Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2024 11:59 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. Húsnæðið á Litla Hrauni er svo lélegt að ekki er talið svara kostnaði að gera við það. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt fangelsi á næstu sex árum.Vísir/Vilhelm Björn LevíGunnarsson þingmaður Pírata dró upp afar dökka mynd af stöðu fangelsismála í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í heimsókn á Litla Hraun hafi blasað við skemmt og ónýtt húsnæði því ekki hafi eingöngu skort fé í rekstur fangelsisins heldur einnig í viðhald húsnæðisins. Hann spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra meðal annars að því hvort hægt væri að réttlæta að greiða föngum 450 krónur á klukkustund fyrir vinnu þeirra, sem þýddi að þeir ættu oft ekki fyrir mat. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir algert aðgerðarleysi í fangelsismálum. Stöð 2/Ívar Fannar „Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsin kjörgeymslur í núverandi mynd. Núverandi staða er þannig að allir eru settir undir sama hatt. Þannig eru fangar sem eru jafnvel í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir á sömu deild og fangar sem eru í bata eða reyna að finna betrun. Dæmi eru um að menn klári langa dóma, tuttugu og fjóra mánuði eða lengri, án þess að hitta sálfræðing einu sinni,“ sagði Björn Leví. Þá væri lyfjameðferð takmörkuð til að sporna við fíknivanda Þvi væru nauðsynleg lyf til dæmis viðofvirkni ekki aðgengileg. „Ekki einungis sinni þurfa fangað að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur og bilaður. Svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem er hengd yfir slá sem skilur að rými milli salernisins og sturtuaðstöðu. Er þetta boðlegt,“ spurði þingmaður Pírata. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist leggja mika áherslu að úrbætur í fangelsismálum.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagði fangelsismál eitt af hennar aðaláherslumálum. Hún væri sammála fyrirspyrjanda um að þessi málaflokkur hefði átt undir högg að sækja í allt of langan tíma. Ákveðið hafi verið að byggja tímabært nýtt fangelsi. Guðrún sagðist einnig hafa boðað heildarendurskoðun á fullnustukerfinu í átt til betrunar. Það væri sóun á fjármunum að eyða tvö þúsund milljónum í endurbætur á Litla Hrauni. En fjármunir hafi verið tryggðir til nauðsynlegs viðhalds á þeim sex árum sem tæki að byggja nýtt fangelsi. „Þá voru tryggðar 250 milljónir í varanlega viðbót til reksturs fangelsa, sem og aðhaldskrafan var tekin af fangelsinu. Sömuleiðis var samþykkt 80 milljón króna viðbótarframlag til að bæta og auka menntun fangavarða. Allt er þetta gert til að bæta aðstöðuna í þessum málaflokki,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Fangelsismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. 4. desember 2023 12:14 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Húsnæðið á Litla Hrauni er svo lélegt að ekki er talið svara kostnaði að gera við það. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt fangelsi á næstu sex árum.Vísir/Vilhelm Björn LevíGunnarsson þingmaður Pírata dró upp afar dökka mynd af stöðu fangelsismála í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í heimsókn á Litla Hraun hafi blasað við skemmt og ónýtt húsnæði því ekki hafi eingöngu skort fé í rekstur fangelsisins heldur einnig í viðhald húsnæðisins. Hann spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra meðal annars að því hvort hægt væri að réttlæta að greiða föngum 450 krónur á klukkustund fyrir vinnu þeirra, sem þýddi að þeir ættu oft ekki fyrir mat. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir algert aðgerðarleysi í fangelsismálum. Stöð 2/Ívar Fannar „Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsin kjörgeymslur í núverandi mynd. Núverandi staða er þannig að allir eru settir undir sama hatt. Þannig eru fangar sem eru jafnvel í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir á sömu deild og fangar sem eru í bata eða reyna að finna betrun. Dæmi eru um að menn klári langa dóma, tuttugu og fjóra mánuði eða lengri, án þess að hitta sálfræðing einu sinni,“ sagði Björn Leví. Þá væri lyfjameðferð takmörkuð til að sporna við fíknivanda Þvi væru nauðsynleg lyf til dæmis viðofvirkni ekki aðgengileg. „Ekki einungis sinni þurfa fangað að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur og bilaður. Svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem er hengd yfir slá sem skilur að rými milli salernisins og sturtuaðstöðu. Er þetta boðlegt,“ spurði þingmaður Pírata. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist leggja mika áherslu að úrbætur í fangelsismálum.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagði fangelsismál eitt af hennar aðaláherslumálum. Hún væri sammála fyrirspyrjanda um að þessi málaflokkur hefði átt undir högg að sækja í allt of langan tíma. Ákveðið hafi verið að byggja tímabært nýtt fangelsi. Guðrún sagðist einnig hafa boðað heildarendurskoðun á fullnustukerfinu í átt til betrunar. Það væri sóun á fjármunum að eyða tvö þúsund milljónum í endurbætur á Litla Hrauni. En fjármunir hafi verið tryggðir til nauðsynlegs viðhalds á þeim sex árum sem tæki að byggja nýtt fangelsi. „Þá voru tryggðar 250 milljónir í varanlega viðbót til reksturs fangelsa, sem og aðhaldskrafan var tekin af fangelsinu. Sömuleiðis var samþykkt 80 milljón króna viðbótarframlag til að bæta og auka menntun fangavarða. Allt er þetta gert til að bæta aðstöðuna í þessum málaflokki,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir.
Fangelsismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. 4. desember 2023 12:14 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. 4. desember 2023 12:14
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent