Gluggadagur: Rólegheit á síðasta degi félagsskiptagluggans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2024 09:59 Rúnar Alex, Jesse Lingard og Albert Guðmundsson komu við sögu á gluggadegi. Samsett Vísir var með beina textalýsingu frá lokadegi félagaskiptagluggans í evrópska karlafótboltanum. Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem átti sér stað Liðin í stærstu deildum Evrópu héldu sig að mestu til hlés þennan gluggadaginn, enda virðast mörg þeirra vera smeyk við fjárhagsreglurnar, FFP. Þó var ýmislegt sem átti sér stað og fylgdumst við Íslendingar kannski helst með því sem var að gerast hjá landsliðsmönnunum Rúnari Alex Rúnarssyni og Alberti Guðmundssyni. Rúnar Alex fékk samningi sínum við Arsenal rift og hélt á önnur mið. Hann var ap lokum kynntur til leiks sem nýr leikmaður FCK í Danmörku. Þá leit um tíma út fyrir að Albert Guðmundsson gæti verið á leið til Fiorentina frá Genoa. Samkvæmt félagsskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano var Fiorentina hins vegar ekki tilbúið að greiða það verð fyrir Albert sem Genoa vildi fá fyrir hann. 🚨🔴🔵 Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth €22m plus €3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Af öðrum Íslendingum var það að frétta að Freyr Alexandersson vildi greinilega fá Kolbein Birgi Finnsson til sín í Kortrijk, eftir að hafa stýrt honum hjá Lyngby, en danska félagið hafnaði tilboði upp á rúmar 200 milljónir íslenska króna, samkvæmt BT. Þá gerði ítalska félagið Lecce danska félaginu AGF tilboð í íslenska landsliðsmanninn Mikael Anderson. Af ensku úrvalsdeildinni var það helst að frétta að Saïd Benrahma yfirgaf West Ham og fór til Lyon og Pablo Fornals fór til Real Betis, Nottingham Forest fékk fyrirliða Strasbourg, Matz Sels, í markið og þá Rodrigo Ribeiro frá Sporting CP í Portúgal og Gio Reyna frá Borussia Dortmund, Newcastle keypti hinn átján ára gamla Alfie Harrison frá Manchester City. Þá fór Armando Broja á láni frá Chelsea til Fulham, Bournemouth fékk Enes Unal frá Getafe, Mason Holgate fór frá Everton til Sheffield United og sænski unglingurinn Lucas Bergvall virðist vera að velja Tottenham fram yfir Barcelona. Óvæntustu tíðindin voru hins vegar þau að Jesse Lingar, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er að öllum líkindum á leið til Suður Kóreu. BREAKING 🚨: Jesse Lingard is close to completing a shock move to South Korean side FC Seoul 🇰🇷 pic.twitter.com/KKdWIr2znH— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2024 Stærstu tíðindi dagsins komu hins vegar alls ekki úr fótboltaheiminum þegar tilkynnt var um að Lewis Hamilton mun keyra fyrir Ferrari að komandi tímabili loknu. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta sem átti sér stað á gluggadeinum. Ef vaktin birtist ekki er hægt að endurhlaða síðuna.
Liðin í stærstu deildum Evrópu héldu sig að mestu til hlés þennan gluggadaginn, enda virðast mörg þeirra vera smeyk við fjárhagsreglurnar, FFP. Þó var ýmislegt sem átti sér stað og fylgdumst við Íslendingar kannski helst með því sem var að gerast hjá landsliðsmönnunum Rúnari Alex Rúnarssyni og Alberti Guðmundssyni. Rúnar Alex fékk samningi sínum við Arsenal rift og hélt á önnur mið. Hann var ap lokum kynntur til leiks sem nýr leikmaður FCK í Danmörku. Þá leit um tíma út fyrir að Albert Guðmundsson gæti verið á leið til Fiorentina frá Genoa. Samkvæmt félagsskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano var Fiorentina hins vegar ekki tilbúið að greiða það verð fyrir Albert sem Genoa vildi fá fyrir hann. 🚨🔴🔵 Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth €22m plus €3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Af öðrum Íslendingum var það að frétta að Freyr Alexandersson vildi greinilega fá Kolbein Birgi Finnsson til sín í Kortrijk, eftir að hafa stýrt honum hjá Lyngby, en danska félagið hafnaði tilboði upp á rúmar 200 milljónir íslenska króna, samkvæmt BT. Þá gerði ítalska félagið Lecce danska félaginu AGF tilboð í íslenska landsliðsmanninn Mikael Anderson. Af ensku úrvalsdeildinni var það helst að frétta að Saïd Benrahma yfirgaf West Ham og fór til Lyon og Pablo Fornals fór til Real Betis, Nottingham Forest fékk fyrirliða Strasbourg, Matz Sels, í markið og þá Rodrigo Ribeiro frá Sporting CP í Portúgal og Gio Reyna frá Borussia Dortmund, Newcastle keypti hinn átján ára gamla Alfie Harrison frá Manchester City. Þá fór Armando Broja á láni frá Chelsea til Fulham, Bournemouth fékk Enes Unal frá Getafe, Mason Holgate fór frá Everton til Sheffield United og sænski unglingurinn Lucas Bergvall virðist vera að velja Tottenham fram yfir Barcelona. Óvæntustu tíðindin voru hins vegar þau að Jesse Lingar, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er að öllum líkindum á leið til Suður Kóreu. BREAKING 🚨: Jesse Lingard is close to completing a shock move to South Korean side FC Seoul 🇰🇷 pic.twitter.com/KKdWIr2znH— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2024 Stærstu tíðindi dagsins komu hins vegar alls ekki úr fótboltaheiminum þegar tilkynnt var um að Lewis Hamilton mun keyra fyrir Ferrari að komandi tímabili loknu. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta sem átti sér stað á gluggadeinum. Ef vaktin birtist ekki er hægt að endurhlaða síðuna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti