Höfnuðu afsögn Samuel Eto'o Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 09:31 Samuel Eto'o verður áfram forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins. Getty/Mattia Pistoia Samuel Eto'o ætlaði að segja af sér sem forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins í gær en framkvæmdastjórn sambandsins tók hana ekki gilda. Eto'o var á sínum tíma kosinn besti knattspyrnumaður Afríku fjórum sinnum en hann hefur ekki átt góða daga að undanförnu. Eto'o hefur verið sakaður um velsæmisbrot, hagræðingu úrslita og spillingu. Samuel Eto o a présenté sa démission de son poste de président de la Fédération camerounaise. par les membres du comité exécutif ! Le Comex lui renouvelle sa confiance. pic.twitter.com/wRz5o788NE— Actu Foot (@ActuFoot_) February 5, 2024 Framkvæmdastjórn sambandsins hittist í gær til að fara yfir gengi landsliðsins í Afríkukeppninni þar sem Kamerún datt út strax í sextán liða úrslitunum. Fundurinn hófst á því að Samuel Eto'o bauðst til að segja af sér og lagði það jafnframt til að stjórnarmenn gerðu hið sama. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að stjórnarmenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að halda starfi sínu áfram og endurnýja um leið traust sitt á Eto'o sem forseta sambandsins. Þeir hafi því hafnað afsögn Eto'o. Samkvæmt tilkynningu sambandsins var ekkert annað tekið fyrir á fundinum og framtíð landsliðsþjálfarans Rigobert Song er því enn í óvissu. The Athletic skrifaði grein í síðustu viku sem var byggð á WhatsApp skilaboðum sem blaðamenn komust yfir. Þau sýna margar ásakanir gegn Eto'o en meðal þess á hann að hafa hagrætt úrslitum, misbeitt valdi sínu, hótað líkamlegu ofbeldi, kvatt til ofbeldis og dreift fölskum upplýsingum. Skýrsla um þetta á að hafa verið send til siðanefndar FIFA og sé til skoðunar hjá afríska sambandinu. Samuel Eto o resigned as the president of Cameroonian football federation but the executive committee rejected his resignation . This is Africa! [Source: @AllezLesLions] #AFCON2023 pic.twitter.com/fb3jw2FFEJ— Eric Njiru (@EricNjiiru) February 5, 2024 Kamerún Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Eto'o var á sínum tíma kosinn besti knattspyrnumaður Afríku fjórum sinnum en hann hefur ekki átt góða daga að undanförnu. Eto'o hefur verið sakaður um velsæmisbrot, hagræðingu úrslita og spillingu. Samuel Eto o a présenté sa démission de son poste de président de la Fédération camerounaise. par les membres du comité exécutif ! Le Comex lui renouvelle sa confiance. pic.twitter.com/wRz5o788NE— Actu Foot (@ActuFoot_) February 5, 2024 Framkvæmdastjórn sambandsins hittist í gær til að fara yfir gengi landsliðsins í Afríkukeppninni þar sem Kamerún datt út strax í sextán liða úrslitunum. Fundurinn hófst á því að Samuel Eto'o bauðst til að segja af sér og lagði það jafnframt til að stjórnarmenn gerðu hið sama. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að stjórnarmenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að halda starfi sínu áfram og endurnýja um leið traust sitt á Eto'o sem forseta sambandsins. Þeir hafi því hafnað afsögn Eto'o. Samkvæmt tilkynningu sambandsins var ekkert annað tekið fyrir á fundinum og framtíð landsliðsþjálfarans Rigobert Song er því enn í óvissu. The Athletic skrifaði grein í síðustu viku sem var byggð á WhatsApp skilaboðum sem blaðamenn komust yfir. Þau sýna margar ásakanir gegn Eto'o en meðal þess á hann að hafa hagrætt úrslitum, misbeitt valdi sínu, hótað líkamlegu ofbeldi, kvatt til ofbeldis og dreift fölskum upplýsingum. Skýrsla um þetta á að hafa verið send til siðanefndar FIFA og sé til skoðunar hjá afríska sambandinu. Samuel Eto o resigned as the president of Cameroonian football federation but the executive committee rejected his resignation . This is Africa! [Source: @AllezLesLions] #AFCON2023 pic.twitter.com/fb3jw2FFEJ— Eric Njiru (@EricNjiiru) February 5, 2024
Kamerún Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira