Anthony, sem getur leikið bæði sem skotbakvörður og leikstjórnandi, lemur til liðsins frá Lúxemborg þar sem hún hefur leikið síðustu fjögur tímabil.
Hún var með 25 stig að meðaltali í leik í vetur, ásamt því að taka átta fráköst og gefa rúmlega fjórar stoðsendingar.
Þá hefur hún einnig leikið með LA Tech í háskólaboltanum áður en hún hélt út í atvinnumennsku þar sem hún varð fjórði stigahæsti leikmaðurinn í sinni deild síðasta árið sitt. Það ár setti hún einnig stigamet fyrir sinn skóla þegar hún skoraði 50 stig í einum og sama leiknum.