann mun keppa á breska meistaramótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í næsta mánuði.

Chambers tryggði sér sæti á mótinu með því að hlaupa á 6,81 sekúndum á móti fyrr í vetur.

Málið er að Chambers er orðinn 45 ára gamall og keppnisskórnir hans hafa verið upp á hillu í mörg ár.

Chambers féll á lyfjaprófi árið 2004 og fékk tveggja ára bann. Hann varð heimsmeistari í 60 metra hlaupi árið 2010.

Hann setti skóna formlega upp á hillu í júlí 2017 en keppti reyndar á breska innanhússmótinu 2019. Chambers var þá dæmdur úr leik fyrir þjófstart í undanúrslitahlaupinu.

Chambers reyndi tvisvar að komast inn í ameríska fótboltann, fyrst með hann var í banni og svo aftur árið 2007. Honum varð þó ekki að ósk sinni. Hann prófaði líka rugby og nú vill hann sýna að hann sé enn í fullu fjöri þótt að árin færist yfir.

Til að komast á heimsmeistaramótið í mars þá þarf hann að hlaupa á 6,58 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×