Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. febrúar 2024 14:58 „Við erum búnir að vera með sama fólkið hjá okkur í mörg mörg ár,“ segir Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur. Vísir/Samsett „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu, að gera þetta. Það var bara ekki annað hægt,“ segir Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur ehf. í samtali við fréttastofu vegna hópuppsagnar sem fór fram hjá fyrirtækinu um nýliðin mánaðamót. „Þetta er ekkert grín, en það var ekki hjá þessu komist.“ Greint var frá því í dag að 47 starfsmönnum matvælafyrirtækis hefði verið sagt upp í janúar. Hermann segist ekki með töluna á uppsögnunum hjá þeim á hreinu, en telur nokkuð ljóst að þarna sé átt við um Stakkavík. Stakkavík starfar frá Grindavíkurbæ og vegna jarðhræringanna sem gengið hafa yfir síðustu mánuði þykir ótækt að halda stórum hluta starfseminnar áfram. „Við erum með landvinnslu og við erum með skip. Við erum að vinna fisk sem fer aðallega í flug,“ segir Hermann sem útskýrir að starfsmönnum landvinnslunnar hafi verið sagt upp þar sem að húsnæði fyrirtækisins sé ónýtt. „Við urðum fyrir skakkaföllum í jarðskjálftunum, þá varð fyrirtækið fyrir miklum skemmdum. En við rétt sluppum í gegn með það að Náttúruhamfaratrygging leyfði okkur að laga það. Við fórum af stað að reyna að laga, en þá kemur þessi gliðnun og skjálftar sem komu síðan. Það fór miklu verr með húsin og þar með var þetta dæmt ónýtt. Þeir flautuðu leikinn af og þar með var ekkert annað að gera hjá okkur nema að fara í þessar leiðindaframkvæmdir, sem allir skilja náttúrulega, að segja fólkinu upp.“ Hermann segir að Stakkavík hafi hafið starfsemi árið 1988, þá með þrjá starfsmenn, og vaxið mikið síðan þá. Á síðustu árum hafi fyrirtækið verið í mikilli sókn, en náttúruhamfarirnar hafi eyðilagt það. „Við erum búnir að vera með sama fólkið hjá okkur í mörg mörg ár,“ segir Hermann og bætir við að allir séu miður sín vegna málsins. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
„Þetta er ekkert grín, en það var ekki hjá þessu komist.“ Greint var frá því í dag að 47 starfsmönnum matvælafyrirtækis hefði verið sagt upp í janúar. Hermann segist ekki með töluna á uppsögnunum hjá þeim á hreinu, en telur nokkuð ljóst að þarna sé átt við um Stakkavík. Stakkavík starfar frá Grindavíkurbæ og vegna jarðhræringanna sem gengið hafa yfir síðustu mánuði þykir ótækt að halda stórum hluta starfseminnar áfram. „Við erum með landvinnslu og við erum með skip. Við erum að vinna fisk sem fer aðallega í flug,“ segir Hermann sem útskýrir að starfsmönnum landvinnslunnar hafi verið sagt upp þar sem að húsnæði fyrirtækisins sé ónýtt. „Við urðum fyrir skakkaföllum í jarðskjálftunum, þá varð fyrirtækið fyrir miklum skemmdum. En við rétt sluppum í gegn með það að Náttúruhamfaratrygging leyfði okkur að laga það. Við fórum af stað að reyna að laga, en þá kemur þessi gliðnun og skjálftar sem komu síðan. Það fór miklu verr með húsin og þar með var þetta dæmt ónýtt. Þeir flautuðu leikinn af og þar með var ekkert annað að gera hjá okkur nema að fara í þessar leiðindaframkvæmdir, sem allir skilja náttúrulega, að segja fólkinu upp.“ Hermann segir að Stakkavík hafi hafið starfsemi árið 1988, þá með þrjá starfsmenn, og vaxið mikið síðan þá. Á síðustu árum hafi fyrirtækið verið í mikilli sókn, en náttúruhamfarirnar hafi eyðilagt það. „Við erum búnir að vera með sama fólkið hjá okkur í mörg mörg ár,“ segir Hermann og bætir við að allir séu miður sín vegna málsins.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira