„Ég hlakka til að klæða mig upp á hverjum morgni“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2024 11:31 Anna María Þorsteinsdóttir er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Fyrirsætan, háskólaneminn og tískuáhugakonan Anna María V. Þorsteinsdóttir hefur frá unga aldri lagt upp úr því að vera alltaf vel til fara og hefur alla tíð haft sterkar skoðanir á því sem hún klæðist. Hún sækir meðal annars innblástur til eldri ítalskra karla og eldri kvenna í Kaupmannahöfn en tískufyrirmyndin er þó móðir hennar. Anna María er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Anna María elskar að setja saman föt og stílisera lúkkið. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst hvað skemmtilegast er stíliseringin; að para saman liti, snið og efni og búa til eitthvað epískt. Tjáningin, fjölbreytileikinn og fegurðin er svo skemmtileg. Það að trefill geti verið trefill, en hann getur líka verið bolur, pils, húfa, slæða eða belti. Tískan getur verið allt sem þú vilt að hún sé. Það sem hefur alltaf heillað mig við tískuna er sagan bak við hverja flík, ástríðan, tíminn og sköpunin. Ég bara elska tísku og allt sem henni fylgir. Ég er alltaf glöð þegar ég er í flottum fötum. Anna María elskar tísku og allt sem henni fylgir. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Úff, þetta er eins og að gera upp á milli barnanna sinna. Upp á síðkastið hef ég mikið klæðst rauðu leðurhönskunum mínum. Þeir eru í miklu uppáhaldi. Svo geng ég alltaf með tvo hringa á mér sem pabbar mínir gáfu mér og eru mér mjög kærir. Ég held að þeir verði fyrir valinu. Rauðu leðurhanskarnir eru í miklu uppáhaldi hjá Önnu Maríu og sömuleiðis tveir hringar sem pabbar hennar gáfu henni. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég eyði vandræðalegum miklum tíma í að velja föt. Meira að segja þegar ég er bara heima að fara að horfa á mynd, þá máta ég hitt og þetta áður en ég sest niður í sófann. Mér einfaldlega líður ekki vel ef ég er ekki sátt með outfittið. Anna María eyðir miklum tíma í að velja föt hverju sinni, hvort sem það er þegar hún er að fara út eða hafa það huggulegt heima. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Þegar stórt er spurt. Alls konar. Hann er bara Anna María. Ég veit ekki hvernig ég gæti betur lýst honum. Ég klæðist því sem mig langar að hverju sinni. Ég get verið bæði maximalísk og mínimalísk, í kjólum eða jakkafötum, í skyrtu eða fótboltatreyju. Klassískt Önnu Maríu outfit væri samt líklegast góð skyrta, frekar baggy gallabuxur og jakki - þá blazer, pels eða leðurjakki. Ég er oftar en ekki í hælum eða kúrekaskóm. Svo fer ég ekki út úr húsi án sólgleraugna. Skyrtur og oversized buxur eru í miklu uppáhaldi hjá Önnu Maríu sem segir stíl sinn geta farið í allar áttir. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Gífurlega. Ég hef alltaf haft skoðanir á því hverju ég klæðist. Litla Anna lét ekki sjá sig í hverju sem er. Stíllinn minn hefur þróast með mér í gegnum árin og mun koma til með að gera það um ókomna tíð. Fyrir nokkrum árum var ég meira í því að fylgja tískubólum, keypti þá ódýrari föt sem ég notaði kannski í mánuð. Anna María segir stíl sinn hafa þróast gífurlega og að hann komi til með að gera það um ókomna tíð. Aðsend Í dag finnst mér ég leita mun meira í klassískan og vandaðri fatnað, sem ég get notað enn eftir tuttugu ár. Ég er miklu frekar til í að splæsa í eina dýra flík af góðum gæðum sem ég veit að ég mun nota næstu áratugi. Eitt sem hefur fylgt mér stöðugt í gegnum árin eru hælaskór. Ég hef alltaf elskað hælaskó. Anna María hefur alla tíð haft skoðun á því hverju hún klæðist og sömuleiðis alltaf elskað hælaskó. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hlakka til að klæða mig upp á hverjum morgni. Enda skipti ég um föt nokkrum sinnum á dag og tek minn tíma hverju sinni. Anna María nýtur þess í botn að klæða sig upp. Í útskriftinni sinni úr Verzló klæddist hún þessum sérsaumaða kjól frá fatahönnuðinum Karítas Spano. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki mér innblástur frá alls konar fólki sem ég sé á götunni, kvikmyndum, jafnvel tónlist. Upp á síðkastið hef ég sótt mikinn innblástur frá gömlum ítölskum körlum og gömlum konum hérna í Kaupmannahöfn. Annars eru vinkonur mínar allar tískudrottningar og ég lít mikið til þeirra þegar ég þarf innblástur. Mamma mín er samt mesti töffari sem ég þekki og verður alltaf mitt helsta „style icon“. Anna María sækir meðal annars innblástur til vinkvenna sinna. Móðir hennar er þó hennar helsta tískufyrirmynd. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Það er BANNAÐ að klæða sig í föt sem manni líður ekki vel í. Lykilatriði er að líða vel í því sem maður klæðist, það skín af manni ef maður er óþægilegur eða óöruggur. Töffarinn kemur að innan. Svo gera sólgleraugu öll outfit betri. Töffarinn kemur að innan að sögn Önnu Maríu. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Vintage Roberto Cavalli kjóll af mömmu sem ég klæddist í tvítugsafmælinu mínu. Án alls efa. Gala og glæsileiki! Kjóllinn sem Anna María klæddist á tvítugsafmælinu sínu er eftirminnilegasta flíkin sem hún hefur klæðst. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mamma hefur barið það í mig frá blautu barnsbeini að vera alltaf vel til fara; alltaf betra að vera overdressed en underdressed sagði hún. Sem útskýrir mörg ár af prinsessukjólum og hælaskóm. Annað sem ég hef lært er að stærðir geta oft á tíðum verið villandi. Það er mikilvægt að festast ekki í þeirri hugsunarvillu að maður eigi sér eina ákveðna, heilaga stærð. Snið og efni eru öll svo mismunandi. Mikilvægast er að átta sig á því hvað passar best að hverju sinni. Anna María leggur áherslu á að það þurfi ekki að notast við eina afmarkaða stærð í fatnaði. Aðsend Hér er hægt að fylgjast með Önnu Maríu á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Glimmerkjóll og pinnahælar henta því miður ekki á róló“ Tískuunnandinn Vaka Vigfúsdóttir starfar hjá mannauðsdeild förðunarrisans Sephora í Kaupmannahöfn og segir tískuna stóran part af sínu lífi. Vaka er alinn upp af fatahönnuði og ljósmyndara sem hefur mótað stíl hennar og sækir hún mikla orku í klæðaburð. Vaka er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. janúar 2024 11:30 Klæðir sig til að líða vel en ekki til að sýna sig Kírópraktorinn og tískuunnandinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, elskar hvernig tísku, hönnun og list tekst að vekja bæði athygli og tilfinningar. Hann elskar að að klæða sig upp og tjá sig með sínum persónulega stíl en Gummi Kíró er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. janúar 2024 11:31 Bætti stílinn með því að fækka í fötunum Fatahönnuðurinn Guðmundur Ragnarsson, þekktur sem Mundurr, segir stíl sinn í stöðugri þróun. Hann er duglegur að selja eða láta frá sér flíkur sem hann notar lítið og er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt. Mundurr er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. janúar 2024 11:30 Bætti stílinn með því að fækka í fötunum Fatahönnuðurinn Guðmundur Ragnarsson, þekktur sem Mundurr, segir stíl sinn í stöðugri þróun. Hann er duglegur að selja eða láta frá sér flíkur sem hann notar lítið og er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt. Mundurr er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. janúar 2024 11:30 „Tíska er list í lifandi formi“ Karítas Spano stundar nám við fatahönnun í Listaháskóla Íslands og vinnur sem sjálfstætt starfandi stílisti. Fatnaður er hennar helsta tjáningarform en hún býr yfir einkennandi persónulegum stíl sem hún er óhrædd við að þróa. Karítas Spano er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. október 2022 07:01 „Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Anna María elskar að setja saman föt og stílisera lúkkið. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst hvað skemmtilegast er stíliseringin; að para saman liti, snið og efni og búa til eitthvað epískt. Tjáningin, fjölbreytileikinn og fegurðin er svo skemmtileg. Það að trefill geti verið trefill, en hann getur líka verið bolur, pils, húfa, slæða eða belti. Tískan getur verið allt sem þú vilt að hún sé. Það sem hefur alltaf heillað mig við tískuna er sagan bak við hverja flík, ástríðan, tíminn og sköpunin. Ég bara elska tísku og allt sem henni fylgir. Ég er alltaf glöð þegar ég er í flottum fötum. Anna María elskar tísku og allt sem henni fylgir. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Úff, þetta er eins og að gera upp á milli barnanna sinna. Upp á síðkastið hef ég mikið klæðst rauðu leðurhönskunum mínum. Þeir eru í miklu uppáhaldi. Svo geng ég alltaf með tvo hringa á mér sem pabbar mínir gáfu mér og eru mér mjög kærir. Ég held að þeir verði fyrir valinu. Rauðu leðurhanskarnir eru í miklu uppáhaldi hjá Önnu Maríu og sömuleiðis tveir hringar sem pabbar hennar gáfu henni. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég eyði vandræðalegum miklum tíma í að velja föt. Meira að segja þegar ég er bara heima að fara að horfa á mynd, þá máta ég hitt og þetta áður en ég sest niður í sófann. Mér einfaldlega líður ekki vel ef ég er ekki sátt með outfittið. Anna María eyðir miklum tíma í að velja föt hverju sinni, hvort sem það er þegar hún er að fara út eða hafa það huggulegt heima. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Þegar stórt er spurt. Alls konar. Hann er bara Anna María. Ég veit ekki hvernig ég gæti betur lýst honum. Ég klæðist því sem mig langar að hverju sinni. Ég get verið bæði maximalísk og mínimalísk, í kjólum eða jakkafötum, í skyrtu eða fótboltatreyju. Klassískt Önnu Maríu outfit væri samt líklegast góð skyrta, frekar baggy gallabuxur og jakki - þá blazer, pels eða leðurjakki. Ég er oftar en ekki í hælum eða kúrekaskóm. Svo fer ég ekki út úr húsi án sólgleraugna. Skyrtur og oversized buxur eru í miklu uppáhaldi hjá Önnu Maríu sem segir stíl sinn geta farið í allar áttir. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Gífurlega. Ég hef alltaf haft skoðanir á því hverju ég klæðist. Litla Anna lét ekki sjá sig í hverju sem er. Stíllinn minn hefur þróast með mér í gegnum árin og mun koma til með að gera það um ókomna tíð. Fyrir nokkrum árum var ég meira í því að fylgja tískubólum, keypti þá ódýrari föt sem ég notaði kannski í mánuð. Anna María segir stíl sinn hafa þróast gífurlega og að hann komi til með að gera það um ókomna tíð. Aðsend Í dag finnst mér ég leita mun meira í klassískan og vandaðri fatnað, sem ég get notað enn eftir tuttugu ár. Ég er miklu frekar til í að splæsa í eina dýra flík af góðum gæðum sem ég veit að ég mun nota næstu áratugi. Eitt sem hefur fylgt mér stöðugt í gegnum árin eru hælaskór. Ég hef alltaf elskað hælaskó. Anna María hefur alla tíð haft skoðun á því hverju hún klæðist og sömuleiðis alltaf elskað hælaskó. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hlakka til að klæða mig upp á hverjum morgni. Enda skipti ég um föt nokkrum sinnum á dag og tek minn tíma hverju sinni. Anna María nýtur þess í botn að klæða sig upp. Í útskriftinni sinni úr Verzló klæddist hún þessum sérsaumaða kjól frá fatahönnuðinum Karítas Spano. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki mér innblástur frá alls konar fólki sem ég sé á götunni, kvikmyndum, jafnvel tónlist. Upp á síðkastið hef ég sótt mikinn innblástur frá gömlum ítölskum körlum og gömlum konum hérna í Kaupmannahöfn. Annars eru vinkonur mínar allar tískudrottningar og ég lít mikið til þeirra þegar ég þarf innblástur. Mamma mín er samt mesti töffari sem ég þekki og verður alltaf mitt helsta „style icon“. Anna María sækir meðal annars innblástur til vinkvenna sinna. Móðir hennar er þó hennar helsta tískufyrirmynd. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Það er BANNAÐ að klæða sig í föt sem manni líður ekki vel í. Lykilatriði er að líða vel í því sem maður klæðist, það skín af manni ef maður er óþægilegur eða óöruggur. Töffarinn kemur að innan. Svo gera sólgleraugu öll outfit betri. Töffarinn kemur að innan að sögn Önnu Maríu. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Vintage Roberto Cavalli kjóll af mömmu sem ég klæddist í tvítugsafmælinu mínu. Án alls efa. Gala og glæsileiki! Kjóllinn sem Anna María klæddist á tvítugsafmælinu sínu er eftirminnilegasta flíkin sem hún hefur klæðst. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mamma hefur barið það í mig frá blautu barnsbeini að vera alltaf vel til fara; alltaf betra að vera overdressed en underdressed sagði hún. Sem útskýrir mörg ár af prinsessukjólum og hælaskóm. Annað sem ég hef lært er að stærðir geta oft á tíðum verið villandi. Það er mikilvægt að festast ekki í þeirri hugsunarvillu að maður eigi sér eina ákveðna, heilaga stærð. Snið og efni eru öll svo mismunandi. Mikilvægast er að átta sig á því hvað passar best að hverju sinni. Anna María leggur áherslu á að það þurfi ekki að notast við eina afmarkaða stærð í fatnaði. Aðsend Hér er hægt að fylgjast með Önnu Maríu á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Glimmerkjóll og pinnahælar henta því miður ekki á róló“ Tískuunnandinn Vaka Vigfúsdóttir starfar hjá mannauðsdeild förðunarrisans Sephora í Kaupmannahöfn og segir tískuna stóran part af sínu lífi. Vaka er alinn upp af fatahönnuði og ljósmyndara sem hefur mótað stíl hennar og sækir hún mikla orku í klæðaburð. Vaka er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. janúar 2024 11:30 Klæðir sig til að líða vel en ekki til að sýna sig Kírópraktorinn og tískuunnandinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, elskar hvernig tísku, hönnun og list tekst að vekja bæði athygli og tilfinningar. Hann elskar að að klæða sig upp og tjá sig með sínum persónulega stíl en Gummi Kíró er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. janúar 2024 11:31 Bætti stílinn með því að fækka í fötunum Fatahönnuðurinn Guðmundur Ragnarsson, þekktur sem Mundurr, segir stíl sinn í stöðugri þróun. Hann er duglegur að selja eða láta frá sér flíkur sem hann notar lítið og er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt. Mundurr er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. janúar 2024 11:30 Bætti stílinn með því að fækka í fötunum Fatahönnuðurinn Guðmundur Ragnarsson, þekktur sem Mundurr, segir stíl sinn í stöðugri þróun. Hann er duglegur að selja eða láta frá sér flíkur sem hann notar lítið og er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt. Mundurr er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. janúar 2024 11:30 „Tíska er list í lifandi formi“ Karítas Spano stundar nám við fatahönnun í Listaháskóla Íslands og vinnur sem sjálfstætt starfandi stílisti. Fatnaður er hennar helsta tjáningarform en hún býr yfir einkennandi persónulegum stíl sem hún er óhrædd við að þróa. Karítas Spano er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. október 2022 07:01 „Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Glimmerkjóll og pinnahælar henta því miður ekki á róló“ Tískuunnandinn Vaka Vigfúsdóttir starfar hjá mannauðsdeild förðunarrisans Sephora í Kaupmannahöfn og segir tískuna stóran part af sínu lífi. Vaka er alinn upp af fatahönnuði og ljósmyndara sem hefur mótað stíl hennar og sækir hún mikla orku í klæðaburð. Vaka er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. janúar 2024 11:30
Klæðir sig til að líða vel en ekki til að sýna sig Kírópraktorinn og tískuunnandinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, elskar hvernig tísku, hönnun og list tekst að vekja bæði athygli og tilfinningar. Hann elskar að að klæða sig upp og tjá sig með sínum persónulega stíl en Gummi Kíró er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. janúar 2024 11:31
Bætti stílinn með því að fækka í fötunum Fatahönnuðurinn Guðmundur Ragnarsson, þekktur sem Mundurr, segir stíl sinn í stöðugri þróun. Hann er duglegur að selja eða láta frá sér flíkur sem hann notar lítið og er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt. Mundurr er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. janúar 2024 11:30
Bætti stílinn með því að fækka í fötunum Fatahönnuðurinn Guðmundur Ragnarsson, þekktur sem Mundurr, segir stíl sinn í stöðugri þróun. Hann er duglegur að selja eða láta frá sér flíkur sem hann notar lítið og er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt. Mundurr er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. janúar 2024 11:30
„Tíska er list í lifandi formi“ Karítas Spano stundar nám við fatahönnun í Listaháskóla Íslands og vinnur sem sjálfstætt starfandi stílisti. Fatnaður er hennar helsta tjáningarform en hún býr yfir einkennandi persónulegum stíl sem hún er óhrædd við að þróa. Karítas Spano er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. október 2022 07:01
„Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31