Má ekki lengur leggja á eigin lóð Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 21:01 Mæðgurnar Elísabet Ýr Sveinsdóttir og Anna Ringsted. Vísir/Sigurjón Nokkrir íbúar í miðbæ Reykjavíkur eru ósáttir við að fá ekki lengur að leggja í stæði á einkalóðum sínum. Borgin segir stæðin ólögleg. Þegar nágrannar kvarti svo yfir því að lagt sé í stæðin, sé ekkert annað í stöðunni en að sekta. Anna Ringsted hefur búið í húsi við Frakkastíg í fjörutíu ár og alltaf lagt í lítilli innkeyrslu sem tilheyrir hennar lóð, alltaf án vandkvæða þar til fyrir viku síðan. Þá fékk hún í fyrsta sinn sekt. „Ég hef alltaf lagt þarna og áður en ég kom var lagt þarna. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna. Áður fyrr var grindverk fyrir og þá var bíllinn settur inn og svo lokað fyrir. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna,“ segir Anna. Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Ekki skilgreint sem bílastæði í deiliskipulagi Anna hafði strax samband við dóttur sína Elísabetu Ýri Sveinsdóttur sem kannaði málið. Mæðgurnar ákváðu að mótmæla sektinni en því var hafnað. Í svari bílastæðasjóðs kemur fram að ekki megi leggja bifreiðum á einkalóð nema í stæðum sem eru skilgreind sem slík í deiliskipulagi. Því stendur sektin. Lesa ekki Stjórnartíðindi dag hvern Að sögn Elísabetar og Önnu var þetta skrásett bílastæði í deiliskipulagi þar til árið 2008. Anna komst ekki að breytingunni fyrr en nú sextán árum síðar. „Stærri mál, ef Reykjavíkurborg fer í skipulagsbreytingar, þá er það bara auglýst í Stjórnartíðindum og ég ligg ekki yfir Stjórnartíðindum svona á degi hverjum,“ segir Elísabet. „Hvað þá ég,“ svarar Anna. Nágranni gæti hafa kvartað Og það virðist sem Anna sé ekki sú eina að lenda í þessu. Hún birti færslu um málið í Facebook-hópinn Íbúar í Miðborg og þó nokkrir kvörtuðu yfir því sama, að þau séu byrjuð að fá sektir fyrir að leggja í stæði á einkalóð. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar að oft sé byrjað að sekta vegna svona brota þegar kvartanir koma frá nágrönnum eða öðrum vegfarendum. Ekki er nánar útskýrt hvers vegna Anna sé fyrst nú, fjörutíu árum eftir að hún flutti á Frakkastíg, byrjuð að fá sektir. Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Skipulag Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Anna Ringsted hefur búið í húsi við Frakkastíg í fjörutíu ár og alltaf lagt í lítilli innkeyrslu sem tilheyrir hennar lóð, alltaf án vandkvæða þar til fyrir viku síðan. Þá fékk hún í fyrsta sinn sekt. „Ég hef alltaf lagt þarna og áður en ég kom var lagt þarna. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna. Áður fyrr var grindverk fyrir og þá var bíllinn settur inn og svo lokað fyrir. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna,“ segir Anna. Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Ekki skilgreint sem bílastæði í deiliskipulagi Anna hafði strax samband við dóttur sína Elísabetu Ýri Sveinsdóttur sem kannaði málið. Mæðgurnar ákváðu að mótmæla sektinni en því var hafnað. Í svari bílastæðasjóðs kemur fram að ekki megi leggja bifreiðum á einkalóð nema í stæðum sem eru skilgreind sem slík í deiliskipulagi. Því stendur sektin. Lesa ekki Stjórnartíðindi dag hvern Að sögn Elísabetar og Önnu var þetta skrásett bílastæði í deiliskipulagi þar til árið 2008. Anna komst ekki að breytingunni fyrr en nú sextán árum síðar. „Stærri mál, ef Reykjavíkurborg fer í skipulagsbreytingar, þá er það bara auglýst í Stjórnartíðindum og ég ligg ekki yfir Stjórnartíðindum svona á degi hverjum,“ segir Elísabet. „Hvað þá ég,“ svarar Anna. Nágranni gæti hafa kvartað Og það virðist sem Anna sé ekki sú eina að lenda í þessu. Hún birti færslu um málið í Facebook-hópinn Íbúar í Miðborg og þó nokkrir kvörtuðu yfir því sama, að þau séu byrjuð að fá sektir fyrir að leggja í stæði á einkalóð. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar að oft sé byrjað að sekta vegna svona brota þegar kvartanir koma frá nágrönnum eða öðrum vegfarendum. Ekki er nánar útskýrt hvers vegna Anna sé fyrst nú, fjörutíu árum eftir að hún flutti á Frakkastíg, byrjuð að fá sektir.
Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Skipulag Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira