Hægt að forrita og prófa kappakstursbíla á UT-messunni í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 3. febrúar 2024 14:01 Það er nóg að gera á Tæknidegi UT-messunnar í dag. Aðsend Um fimmtán þúsund manns hafa síðustu ár gert sé dagamun á Tæknidegi UT-messunnar. Framkvæmdastjóri á von á því sama í Hörpu dag. UT-messan er bæði ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni. „Við höfum verið með UT-messuna í fjórtán ár og það er helsti tilgangurinn að vekja athygli á því hversu ótrúlega fjölbreyttur hann er þessi tækni og tölvugeiri. Hann er kominn út um allt og framtíðin er þannig að það þú þarft ekkert að vera forrita. Það vilja allir reyna að skilja tæknina,“ segir Arnheiður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri UT-messunnar. Tæknidagur ráðstefnunnar fer fram í dag þar sem hægt er að sjá og prófa ýmsar tækninýjungar á vegum bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. „Fólk getur átt hérna skemmtilegan dag með fjölskyldunni. Við erum með dagskrá fyrir alla aldurshópa og erum búin að dreifa þessu um allt húsið þannig það á að fara vel um alla,“ segir Arnheiður og að dagskráin sé afar fjölbreytt. Arnheiður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri UT-messunnar. „Klukkan eitt verðum við með erindi í Eldborg þar sem Jose Cordero, framtíðarspekingur, ætlar að taka spjall við Kára Stefánsson um það hvort að tæknin geti læknað dauðann,“ segir Arnheiður og að þótt svo að það sé viðburður sem miði frekar að eldra fólki sé nóg að skoða fyrir yngri kynslóðir. Dagskráin er hér. Háskóli Íslands og Háskóli Reykjavíkur bjóði báðir fólki að sjá og prófa helstu tækninýjungar á þeirra vegum. Háskóli Íslands er í Silfurbergi og Háskólinn í Reykjavík í Norðurljósum. „Þar er hægt að prófa allskonar tækninýjungar, prófa að forrita og sjá kappakstursbíla sem nemendur hafa verið að smíða,“ segir Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UT messunnar. Tæknidagurinn er í Hörpu, er opinn öllum og er opinn til klukkan 16. Gervigreind og öryggismál Ráðstefnan hófst um miðja vikuna. Arnheiður segir rauðan þráð í umræðum ráðstefnunnar í vikunni hafa verið gervigreind og öryggismál. „Ég myndi segja að það sem var rauður þráður hér í gær var öryggismál og gervigreind, sýndarveruleiki, vinnsla gagna og allt það. Það sem við vitum að framtíðin verður. Það er svo mikið tengt þessari gervigreind,“ segir Arnheiður. Hún segir að einnig hafi verið fjallað um mikilvægi íslenskunnar í tækninni en Miðeind hlaut Upplýsingatækniverðlaun Ský 2024 sem voru afhent við hátíðlega athöfn á ráðstefnu- og sýningardegi UT-messunnar í gær. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti Vilhjálmi Þorsteinsson, stofnanda Miðeindar og Lindu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra Miðeindar, verðlaunin sem er glerlistaverk eftir Ingu Elínu. „Framlag Miðeindar til að koma íslensku máli inn í framtíðina er ómetanlegt. Í kjölfar heimsóknar sendinefndar forseta Íslands til Kísildals í maí 2022 tók Miðeind upp samstarf við OpenAI um að styðja íslensku í risamállíkönum á borð við GPT-4, sem kom út í mars á síðasta ári. Afrakstur samstarfsins má meðal annars sjá í nýjustu útgáfu líkansins, GPT-4 Turbo, sem er mun sleipara í íslensku en fyrri líkön. Þá tekur Miðeind þátt í stóru Evrópuverkefni ásamt Háskóla Íslands, þar sem þróað verður risamállíkan fyrir íslensku og önnur germönsk tungumál,“ sagði meðal annars í umsögn dómnefndarinnar. Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Reyndu sig á móti vélmenni dulbúnu sem Björgvin Páll FH-ingarnir Ásbjörn Friðriksson og Embla Jónsdóttir kepptu við Valsarana Lovísu Thompson og Ými Örn Gíslason í skemmtilegri keppni á móti vélmennamarkverði í líki Björgvins Páls landsmarkvarðar í handbolta. 8. febrúar 2019 15:15 Kveikja á risatungli í Hörpu á fimmtíu ára afmæli Háskóli Íslands, UTmessan og Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) standa saman að uppsetningu á feikistóru listaverki í formi líkans af tunglinu í tengslum við UTmessu sem fram fer í Hörpu dagana 8. og 9. febrúar. 4. febrúar 2019 10:40 Vélmennið Títan stal senunni: Stundum einmana en á marga vini á Íslandi Vélmennið Títan er eitt sinnar tegundar í heiminum en vélmennið syngur, dansar og leikur listir sínar. Títan hefur ferðast víða um heiminn en er nú staddur hér á landi. 3. febrúar 2018 21:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
„Við höfum verið með UT-messuna í fjórtán ár og það er helsti tilgangurinn að vekja athygli á því hversu ótrúlega fjölbreyttur hann er þessi tækni og tölvugeiri. Hann er kominn út um allt og framtíðin er þannig að það þú þarft ekkert að vera forrita. Það vilja allir reyna að skilja tæknina,“ segir Arnheiður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri UT-messunnar. Tæknidagur ráðstefnunnar fer fram í dag þar sem hægt er að sjá og prófa ýmsar tækninýjungar á vegum bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. „Fólk getur átt hérna skemmtilegan dag með fjölskyldunni. Við erum með dagskrá fyrir alla aldurshópa og erum búin að dreifa þessu um allt húsið þannig það á að fara vel um alla,“ segir Arnheiður og að dagskráin sé afar fjölbreytt. Arnheiður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri UT-messunnar. „Klukkan eitt verðum við með erindi í Eldborg þar sem Jose Cordero, framtíðarspekingur, ætlar að taka spjall við Kára Stefánsson um það hvort að tæknin geti læknað dauðann,“ segir Arnheiður og að þótt svo að það sé viðburður sem miði frekar að eldra fólki sé nóg að skoða fyrir yngri kynslóðir. Dagskráin er hér. Háskóli Íslands og Háskóli Reykjavíkur bjóði báðir fólki að sjá og prófa helstu tækninýjungar á þeirra vegum. Háskóli Íslands er í Silfurbergi og Háskólinn í Reykjavík í Norðurljósum. „Þar er hægt að prófa allskonar tækninýjungar, prófa að forrita og sjá kappakstursbíla sem nemendur hafa verið að smíða,“ segir Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UT messunnar. Tæknidagurinn er í Hörpu, er opinn öllum og er opinn til klukkan 16. Gervigreind og öryggismál Ráðstefnan hófst um miðja vikuna. Arnheiður segir rauðan þráð í umræðum ráðstefnunnar í vikunni hafa verið gervigreind og öryggismál. „Ég myndi segja að það sem var rauður þráður hér í gær var öryggismál og gervigreind, sýndarveruleiki, vinnsla gagna og allt það. Það sem við vitum að framtíðin verður. Það er svo mikið tengt þessari gervigreind,“ segir Arnheiður. Hún segir að einnig hafi verið fjallað um mikilvægi íslenskunnar í tækninni en Miðeind hlaut Upplýsingatækniverðlaun Ský 2024 sem voru afhent við hátíðlega athöfn á ráðstefnu- og sýningardegi UT-messunnar í gær. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti Vilhjálmi Þorsteinsson, stofnanda Miðeindar og Lindu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra Miðeindar, verðlaunin sem er glerlistaverk eftir Ingu Elínu. „Framlag Miðeindar til að koma íslensku máli inn í framtíðina er ómetanlegt. Í kjölfar heimsóknar sendinefndar forseta Íslands til Kísildals í maí 2022 tók Miðeind upp samstarf við OpenAI um að styðja íslensku í risamállíkönum á borð við GPT-4, sem kom út í mars á síðasta ári. Afrakstur samstarfsins má meðal annars sjá í nýjustu útgáfu líkansins, GPT-4 Turbo, sem er mun sleipara í íslensku en fyrri líkön. Þá tekur Miðeind þátt í stóru Evrópuverkefni ásamt Háskóla Íslands, þar sem þróað verður risamállíkan fyrir íslensku og önnur germönsk tungumál,“ sagði meðal annars í umsögn dómnefndarinnar.
Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Reyndu sig á móti vélmenni dulbúnu sem Björgvin Páll FH-ingarnir Ásbjörn Friðriksson og Embla Jónsdóttir kepptu við Valsarana Lovísu Thompson og Ými Örn Gíslason í skemmtilegri keppni á móti vélmennamarkverði í líki Björgvins Páls landsmarkvarðar í handbolta. 8. febrúar 2019 15:15 Kveikja á risatungli í Hörpu á fimmtíu ára afmæli Háskóli Íslands, UTmessan og Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) standa saman að uppsetningu á feikistóru listaverki í formi líkans af tunglinu í tengslum við UTmessu sem fram fer í Hörpu dagana 8. og 9. febrúar. 4. febrúar 2019 10:40 Vélmennið Títan stal senunni: Stundum einmana en á marga vini á Íslandi Vélmennið Títan er eitt sinnar tegundar í heiminum en vélmennið syngur, dansar og leikur listir sínar. Títan hefur ferðast víða um heiminn en er nú staddur hér á landi. 3. febrúar 2018 21:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Reyndu sig á móti vélmenni dulbúnu sem Björgvin Páll FH-ingarnir Ásbjörn Friðriksson og Embla Jónsdóttir kepptu við Valsarana Lovísu Thompson og Ými Örn Gíslason í skemmtilegri keppni á móti vélmennamarkverði í líki Björgvins Páls landsmarkvarðar í handbolta. 8. febrúar 2019 15:15
Kveikja á risatungli í Hörpu á fimmtíu ára afmæli Háskóli Íslands, UTmessan og Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) standa saman að uppsetningu á feikistóru listaverki í formi líkans af tunglinu í tengslum við UTmessu sem fram fer í Hörpu dagana 8. og 9. febrúar. 4. febrúar 2019 10:40
Vélmennið Títan stal senunni: Stundum einmana en á marga vini á Íslandi Vélmennið Títan er eitt sinnar tegundar í heiminum en vélmennið syngur, dansar og leikur listir sínar. Títan hefur ferðast víða um heiminn en er nú staddur hér á landi. 3. febrúar 2018 21:00