Caitlin Clark orðin sú næststigahæsta í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 17:00 Caitlin Clark spilar með Iowa Hawkeyes og er ein sú vinsælasta í bandarískum íþróttum í dag. Getty/Michael Reaves Körfuboltastjarnan Caitlin Clark hoppaði upp í annað sætið í nótt yfir þá körfuboltakonur sem hafa skorað flest stig frá upphafi í bandaríska háskólakörfuboltanum. Clark byrjaði daginn í fjórða sætinu en komst upp fyrir bæði Kelsey Mitchell og Jackie Stiles í leiknum. Hún var fyrir leikinn fjórum stigum á eftir Stiles og þrettán stigum á eftir Mitchell. Caitlin Clark became the No. 2 all-time points leader in NCAA D-1 Women's history tonight She sits behind Kelsey Plum at No. 1. pic.twitter.com/sPh62TbRBW— Yahoo Sports (@YahooSports) February 1, 2024 Clark skoraði á endanum 35 stig í 110-74 sigri Iowa á Northwestern en þetta var fimmti þrjátíu stiga leikur hennar í röð. Clark er nú komin með 3424 stig og er með augum á stigametinu. Það á Kelsey Plum sem skoraði 3527 stig fyrir Washington skólann. Plum er í dag stjörnuleikmaður Las Vegas Aces liðsins í WNBA-deildinni. Það er ekki eins og Clark hafi bara verið að skora því hún var einnig með 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Caitlin Clark talks about what it means to be number two on the DI all-time leading scorers list. pic.twitter.com/HragXTIYL9— NBC Sports (@NBCSports) February 1, 2024 Á þessu tímabili er hún með 32,1 stig að meðaltali í leik. Haldi hún áfram að skora svo mikið þá ætti hún að bæta stigametið á móti Michigan skólanum 15. febrúar næstkomandi. Clark er gríðarlega vinsæl og það er frábær aðsókn á alla hennar leiki. Það verða örugglega mörg augu á leiknum þar sem hún getur orðið stigahæsta kona bandaríska háskólakörfuboltans frá upphafi. Takist henni að ná Plum þá er alltaf eftir afrekið að bæta stigamet karlanna en Pete Maravich skoraði á sínum tíma 3667 stig fyrir LSU háskólann. Hann var með 43 stig eða meira að meðaltali í leik á öllum þremur tímabilum sínum með skólanum. Caitlin Clark becomes No. 2 all-time points leader in NCAA D-1 Women's history She trails Kelsey Plum for No. 1 pic.twitter.com/Bmex8D1fsf— Bleacher Report (@BleacherReport) February 1, 2024 Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira
Clark byrjaði daginn í fjórða sætinu en komst upp fyrir bæði Kelsey Mitchell og Jackie Stiles í leiknum. Hún var fyrir leikinn fjórum stigum á eftir Stiles og þrettán stigum á eftir Mitchell. Caitlin Clark became the No. 2 all-time points leader in NCAA D-1 Women's history tonight She sits behind Kelsey Plum at No. 1. pic.twitter.com/sPh62TbRBW— Yahoo Sports (@YahooSports) February 1, 2024 Clark skoraði á endanum 35 stig í 110-74 sigri Iowa á Northwestern en þetta var fimmti þrjátíu stiga leikur hennar í röð. Clark er nú komin með 3424 stig og er með augum á stigametinu. Það á Kelsey Plum sem skoraði 3527 stig fyrir Washington skólann. Plum er í dag stjörnuleikmaður Las Vegas Aces liðsins í WNBA-deildinni. Það er ekki eins og Clark hafi bara verið að skora því hún var einnig með 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Caitlin Clark talks about what it means to be number two on the DI all-time leading scorers list. pic.twitter.com/HragXTIYL9— NBC Sports (@NBCSports) February 1, 2024 Á þessu tímabili er hún með 32,1 stig að meðaltali í leik. Haldi hún áfram að skora svo mikið þá ætti hún að bæta stigametið á móti Michigan skólanum 15. febrúar næstkomandi. Clark er gríðarlega vinsæl og það er frábær aðsókn á alla hennar leiki. Það verða örugglega mörg augu á leiknum þar sem hún getur orðið stigahæsta kona bandaríska háskólakörfuboltans frá upphafi. Takist henni að ná Plum þá er alltaf eftir afrekið að bæta stigamet karlanna en Pete Maravich skoraði á sínum tíma 3667 stig fyrir LSU háskólann. Hann var með 43 stig eða meira að meðaltali í leik á öllum þremur tímabilum sínum með skólanum. Caitlin Clark becomes No. 2 all-time points leader in NCAA D-1 Women's history She trails Kelsey Plum for No. 1 pic.twitter.com/Bmex8D1fsf— Bleacher Report (@BleacherReport) February 1, 2024
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira