Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2024 09:28 Hjónakornin í New York árið 2019. Getty/WireImage/Dia Dipasupi Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. Bókin hefur ekki titil en verður gefin út af útgáfufélaginu Open Field, sem er í eigu Maríu Shriver. Hún kemur út á næsta ári. Heming Willis sagði í samtali við Sunday Paper, fréttabréf Shriver, að hún hefði ekki getað gengið að upplýsingum né stuðningi eftir að Bruce var greindur með framheilabilun. „Ég tel það vera mög mikilvægt hvernig læknir greinir sjúklingi og aðstandanda frá. Það er bráðnauðsynlegt að hafa upplýsingar og bjargráð á reiðum höndum. Ég veit, útfrá minni reynslu og annarra umönnunaraðila sem ég hef rætt við, að sögur okkar eru því miður sambærilegar. Við yfirgáfum þessa skrifstofu með litlar sem engar upplýsingar eða stuðning og með greiningu sem ég gat varla borið fram,“ sagði hún. Fjölskylda Bruce greindi frá því árið 2022 að leikaraferli hans væri lokið, sökum málstols (e. aphasia). Ári seinna bárust svo þær fregnir að leikarinn hefði verið greindur með framheilabilun. Á þeim tímapunkti stigu margir samstarfsmenn hans fram og sögðust hafa haft áhyggjur af leikaranum í mörg ár. Heming Willis sagði frá því í fyrra að hún væri nú aðal umönnunaraðili eiginmannsins en það væri ekki ljóst hvort hann hefði fullan skilning á greiningunni sem hann hefði fengið. Í viðtalinu við Sunday Paper sagðist hún þó hafa meiri von nú en þegar Bruce var fyrst greindur. „Ég hef aukinn skilning á sjúkdómnum og hef myndað tengsl við ótrúlegt stuðningsnet. Ég finn til vonar í því að hafa fundið nýjan tilgang, tilgang sem ég leitaði ekki að, en að geta notað sviðsljósið til að hjálpa og valdefla aðra.“ Sagði hún ástvini einstaklinga með heilabilun þurfa að fá að vita að þeir séu ekki einir. Þá sagðist hún sjá fyrir sér að bókin sem hún væri að skrifa yrði afhent aðstandendum allra sem greindust með sjúkdóminn. Hollywood Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir erfitt að átta sig á hvað Bruce Willis geri sér grein fyrir Emma Heming Willis, frumkvöðull, fyrirsæta og eiginkona Bruce Willis, Hollywood leikara, segir erfitt að vita hvort að hann geri sér grein fyrir því að hann sé heilabilaður. Viðtal við Emmu má horfa á neðst í fréttinni. 25. september 2023 23:25 Reynir að bera sig vel í veikindum eiginmannsins Emma Heming Willis segir að þó svo að það líti út fyrir að allt sé í góðu hjá henni þá sé það ekki raunin. Erfiðleikarnir sem fylgja veikindum eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, taki á. 15. ágúst 2023 11:33 Málstol aftur í hámæli Fyrir rúmu ári síðan komst málstol í hámæli þegar fjölskylda leikarans Bruce Willis gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri hættur að leika í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol. Í kjölfarið bárust talmeinafræðingum áhugaverð símtöl frá fjölmiðlum og þeir beðnir að útskýra hvað hugtakið fæli í sér. 8. júní 2023 11:31 Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54 Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 16. febrúar 2023 22:44 Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. 30. mars 2022 18:19 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Bókin hefur ekki titil en verður gefin út af útgáfufélaginu Open Field, sem er í eigu Maríu Shriver. Hún kemur út á næsta ári. Heming Willis sagði í samtali við Sunday Paper, fréttabréf Shriver, að hún hefði ekki getað gengið að upplýsingum né stuðningi eftir að Bruce var greindur með framheilabilun. „Ég tel það vera mög mikilvægt hvernig læknir greinir sjúklingi og aðstandanda frá. Það er bráðnauðsynlegt að hafa upplýsingar og bjargráð á reiðum höndum. Ég veit, útfrá minni reynslu og annarra umönnunaraðila sem ég hef rætt við, að sögur okkar eru því miður sambærilegar. Við yfirgáfum þessa skrifstofu með litlar sem engar upplýsingar eða stuðning og með greiningu sem ég gat varla borið fram,“ sagði hún. Fjölskylda Bruce greindi frá því árið 2022 að leikaraferli hans væri lokið, sökum málstols (e. aphasia). Ári seinna bárust svo þær fregnir að leikarinn hefði verið greindur með framheilabilun. Á þeim tímapunkti stigu margir samstarfsmenn hans fram og sögðust hafa haft áhyggjur af leikaranum í mörg ár. Heming Willis sagði frá því í fyrra að hún væri nú aðal umönnunaraðili eiginmannsins en það væri ekki ljóst hvort hann hefði fullan skilning á greiningunni sem hann hefði fengið. Í viðtalinu við Sunday Paper sagðist hún þó hafa meiri von nú en þegar Bruce var fyrst greindur. „Ég hef aukinn skilning á sjúkdómnum og hef myndað tengsl við ótrúlegt stuðningsnet. Ég finn til vonar í því að hafa fundið nýjan tilgang, tilgang sem ég leitaði ekki að, en að geta notað sviðsljósið til að hjálpa og valdefla aðra.“ Sagði hún ástvini einstaklinga með heilabilun þurfa að fá að vita að þeir séu ekki einir. Þá sagðist hún sjá fyrir sér að bókin sem hún væri að skrifa yrði afhent aðstandendum allra sem greindust með sjúkdóminn.
Hollywood Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir erfitt að átta sig á hvað Bruce Willis geri sér grein fyrir Emma Heming Willis, frumkvöðull, fyrirsæta og eiginkona Bruce Willis, Hollywood leikara, segir erfitt að vita hvort að hann geri sér grein fyrir því að hann sé heilabilaður. Viðtal við Emmu má horfa á neðst í fréttinni. 25. september 2023 23:25 Reynir að bera sig vel í veikindum eiginmannsins Emma Heming Willis segir að þó svo að það líti út fyrir að allt sé í góðu hjá henni þá sé það ekki raunin. Erfiðleikarnir sem fylgja veikindum eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, taki á. 15. ágúst 2023 11:33 Málstol aftur í hámæli Fyrir rúmu ári síðan komst málstol í hámæli þegar fjölskylda leikarans Bruce Willis gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri hættur að leika í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol. Í kjölfarið bárust talmeinafræðingum áhugaverð símtöl frá fjölmiðlum og þeir beðnir að útskýra hvað hugtakið fæli í sér. 8. júní 2023 11:31 Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54 Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 16. febrúar 2023 22:44 Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. 30. mars 2022 18:19 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Segir erfitt að átta sig á hvað Bruce Willis geri sér grein fyrir Emma Heming Willis, frumkvöðull, fyrirsæta og eiginkona Bruce Willis, Hollywood leikara, segir erfitt að vita hvort að hann geri sér grein fyrir því að hann sé heilabilaður. Viðtal við Emmu má horfa á neðst í fréttinni. 25. september 2023 23:25
Reynir að bera sig vel í veikindum eiginmannsins Emma Heming Willis segir að þó svo að það líti út fyrir að allt sé í góðu hjá henni þá sé það ekki raunin. Erfiðleikarnir sem fylgja veikindum eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, taki á. 15. ágúst 2023 11:33
Málstol aftur í hámæli Fyrir rúmu ári síðan komst málstol í hámæli þegar fjölskylda leikarans Bruce Willis gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri hættur að leika í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol. Í kjölfarið bárust talmeinafræðingum áhugaverð símtöl frá fjölmiðlum og þeir beðnir að útskýra hvað hugtakið fæli í sér. 8. júní 2023 11:31
Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54
Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 16. febrúar 2023 22:44
Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. 30. mars 2022 18:19