Lífið

Stjörnulífið: „Við Hjálmar munum aldrei gleyma þessu kvöldi“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Febrúar er genginn í garð og telur nú 29 daga þetta árið.
Febrúar er genginn í garð og telur nú 29 daga þetta árið.

Febrúar er genginn í garð með hækkandi sól og veðurviðvörunum. Stjörnur landsins létu veðrið ekki á sig fá og ýmist þjófstörtuðu bolludeginum, skelltu sér í reiðtúr eða skemmtu sér á þorrablóti Grindvíkinga. 

Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.

Fannhvít jörð og hvassviðri

Hlaupadrottningin Mari Jaersk skellti sér í heita pottinn í hvassviðrinu um helgina.

Elísabet Gunnars var ánægð með gærdaginn sem einkenndist af sól, samveru og útiveru.

Hildur Sif Hauksdóttir klæddi sig í stíl við umhverfið. Fannhvít jörð og hvítt dress.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra skellti sér í reiðtúr í blíðvirðinu í gær.

Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknar í Garðabæ og eigandi Extraloppunnar, var svartklædd og töff snjónum.

Grammy-verðlaunin

Stórtíðindi liðinnar viku var án efa í gærkvöldi þegar tveir Íslendingar voru tilefndir til Grammy-verðlaunna, Laufey Lín Jónsdóttir fyrir breiðskífuna Bewitched og Ólafur Arnalds plötuna sína Some Kind of Peace í flokki nýaldartónlistar.

Laufey bar sigur úr bítum og hlaut Grammy-verðlaun í flokki hefðbundinnar popptónlistar.

Gellur gera vel við sig

Vinkonurnar og áhrifavaldarnir Sunneva Einars og Jóhanna Helga Jensdóttir gerðu vel við sig og fóru út að borða í óveðrinu.

Lilja Gísladóttir, áhrifavaldur og talskona jákvæðrar líkamsýmindar, skellti sér í dögurð með vinkonum sínum og skálaði í espresso-martini um helgina. 

Þorrablót Grindvíkinga 

Skemmtikraftarnir Eva Ruza Miljevic og Hjálmar Örn Jóhannesson skemmtu Grindvíkingum á Þorrablóti um helgina. Eva klæddist glæsilegum gulum síðkjól með gular neglur í stíl.

„Ég fékk margoft gæsahúð og smá kökk í hálsinn. Svo fallegt að sjá þau saman,“ skrifar Eva meðal annars um viðburðinn.

Anfield-draumur

Tónlistarmaðurinn og Idol-dómarinn Herra Hnetusmjör skrapp til London á leik Liverpool gegn Chelsea á Anfield leikvangnum í vikunni. 

Fyrsta afmælið

Ástrós Traustadóttir fagnaði eins árs afmæli dótturinnar Nóru Náðar um helgina. Veislan var glæsileg eins og við var að búast. 

Júlí og PBT í eina sæng

Úrslitin nálgast óðfluga í Idol og eru aðeins fimm dagar þar til næsta Idol-stjarna Íslands verður krýnd í Idolhöllinni að Fossaleyni. 

Júlí Heiðar Halldórsson og Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, sameina krafta sína í nýju lagi og frumsýna lagið á úrslitakvöldi Idol næstkomandi föstudag. 

Skemmtilegri vinnudagur

Pattra Sriyanonge, markaðsstjóri og ofurskvísa, skemmti sér með samstarfsfélögum sínum í myndatöku fyrir verslunina Sjáðu.

Telja niður dagana 

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri og raunveruleikastjarna, telur niður dagana í frumburð hennar og Enoks Jónssonar. Drengurinn er væntanlegur í heiminn á næstu dögum.

Edrúar-febrúar

Athafnakonan og hlaðvarpsstjarnan Sylvía Briem Friþjónsdóttir skorar á fólk að skála í óáfengum drykkjum í febrúar. „Edrúar febrúar“ er herferð sem á að hvetja Íslendinga til þess að sleppa neyslu áfengis í þessum mánuði.

Þjófstartar bolludeginum

Eva Laufey Kjaran matgæðingur þjófstartaði bolludeginum og töfraði fram stórkostlegt hlaðborð með ólíkum tegundum af bollum.


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Blót, bóndadagur og börn

Stjörnur landsins dönsuðu sig í gegnum síðustu helgi janúarmánaðar og fer þessi langi mánuður senn að líða undir lok, mörgum til mikillar ánægju. Þorrablót, tónleikar, afmælisveislur og fleira fjör einkenndi helgina. 

Stjörnulífið: Bumbumyndir, boltinn og bombur í brekkunni

Skemmtanalífið var upp á sitt allra besta um helgina með fjöldanum öllum af þorrablótum, árshátíðum og öðrum boðum. Stjörnur landsins skinu skært hvort sem það var í skíðagallanum í brekkunni eða glimmergallanum á dansgólfinu. 

Stjörnulífið: Stjörnum prýtt Gossip Girl afmæli á Geysi

Elín Svafa Thoroddsen eigandi glæsihótelsins Geysis fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt liðna helgi á hótelinu í Haukadal. Helstu áhrifavaldar landsins voru meðal gesta auk þekktra tónlistarmanna. Þema veislunnar var í anda Gossip Girl þáttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.