Ráðinn öryggisstjóri Síldarvinnslunnar Atli Ísleifsson skrifar 1. febrúar 2024 12:21 Páll Freysteinsson. Smári Gestsson Páll Freysteinsson hefur verið ráðinn nýr öryggisstjóri Síldarvinnslunnar og hóf hann störf fyrr í dag. Í tilkynningu frá Síldarvinnslunni kemur fram að Páll sé Norðfirðingur, fæddur árið 1960. „Páll er tölvuverkfræðingur að mennt og lauk hann námi sínu í háskólanum í Álaborg í Danmörku. Að námi loknu starfaði hann fyrst við hugbúnaðargerð hjá fyrirtækinu EJS og varð síðar framkvæmdastjóri hjá því fyrirtæki. Síðar starfaði hann hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Hugur/Ax. Árið 2007 flutti fjölskyldan austur til Neskaupstaðar og hóf Páll þá störf hjá ALCOA – Fjarðaáli. Í upphafi var hann framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Fjarðaáli og síðan var hann framkvæmdastjóri viðhaldsmála um tíma. Loks hóf hann að gegna starfi framkvæmdastjóra öryggis- og heilsumála hjá Fjarðaáli. Páll segist vera afar ánægður með starfstíma sinn hjá ALCOA – Fjarðaáli. Hann hafi unnið með afar góðu fólki og öðlast dýrmæta reynslu í störfunum þar. Þá reynslu geti hann svo sannarlega hagnýtt sér. Páll lauk störfum hjá ALCOA – Fjarðaáli í mars á síðasta ári og frá þeim tíma hefur hann sinnt ýmsum áhugamálum þar til nú þegar nýtt starf á hug hans allan. Áhugamálin eru fjölþætt og má þar nefna íþróttir, útivist og uppgerð gamalla húsa. Viðfjörður á sérstakan sess í huga Páls, en hann á ættir að rekja þangað,“ segir í tilkynningunni. Páll er kvæntur Jóhönnu Bryndísi Jónsdóttur sem starfar á skrifstofu Síldarvinnslunnar. Þau eiga þrjár uppkomnar dætur og fimm barnabörn. Síldarvinnslan Vistaskipti Sjávarútvegur Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Í tilkynningu frá Síldarvinnslunni kemur fram að Páll sé Norðfirðingur, fæddur árið 1960. „Páll er tölvuverkfræðingur að mennt og lauk hann námi sínu í háskólanum í Álaborg í Danmörku. Að námi loknu starfaði hann fyrst við hugbúnaðargerð hjá fyrirtækinu EJS og varð síðar framkvæmdastjóri hjá því fyrirtæki. Síðar starfaði hann hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Hugur/Ax. Árið 2007 flutti fjölskyldan austur til Neskaupstaðar og hóf Páll þá störf hjá ALCOA – Fjarðaáli. Í upphafi var hann framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Fjarðaáli og síðan var hann framkvæmdastjóri viðhaldsmála um tíma. Loks hóf hann að gegna starfi framkvæmdastjóra öryggis- og heilsumála hjá Fjarðaáli. Páll segist vera afar ánægður með starfstíma sinn hjá ALCOA – Fjarðaáli. Hann hafi unnið með afar góðu fólki og öðlast dýrmæta reynslu í störfunum þar. Þá reynslu geti hann svo sannarlega hagnýtt sér. Páll lauk störfum hjá ALCOA – Fjarðaáli í mars á síðasta ári og frá þeim tíma hefur hann sinnt ýmsum áhugamálum þar til nú þegar nýtt starf á hug hans allan. Áhugamálin eru fjölþætt og má þar nefna íþróttir, útivist og uppgerð gamalla húsa. Viðfjörður á sérstakan sess í huga Páls, en hann á ættir að rekja þangað,“ segir í tilkynningunni. Páll er kvæntur Jóhönnu Bryndísi Jónsdóttur sem starfar á skrifstofu Síldarvinnslunnar. Þau eiga þrjár uppkomnar dætur og fimm barnabörn.
Síldarvinnslan Vistaskipti Sjávarútvegur Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira