Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Jón Þór Stefánsson skrifar 1. febrúar 2024 09:00 Málið varðar skemmdir sem urðu á vatnslögninni til eyja í nóvember þegar akkeri fór í lögnina. Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. Í gær var greint frá bréfi HS Veitna til Vestmannaeyjabæjar, en þar var óskað eftir því að bærinn myndi leysa til sín vatnsveituna, en fyrirtækið vill meina að bærinn beri ábyrgð á lögninni. Málið varðar skemmdir sem urðu á vatnslögninni til eyja í nóvember þegar akkeri skipsins Huginn VE 55 fór í lögnina og olli skemmdum á henni. Líkt og áður segir vill Vestmannaeyjabær meina að ábyrgðin sé hjá HS Veitum. Þetta kemur fram í svarbréfi Vestmannaeyja sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri er undirritar. „Bærinn hefur einfaldlega engar skyldur í þessu sambandi og er ekki bær til að taka ákvarðanir um rekstur og stjórn veitunnar. Einkaréttindum HS Veitna hf. til vatnssölu til Vestmannaeyja samkvæmt lögum og fyrirliggjandi samningum fylgja skyldur sem virðist alveg litið hjá í tilviki félagsins. Það er nefnilega svo að réttindum félagsins fylgja líka skyldur og þetta tvennt verður ekki skilið í sundur,“ segir í svarbréfi bæjarins. Vestmannaeyjabær mótmælir því að hafa brotið á skuldbindingum sínum gagnvart HS Veitum. „Það er ekki rökstutt eða útskýrt með neinum haldbærum hætti hvernig og hvaða vanefndir hafi átt sér stað.“ Þó segist bærinn ætla að standa undir sínum skuldbindingum samkvæmt fyrirliggjandi samningum, og er því haldið fram að því hafi verið ítrekað komið á framfæri við HS Veitur. Vestmannaeyjabær vill þó meina að í þeim skyldum felist ekki að bærinn taki ákvörðun um viðgerð á lögninni. Þá er komið inn á kröfu HS Veitna að bærinn leysi til sín vatnsveituna. Bærinn segist ekki hafa neina innlausnarskyldu á vatnsveitunni. „Enda ef svo væri myndu HS Veitur hf. eflaust halda því fram í sínu bréfi sem ekki er gert.“ Í bréfi HS Veitna er minnst á óháða lögfræðilega álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist var að sömu niðurstöðu og fyrirtækið gerir. Vestmannaeyjabær segir að ekki sé um lögfræðilegt álit að ræða heldur stutt minnisblað sem hafi veri unnið í miklum flýti, á því tvennu sé veigamikill munur. „Við gerð þess minnisblaðs var rætt við og fengin gögn og álit frá HS Veitum hf., en ekki Vestmannaeyjabæ. Þegar af þeirri ástæðu er alls ekki hægt að líta svo á að um óháð eða haldbært gagn sé að ræða,“ segir í bréfinu, en þar er því jafnframt haldið fram að litið hafi verið hjá veigamiklum lögfræðilegum atriðum, og það byggt á röngum forsendum. Í svarbréfi Vestmannaeyja er minnst á að kröfur hafi verið gerður á hendur útgerðinni sem rekur Huginn VE 55 vegna tjónsins. HS Veitur hafi krafist sjóprófa vegna málsins og að þau hafi hafist sama dag og fyrirtækið sendi sitt bréf, síðastliðið þriðjudagskvöld. Þá verði annað sjópróf haldið fimmtánda febrúar næstkomandi. Í kjölfar þess megi búast bið því að útgerðin og tryggingafélag hennar muni tala afstöðu til bótaskyldu og síðan verði krafa útbúin. „Undirstrika þessar staðreyndir hversu ótímabært og taktlaust bréf HS Veitna hf. í raun og veru er.“ Vestmannaeyjabær vill meina að hagsmunir beggja aðila felist í því að halda viðræðum áfram og að samskipti milli bæjarins og fyrirtækisins fari ekki fram í gegnum fjölmiðla. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Í gær var greint frá bréfi HS Veitna til Vestmannaeyjabæjar, en þar var óskað eftir því að bærinn myndi leysa til sín vatnsveituna, en fyrirtækið vill meina að bærinn beri ábyrgð á lögninni. Málið varðar skemmdir sem urðu á vatnslögninni til eyja í nóvember þegar akkeri skipsins Huginn VE 55 fór í lögnina og olli skemmdum á henni. Líkt og áður segir vill Vestmannaeyjabær meina að ábyrgðin sé hjá HS Veitum. Þetta kemur fram í svarbréfi Vestmannaeyja sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri er undirritar. „Bærinn hefur einfaldlega engar skyldur í þessu sambandi og er ekki bær til að taka ákvarðanir um rekstur og stjórn veitunnar. Einkaréttindum HS Veitna hf. til vatnssölu til Vestmannaeyja samkvæmt lögum og fyrirliggjandi samningum fylgja skyldur sem virðist alveg litið hjá í tilviki félagsins. Það er nefnilega svo að réttindum félagsins fylgja líka skyldur og þetta tvennt verður ekki skilið í sundur,“ segir í svarbréfi bæjarins. Vestmannaeyjabær mótmælir því að hafa brotið á skuldbindingum sínum gagnvart HS Veitum. „Það er ekki rökstutt eða útskýrt með neinum haldbærum hætti hvernig og hvaða vanefndir hafi átt sér stað.“ Þó segist bærinn ætla að standa undir sínum skuldbindingum samkvæmt fyrirliggjandi samningum, og er því haldið fram að því hafi verið ítrekað komið á framfæri við HS Veitur. Vestmannaeyjabær vill þó meina að í þeim skyldum felist ekki að bærinn taki ákvörðun um viðgerð á lögninni. Þá er komið inn á kröfu HS Veitna að bærinn leysi til sín vatnsveituna. Bærinn segist ekki hafa neina innlausnarskyldu á vatnsveitunni. „Enda ef svo væri myndu HS Veitur hf. eflaust halda því fram í sínu bréfi sem ekki er gert.“ Í bréfi HS Veitna er minnst á óháða lögfræðilega álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist var að sömu niðurstöðu og fyrirtækið gerir. Vestmannaeyjabær segir að ekki sé um lögfræðilegt álit að ræða heldur stutt minnisblað sem hafi veri unnið í miklum flýti, á því tvennu sé veigamikill munur. „Við gerð þess minnisblaðs var rætt við og fengin gögn og álit frá HS Veitum hf., en ekki Vestmannaeyjabæ. Þegar af þeirri ástæðu er alls ekki hægt að líta svo á að um óháð eða haldbært gagn sé að ræða,“ segir í bréfinu, en þar er því jafnframt haldið fram að litið hafi verið hjá veigamiklum lögfræðilegum atriðum, og það byggt á röngum forsendum. Í svarbréfi Vestmannaeyja er minnst á að kröfur hafi verið gerður á hendur útgerðinni sem rekur Huginn VE 55 vegna tjónsins. HS Veitur hafi krafist sjóprófa vegna málsins og að þau hafi hafist sama dag og fyrirtækið sendi sitt bréf, síðastliðið þriðjudagskvöld. Þá verði annað sjópróf haldið fimmtánda febrúar næstkomandi. Í kjölfar þess megi búast bið því að útgerðin og tryggingafélag hennar muni tala afstöðu til bótaskyldu og síðan verði krafa útbúin. „Undirstrika þessar staðreyndir hversu ótímabært og taktlaust bréf HS Veitna hf. í raun og veru er.“ Vestmannaeyjabær vill meina að hagsmunir beggja aðila felist í því að halda viðræðum áfram og að samskipti milli bæjarins og fyrirtækisins fari ekki fram í gegnum fjölmiðla.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira