Servíetta með fyrsta samningi Messi á leið á uppboð Smári Jökull Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 01:19 Lionel Messi leikur nú með Inter Miami í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Lionel Messi skrifaði undir sinn fyrsta samning við Barcelona árið 2000. Samningurinn var skrifaður á servíettu sem nú er á leið á uppboð. Lionel Messi var aðeins þrettán ára gamall þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta samning við Barcelona. Skrifað var undir samninginn þann 14. desember árið 2000 en Messi var eftirsóttur og sótti Carles Rexach, þáverandi forseti Barcelona, hart að sækja Argentínumanninn. Ákvörðun sem hann sér varla eftir í dag. Messi hafði verið á reynslu hjá spænsku risunum í september sama ár og skrifað var undir samninginn. Hann heillaði þá sem fylgdust með en innan félagsins heyrðust raddir um að ekki væri rétt að skrifa undir samning við þetta ungan leikmann sem þar að auki kom alla leið frá Argentínu. Ætluðu að bjóða Messi til Real Madrid Rexach óttaðist að Barcelona myndi missa af Messi og hafði Horacio Gaggioli, umboðsmaður Messi, sagt Rexach að ef Barcelona myndi ekki drífa sig í að klára samninginn þá myndi hann bjóða Messi til annarra félaga og var Real Madrid þar á meðal. Rexach brást fljótt við og bauð Gaggioli til kvöldverðar í Barcelona. Hann hafði engan tíma til að prenta út samning en þurfti undirskrift umboðsmannsins engu að síður. Lausn Rexach var að grípa servíettu sem þeir félagar skrifuðu samninginn á. Á servíettunni var samkomulag reifað en viðstaddir voru tveir umboðsmenn Messi, Carles Rexach auk starfsmanns Barcelona. „Servíettan braut ísinn“ Umrædd servíetta er nú á leið á uppboð hjá uppboðshúsinu Bonhams í London. Uppboðið fer fram 18.- 27. mars og verður upphafsverðið 300.000 pund eða rúmlega 50 milljónir íslenskra króna. Ian Hehling, yfirmaður hjá Bonhams uppboðshúsinu segir að servíettan sé einn af þeim mest spennandi hlutum sem hann hefur komist í snertingu við. „Þetta er servíetta en hún markaði upphaf ferils Lionel Messi. Þetta breytti lífi Messi, framtíð FC Barcelona og var upphafið að nokkrum af mögnuðustu augnablikum knattspyrnunnar fyrir milljónir áhorfenda um allan heim,“ sagði Ehling í viðtali. The napkin upon which Lionel Messi s first Barcelona agreement was informally written will be sold at auction.Bonhams will run the auction with a starting price of £300,000 ($381k).More from @Millar_Colin and @polballus https://t.co/ez5acrfzxk— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2024 Umboðsmaðurinn Gaggioli kallaði atvikið á veitingastaðnum í Barcelona „stórkostlegt augnablik“. „Servíettan braut ísinn. Lögfræðingar mínir litu á hana. Á servíettunni var allt sem þurfti, nafnið mitt, nafnið hans og dagsetningin. Henni var þinglýst og þetta var löglegt skjal.“ „Hún verður hluti af lífi mínu um alla tíð. Spænski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Lionel Messi var aðeins þrettán ára gamall þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta samning við Barcelona. Skrifað var undir samninginn þann 14. desember árið 2000 en Messi var eftirsóttur og sótti Carles Rexach, þáverandi forseti Barcelona, hart að sækja Argentínumanninn. Ákvörðun sem hann sér varla eftir í dag. Messi hafði verið á reynslu hjá spænsku risunum í september sama ár og skrifað var undir samninginn. Hann heillaði þá sem fylgdust með en innan félagsins heyrðust raddir um að ekki væri rétt að skrifa undir samning við þetta ungan leikmann sem þar að auki kom alla leið frá Argentínu. Ætluðu að bjóða Messi til Real Madrid Rexach óttaðist að Barcelona myndi missa af Messi og hafði Horacio Gaggioli, umboðsmaður Messi, sagt Rexach að ef Barcelona myndi ekki drífa sig í að klára samninginn þá myndi hann bjóða Messi til annarra félaga og var Real Madrid þar á meðal. Rexach brást fljótt við og bauð Gaggioli til kvöldverðar í Barcelona. Hann hafði engan tíma til að prenta út samning en þurfti undirskrift umboðsmannsins engu að síður. Lausn Rexach var að grípa servíettu sem þeir félagar skrifuðu samninginn á. Á servíettunni var samkomulag reifað en viðstaddir voru tveir umboðsmenn Messi, Carles Rexach auk starfsmanns Barcelona. „Servíettan braut ísinn“ Umrædd servíetta er nú á leið á uppboð hjá uppboðshúsinu Bonhams í London. Uppboðið fer fram 18.- 27. mars og verður upphafsverðið 300.000 pund eða rúmlega 50 milljónir íslenskra króna. Ian Hehling, yfirmaður hjá Bonhams uppboðshúsinu segir að servíettan sé einn af þeim mest spennandi hlutum sem hann hefur komist í snertingu við. „Þetta er servíetta en hún markaði upphaf ferils Lionel Messi. Þetta breytti lífi Messi, framtíð FC Barcelona og var upphafið að nokkrum af mögnuðustu augnablikum knattspyrnunnar fyrir milljónir áhorfenda um allan heim,“ sagði Ehling í viðtali. The napkin upon which Lionel Messi s first Barcelona agreement was informally written will be sold at auction.Bonhams will run the auction with a starting price of £300,000 ($381k).More from @Millar_Colin and @polballus https://t.co/ez5acrfzxk— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2024 Umboðsmaðurinn Gaggioli kallaði atvikið á veitingastaðnum í Barcelona „stórkostlegt augnablik“. „Servíettan braut ísinn. Lögfræðingar mínir litu á hana. Á servíettunni var allt sem þurfti, nafnið mitt, nafnið hans og dagsetningin. Henni var þinglýst og þetta var löglegt skjal.“ „Hún verður hluti af lífi mínu um alla tíð.
Spænski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira