Írskur þjóðernissinni forsætisráðherra Norður-Írlands í fyrsta sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 18:44 O'Neill ávarpar þingið eftir að hún tók við embætti forsætisráðherra Norður-Írlands í dag. AP Michelle O'Neill, þingkona Sinn Féin, skráði sig í sögubækurnar þegar hún tók við embætti sem forsætisráðherra Norður-Írlands þegar þing kom saman í dag eftir tveggja ára sniðgöngu sameiningarsinna. Michelle O'Neill sem er varaforseti Sinn Féin, flokks írskra lýðveldissinna og sósíaldemókrata, var tilnefnd í dag sem forsætisráðherra í ríkisstjórn Norður-Írlands. Hún er þrettándi forsætisráðherra landsins en sá fyrsti úr röðum Sinn Féin. „Dagar annars flokks ríkisborgararéttar eru löngu liðnir. Dagurinn í dag staðfestir að við ætlum aldrei að snúa aftur til baka,“ sagði O'Neill þegar hún tók við embættinu. „Sem írskur lýðveldissinni heiti ég samstarfi og raunverulegri heiðarlegri viðleitni með þessum kollegum sem eru breskir bandalagssinnar og þykir vænt um konungsríki Bretlands. Þetta er þing fyrir alla, kaþólikka, mótmælendatrúar og utankirkjumenn,“ sagði hún einnig. Þingið ekki starfað í tvö ár Ríkisstjórn Norður-Íra byggir á Friðarsamkomulagi föstudagsins langa (e. Good Friday Peace Accors) sem var handsalað árið 1998 eftir þrjátíu ára átök sem hafa verið kölluð Vandræðin (e. The Troubles). Samkomulagið deilir valdi milli tveggja stærstu stjórnmálahópa landsins, breskra bandalagssinna sem vilja vera áfram í Sameinuðu konungsríki Stóra-Bretlands og írskra þjóðernissinna sem vilja sameinast Írlandi. Hvorugur hópurinn getur stjórnað án samþykkis hins og undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin verið óstarfhæf eftir að DUP, bandalagssinnaðir demókratar, sniðgengu þingið til að mótmæla verslunarmálum tengdum Brexit. O'Neill mun deila völdum í tveggja manna stjórn með Emmu Little-Pengally úr flokki DUP sem tekur embætti sem staðgengill forsætisráðherra. Þær eru jafnvaldamiklar en O'Neill ber virtari titil eftir að Sinn Féin fékk flest þingsæti í kosningunum 2022. Norður-Írland Bretland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Michelle O'Neill sem er varaforseti Sinn Féin, flokks írskra lýðveldissinna og sósíaldemókrata, var tilnefnd í dag sem forsætisráðherra í ríkisstjórn Norður-Írlands. Hún er þrettándi forsætisráðherra landsins en sá fyrsti úr röðum Sinn Féin. „Dagar annars flokks ríkisborgararéttar eru löngu liðnir. Dagurinn í dag staðfestir að við ætlum aldrei að snúa aftur til baka,“ sagði O'Neill þegar hún tók við embættinu. „Sem írskur lýðveldissinni heiti ég samstarfi og raunverulegri heiðarlegri viðleitni með þessum kollegum sem eru breskir bandalagssinnar og þykir vænt um konungsríki Bretlands. Þetta er þing fyrir alla, kaþólikka, mótmælendatrúar og utankirkjumenn,“ sagði hún einnig. Þingið ekki starfað í tvö ár Ríkisstjórn Norður-Íra byggir á Friðarsamkomulagi föstudagsins langa (e. Good Friday Peace Accors) sem var handsalað árið 1998 eftir þrjátíu ára átök sem hafa verið kölluð Vandræðin (e. The Troubles). Samkomulagið deilir valdi milli tveggja stærstu stjórnmálahópa landsins, breskra bandalagssinna sem vilja vera áfram í Sameinuðu konungsríki Stóra-Bretlands og írskra þjóðernissinna sem vilja sameinast Írlandi. Hvorugur hópurinn getur stjórnað án samþykkis hins og undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin verið óstarfhæf eftir að DUP, bandalagssinnaðir demókratar, sniðgengu þingið til að mótmæla verslunarmálum tengdum Brexit. O'Neill mun deila völdum í tveggja manna stjórn með Emmu Little-Pengally úr flokki DUP sem tekur embætti sem staðgengill forsætisráðherra. Þær eru jafnvaldamiklar en O'Neill ber virtari titil eftir að Sinn Féin fékk flest þingsæti í kosningunum 2022.
Norður-Írland Bretland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira