Bjarni hafi verið með útúrsnúninga og stæla á nefndarfundi Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2024 12:02 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata óskaði eftir því í desember að Bjarni Benediktsson kæmi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að svara fyrir framkvæmd sölunnar á hlut í Íslandsbanka 22. mars 2022. Stöð 2/Arnar Bjarni Benediktsson segir hafa verið ómögulegt að gæta að almennum hæfisreglum við sölu á hlut í Íslandsbanka í mars í hitteðfyrra gagnvart hverjum og einum kaupanda. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kom fyrir nefndina í morgun að ósk Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingflokksformanns Pírata frá því í desember, til að svara fyrir framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hinn 22. mars 2022. Þá var framkvæmt útboð á hlutum á bankanum þar sem fjárfestum sem uppfylla áttu tiltekin skilyrði bauðst að kaupa í bankanum á tilteknu verði. Einn kaupenda var fyrirtæki í eigu föðurs Bjarna og komst umboðsmaður Alþingis að því að ekki hafi verið gætt að hæfi hans sem þáverandi fjármálaráðherra við framkvæmdina. Bjarni var ekki alls kostar sáttur með fund nefndarinnar. Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármálaráðherra eftir að umboðsmaður Alþingis gaf út álit sitt á söluferlinu á Íslandsbanka.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað alltaf ákveðin hætta á því að þessi mikilvæga nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, freistist til þess að fara út í einhvern pólitískan skollaleik. Sem mér fannst vera vottur af á þessum fundi í dag,“ sagði ráðherrann að loknum fundi. Á fundinum sagði Bjarni að í ljósi verkaskiptingar á milli fjármálaráðuneytisins og Bankasýslunnar og þeirrar aðferðar sem notuð var við söluna með svo kallaðri tilboðsbók í mjög hröðu ferli, hafi ekki verið hægt að fylgja almennum hæfisreglum gagnvart hverjum og einum kaupanda í bankanum. Bjarni Benediktsson var ekki alls kostar sáttur við upplagið á fundi nefndarinnar í morgun.Stöð 2/Arnar „Þá hafi það verið okkar nálgun allan tímann að það væri ekki gert ráð fyrir því að ráðherrann myndi þurfa að fara yfir hæfi sitt gagnvart hverjum og einum bjóðanda. Umboðsmaður hefur um þetta sagt; það kann að vera að það hafi verið útilokað að framkvæma hæfismatið.“ En þá hefðu menn þurft að átta sig á því fyrirfram, ræða það í samskiptum við þingið og best hefði verið að lögfesta það, hefur Bjarni eftir umboðsmanni. Þórhildur Sunna sagði Bjarna ekki hafa gengist við eigin mistökum. Þórhildur Sunna Ævarddóttir segir Bjarna Benediktsson hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Stöð 2/Arnar „Það svosem sannast hið fornkveðna, að Bjarni Benediktsson er alltaf til í að skella skuldinni af sínum eigin mistökum á einhverja aðra. Þarna reyndi hann að finna enn eina afsökunina fyrir því að hafa gerst brotlegur við lög og reynir að klína þessum ákvörðunum sem hann tók á þingið. Halda því fram að þingið hafi ákveðið að velja söluaðferð sem gæti ekki staðist stjórnsýslulög. Þar af leiðandi sé ekki okkar að gera athugasemd við það,“ segir Þórhildur Sunna. Bjarni hafi hins vegar sjálfur tekið þessa ákvörðun og enginn annar. Hann beri því ábyrgð á henni en ekki Alþingi. Ekkert komi fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu um að Bjarni hafi fengið ráðleggingar um annað eins og hann hafi haldið fram. Þá væri álit umboðsmanns mjög skýrt. „Mér finnst einmitt það sem hefur verið óskýrt vera viðbrögð ráðherrans. Sem talar um að það sé ýmislegt sem orki tvímælis í áliti umboðsmanns og hann hefur ekki fengist til að skýra það með viðeigandi hætti hvað það er. Það sé hitt og þetta sem stangist á við ráðgjöf sem hann hafi fengið. Þannig að mér fannst nú mikilvægast að fá það fram hvaða ráðgjöf það var sem hann hafði fengið.“ Og engin svör við því? „Nei, nei, engin svör við því. Bara útúrsnúningar og stælar,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sjá má upptöku af fundinum í spilaranum að neðan. Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kom fyrir nefndina í morgun að ósk Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingflokksformanns Pírata frá því í desember, til að svara fyrir framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hinn 22. mars 2022. Þá var framkvæmt útboð á hlutum á bankanum þar sem fjárfestum sem uppfylla áttu tiltekin skilyrði bauðst að kaupa í bankanum á tilteknu verði. Einn kaupenda var fyrirtæki í eigu föðurs Bjarna og komst umboðsmaður Alþingis að því að ekki hafi verið gætt að hæfi hans sem þáverandi fjármálaráðherra við framkvæmdina. Bjarni var ekki alls kostar sáttur með fund nefndarinnar. Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármálaráðherra eftir að umboðsmaður Alþingis gaf út álit sitt á söluferlinu á Íslandsbanka.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað alltaf ákveðin hætta á því að þessi mikilvæga nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, freistist til þess að fara út í einhvern pólitískan skollaleik. Sem mér fannst vera vottur af á þessum fundi í dag,“ sagði ráðherrann að loknum fundi. Á fundinum sagði Bjarni að í ljósi verkaskiptingar á milli fjármálaráðuneytisins og Bankasýslunnar og þeirrar aðferðar sem notuð var við söluna með svo kallaðri tilboðsbók í mjög hröðu ferli, hafi ekki verið hægt að fylgja almennum hæfisreglum gagnvart hverjum og einum kaupanda í bankanum. Bjarni Benediktsson var ekki alls kostar sáttur við upplagið á fundi nefndarinnar í morgun.Stöð 2/Arnar „Þá hafi það verið okkar nálgun allan tímann að það væri ekki gert ráð fyrir því að ráðherrann myndi þurfa að fara yfir hæfi sitt gagnvart hverjum og einum bjóðanda. Umboðsmaður hefur um þetta sagt; það kann að vera að það hafi verið útilokað að framkvæma hæfismatið.“ En þá hefðu menn þurft að átta sig á því fyrirfram, ræða það í samskiptum við þingið og best hefði verið að lögfesta það, hefur Bjarni eftir umboðsmanni. Þórhildur Sunna sagði Bjarna ekki hafa gengist við eigin mistökum. Þórhildur Sunna Ævarddóttir segir Bjarna Benediktsson hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Stöð 2/Arnar „Það svosem sannast hið fornkveðna, að Bjarni Benediktsson er alltaf til í að skella skuldinni af sínum eigin mistökum á einhverja aðra. Þarna reyndi hann að finna enn eina afsökunina fyrir því að hafa gerst brotlegur við lög og reynir að klína þessum ákvörðunum sem hann tók á þingið. Halda því fram að þingið hafi ákveðið að velja söluaðferð sem gæti ekki staðist stjórnsýslulög. Þar af leiðandi sé ekki okkar að gera athugasemd við það,“ segir Þórhildur Sunna. Bjarni hafi hins vegar sjálfur tekið þessa ákvörðun og enginn annar. Hann beri því ábyrgð á henni en ekki Alþingi. Ekkert komi fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu um að Bjarni hafi fengið ráðleggingar um annað eins og hann hafi haldið fram. Þá væri álit umboðsmanns mjög skýrt. „Mér finnst einmitt það sem hefur verið óskýrt vera viðbrögð ráðherrans. Sem talar um að það sé ýmislegt sem orki tvímælis í áliti umboðsmanns og hann hefur ekki fengist til að skýra það með viðeigandi hætti hvað það er. Það sé hitt og þetta sem stangist á við ráðgjöf sem hann hafi fengið. Þannig að mér fannst nú mikilvægast að fá það fram hvaða ráðgjöf það var sem hann hafði fengið.“ Og engin svör við því? „Nei, nei, engin svör við því. Bara útúrsnúningar og stælar,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sjá má upptöku af fundinum í spilaranum að neðan.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent