Fótbolti

Dramatík í toppslagnum í Seríu B

Siggeir Ævarsson skrifar
Mikeal Ellertsson og Valentin Mihăilă, markaskorari Parma, kljást í leiknum í dag
Mikeal Ellertsson og Valentin Mihăilă, markaskorari Parma, kljást í leiknum í dag Twitter@1913parmacalcio

Topplið Parma vann dramatískan 2-1 sigur á Íslendingaliðinu Venezia í toppslag Seríu B í dag.

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia á vinstri vængnum og setti sitt mark á leikinn þegar hann fékk gult spjald á 32. mínútu. Hann fór svo af velli á 67. mínútu og Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á í staðinn.

Parma komst yfir á 21. mínútu með marki frá Valentin Mihăilă en markið stóð eftir VAR-yfirferð. Gestirnir frá Feneyjum jöfnuðu skömmu seinna þegar Finninn Joel Pohjanpalo skoraði. 

Allt leit út fyrir að 1-1 yrðu lokatölur leiksins en dómari leiksins bætti níu mínútum við og var boðið upp á mikla dramatík í uppbótartímanum. Á 98. mínútu fékk Gianluca Di Chiara, leikmaður Parma, rautt spjald sem var svo breytt í gult og aftur var það VAR sem kom Parma til bjargar. 

Þegar 100 mínútur voru svo komnar á leikklukkuna skoraði Drissa Camara svo mark og tryggði Parma mikilvæg þrjú stig í toppbaráttunni sem þýðir að liðið er sjö stigum á undan Venezia og Cremonese, þegar 23 leikjum er lokið, en Cremonese eiga leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×