„Hann má reyna að ljúga að þjóðinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 12:31 Dedrick Basile í leik með Grindavík á móti Njarðvík. Vísir/Diego Dedrick Basile átti frábæran leik með Grindavík í stórsigri á hans gömlu félögum í Njarðvík. Basile skoraði nítján stig í fyrsta leikhlutanum og endaði leikinn með 40 stig og níu stoðsendingar. Subway Körfuboltakvöld ræddi tvo lykilmenn Grindavíkurliðsins, bæði frammistöðu Basile en líka yfirlýsinguna frá liðsfélaga hans Deandre Kane. „Hann var rosa flottur, alveg frábær. Með 40 stig og níu stoðsendingar og tæp tuttugu stig í fyrsta leikhlutanum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann var bara ótrúlegur í þessum leik og hann má reyna að ljúga að þjóðinni ítrekað í viðtölum að hann gíri sig ekkert sérstaklega upp fyrir Njarðvíkurleiki. Það er bara rugl,“ sagði Helgi Már. Basile spilað með Njarðvíkurliðinu undanfarin tvö ár en flutti sig yfir til Grindavíkur síðasta sumar. „Eðlilega. Menn eru að spila á móti gömlu félögunum og það er smá auka,“ sagði Helgi. Þeir skoðuðu tölfræði Basile í leikjunum á móti Njarðvík í vetur en hann hefur verið mjög góður í þeim báðum. „Maður sér þetta alveg. Hann er búinn að vera tala við fólk upp í stúku. Það er mjög augljóst að hann er að búa sér til mótiveringu fyrir þessa leiki,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Körfuboltakvöld fjallaði einnig um Deandre Kane og yfirlýsingu hans í viðtali við Víkurfréttir í síðustu viku þar sem hann sagði að Grindavík yrði Íslandsmeistari af því að hann væri í liðinu. „Þetta er gaman að sjá. Menn eru stórir og eru ekkert feimnir við að flagga því. Ég ímynda mér að allir Grindvíkingar ætli að vera Íslandsmeistarar. Þeir eru með hóp sem á að geta hótað því,“ sagði Helgi. „Ef hann dettur út í átta liða úrslitunum þá lítur hann út fyrir að vera algjör lúser,“ sagði Matthías. Það má sjá umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Frammistaða Basile og yfirlýsing Kane Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld ræddi tvo lykilmenn Grindavíkurliðsins, bæði frammistöðu Basile en líka yfirlýsinguna frá liðsfélaga hans Deandre Kane. „Hann var rosa flottur, alveg frábær. Með 40 stig og níu stoðsendingar og tæp tuttugu stig í fyrsta leikhlutanum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann var bara ótrúlegur í þessum leik og hann má reyna að ljúga að þjóðinni ítrekað í viðtölum að hann gíri sig ekkert sérstaklega upp fyrir Njarðvíkurleiki. Það er bara rugl,“ sagði Helgi Már. Basile spilað með Njarðvíkurliðinu undanfarin tvö ár en flutti sig yfir til Grindavíkur síðasta sumar. „Eðlilega. Menn eru að spila á móti gömlu félögunum og það er smá auka,“ sagði Helgi. Þeir skoðuðu tölfræði Basile í leikjunum á móti Njarðvík í vetur en hann hefur verið mjög góður í þeim báðum. „Maður sér þetta alveg. Hann er búinn að vera tala við fólk upp í stúku. Það er mjög augljóst að hann er að búa sér til mótiveringu fyrir þessa leiki,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Körfuboltakvöld fjallaði einnig um Deandre Kane og yfirlýsingu hans í viðtali við Víkurfréttir í síðustu viku þar sem hann sagði að Grindavík yrði Íslandsmeistari af því að hann væri í liðinu. „Þetta er gaman að sjá. Menn eru stórir og eru ekkert feimnir við að flagga því. Ég ímynda mér að allir Grindvíkingar ætli að vera Íslandsmeistarar. Þeir eru með hóp sem á að geta hótað því,“ sagði Helgi. „Ef hann dettur út í átta liða úrslitunum þá lítur hann út fyrir að vera algjör lúser,“ sagði Matthías. Það má sjá umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Frammistaða Basile og yfirlýsing Kane
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira