Freyja Haralds komin með kærasta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2024 12:55 Freyja og David eru nýtt kærustupar. Freyja Haraldsdóttir baráttukona, fósturmamma og doktorsnemi hefur fundið ástina. Freyja er skráð í samband á Facebook með David Agyenim Boateng. Freyja upplýsti í færslu á Instagram í ársbyrjun að hún hefði á haustmánuðum blásið í sig kjark og farið á Tinder stefnumót. Það hefði reynst afdrifaríkt. Mánuði eftir þá færslu, á sjálfan bóndadaginn, er Freyja skráð í samband. David er samkvæmt Facebook-síðu sinni í námi við Háskóla Íslands. Hann er frá Kumasi í Gana en búsettur á Íslandi. Freyja hefur unnið marga sigra í baráttu sinni við kerfið undanfarin ár. Þar á meðal að verða fósturforeldri. „Ég er unglingafósturmamma, tók á móti unglingsdreng í fóstur í lok sumars 2021,“ segir Freyja um það þegar hún fékk hinn fimmtán ára Steve í fóstur. „Ég er búin að vera ein af mömmum hans í tæp tvö ár. Það er magnað.“ Steve er frá Gana líkt og nýi kærastinn David. Freyja ræddi ferlið í Íslandi í dag í fyrra. Magnaður ferill Freyja sem verður 38 ára í sumar fæddist með beinbrotasýki en sjúkdómurinn lýsir sér þannig að bein brotna auðveldlega. Árið 1997 flutti Freyja með fjölskyldu sinni til Nelson í Nýja Sjálandi og gekk þar í skóla. Freyja er með bakkalárgráðu frá Háskóla Íslands í þroskaþjálfafræði og meistaragráðu í kynjafræði. MA-ritgerð Freyju fjallaði um mismunun gegn fötluðum konum á Íslandi á grundvelli kynferðis.Freyja stundar nú doktorsnám við HÍ í menntavísindum. Hún hefur undanfarin ár starfað sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks. Hún hefur beitt sér fyrir bættri þjónustu fyrir fatlaða, og var um tíma framkvæmdastjóri NPA-miðstöðvarinnar sem vinnur að framgangi þess að fatlaðir fái aukna aðstoð í formi notendastýrðrar persónulegar aðstoðar. Freyja er talskona Tabú, sem er femínísk hreyfing fatlaðra kvenna. Freyja var kjörin á íslenska stjórnlagaþingið árið 2010 og tók þátt í því að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland sem var skilað inn þann 27. júlí árið 2011. Freyja var varaþingmaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi frá 2013 til 2015. Árið 2007 kom bókin Postulín út, en hún er ritað af Freyju og Ölmu Guðmundsdóttur og hefur að geyma sögu Freyju. Sama ár útnefndi tímaritið Nýtt líf Freyju sem Konu ársins í árlegri útnefningu tímaritsins. Baráttan fyrir foreldrahlutverkinu Árið 2014 óskaði Freyja eftir því að gerast fósturforeldri en Barnaverndarstofa hafnaði ósk hennar um að taka þátt í námskeiði sem er forsenda þess að hægt er að meta hæfni fólks til að taka barn í fóstur. Freyja kærði úrskurðinn til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti niðurstöðu Barnaverndarstofu. Freyja gafst ekki upp og kærði úrskurðinn til héraðsdóms sem staðfesti úrskurð nefndarinnar. Málinu var síðar skotið til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hefði mismunað Freyju á grundvelli fötlunar hennar. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Landsréttar og Freyja gat því sótt námskeiðið. Að námskeiði loknu og að loknu matsferli staðfesti Barnaverndarstofa í apríl 2021 að Freyja væri hæf til að taka að sér barn í fóstur. Síðan þá hefur hún verið eitt fósturforeldra Steve. Freyja ræddi ferðalag sitt til fósturforeldris Spjallinu með góðvild árið 2021. Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. 10. maí 2023 00:18 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Freyja upplýsti í færslu á Instagram í ársbyrjun að hún hefði á haustmánuðum blásið í sig kjark og farið á Tinder stefnumót. Það hefði reynst afdrifaríkt. Mánuði eftir þá færslu, á sjálfan bóndadaginn, er Freyja skráð í samband. David er samkvæmt Facebook-síðu sinni í námi við Háskóla Íslands. Hann er frá Kumasi í Gana en búsettur á Íslandi. Freyja hefur unnið marga sigra í baráttu sinni við kerfið undanfarin ár. Þar á meðal að verða fósturforeldri. „Ég er unglingafósturmamma, tók á móti unglingsdreng í fóstur í lok sumars 2021,“ segir Freyja um það þegar hún fékk hinn fimmtán ára Steve í fóstur. „Ég er búin að vera ein af mömmum hans í tæp tvö ár. Það er magnað.“ Steve er frá Gana líkt og nýi kærastinn David. Freyja ræddi ferlið í Íslandi í dag í fyrra. Magnaður ferill Freyja sem verður 38 ára í sumar fæddist með beinbrotasýki en sjúkdómurinn lýsir sér þannig að bein brotna auðveldlega. Árið 1997 flutti Freyja með fjölskyldu sinni til Nelson í Nýja Sjálandi og gekk þar í skóla. Freyja er með bakkalárgráðu frá Háskóla Íslands í þroskaþjálfafræði og meistaragráðu í kynjafræði. MA-ritgerð Freyju fjallaði um mismunun gegn fötluðum konum á Íslandi á grundvelli kynferðis.Freyja stundar nú doktorsnám við HÍ í menntavísindum. Hún hefur undanfarin ár starfað sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks. Hún hefur beitt sér fyrir bættri þjónustu fyrir fatlaða, og var um tíma framkvæmdastjóri NPA-miðstöðvarinnar sem vinnur að framgangi þess að fatlaðir fái aukna aðstoð í formi notendastýrðrar persónulegar aðstoðar. Freyja er talskona Tabú, sem er femínísk hreyfing fatlaðra kvenna. Freyja var kjörin á íslenska stjórnlagaþingið árið 2010 og tók þátt í því að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland sem var skilað inn þann 27. júlí árið 2011. Freyja var varaþingmaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi frá 2013 til 2015. Árið 2007 kom bókin Postulín út, en hún er ritað af Freyju og Ölmu Guðmundsdóttur og hefur að geyma sögu Freyju. Sama ár útnefndi tímaritið Nýtt líf Freyju sem Konu ársins í árlegri útnefningu tímaritsins. Baráttan fyrir foreldrahlutverkinu Árið 2014 óskaði Freyja eftir því að gerast fósturforeldri en Barnaverndarstofa hafnaði ósk hennar um að taka þátt í námskeiði sem er forsenda þess að hægt er að meta hæfni fólks til að taka barn í fóstur. Freyja kærði úrskurðinn til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti niðurstöðu Barnaverndarstofu. Freyja gafst ekki upp og kærði úrskurðinn til héraðsdóms sem staðfesti úrskurð nefndarinnar. Málinu var síðar skotið til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hefði mismunað Freyju á grundvelli fötlunar hennar. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Landsréttar og Freyja gat því sótt námskeiðið. Að námskeiði loknu og að loknu matsferli staðfesti Barnaverndarstofa í apríl 2021 að Freyja væri hæf til að taka að sér barn í fóstur. Síðan þá hefur hún verið eitt fósturforeldra Steve. Freyja ræddi ferðalag sitt til fósturforeldris Spjallinu með góðvild árið 2021.
Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. 10. maí 2023 00:18 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. 10. maí 2023 00:18