Hlær að samsæriskenningum um Swift og Super Bowl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2024 10:32 Taylor Swift í faðmi kærastans, Travis Kelce. getty/Rob Carr Yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, blæs á samsæriskenningar tengdar Taylor Swift og Super Bowl sem fer fram á sunnudaginn. Eins og allir vita er Swift í sambandi með Travis Kelce, leikmanni Kansas City Chiefs sem mætir San Francisco 49ers í Super Bowl. Höfðingjarnir eiga titil að verja en þeir hafa komist í Super Bowl fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Fólk með ríkt ímyndunarafl á hægri væng stjórnmálanna í Bandaríkjunum hefur haldið því fram að samband Swifts og Kelces og sú staðreynd að Chiefs sé komið í Super Bowl sé allt hluti af samsæri að tryggja endurkjör Joes Biden Bandaríkjaforseta. Goodell hlær að þessum samsæriskenningum. „Ég er ekki svona góður handritshöfundur. Það er kjaftæði að þetta sé allt fyrirfram ákveðið. Þetta er ekki þess virði að eyða orðum í,“ sagði Goodell. Hann kveðst hæstánægður með áhrif Swifts á NFL. „Hún er einstakur flytjandi, einn af þeim bestu. Taylor Swift áhrifin eru bara jákvæð. Travis og Taylor eru yndislegt ungt fólk og virðast vera mjög hamingjusöm. Hún veit hvað góð skemmtun er og ég held að þess vegna elski hún NFL. Það er frábært að hún sé hluti af þessu.“ Swift þarf að hafa sig alla við ef hún ætlar að geta mætt á Super Bowl. Á laugardaginn spilar hún nefnilega á tónleikum í Tókýó. Eftir þá þarf hún að koma sér til Las Vegas þar sem Super Bowl fer fram. Flugið frá Tókýó til Las Vegas tekur 10-12 klukkutíma. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta 5. nóvember. Biden býður sig fram til endurkjörs en líklega verður andstæðingur hans úr Repúblikanaflokknum sá sami og 2020; Donald Trump. NFL Tónlist Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Ofurskálin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Eins og allir vita er Swift í sambandi með Travis Kelce, leikmanni Kansas City Chiefs sem mætir San Francisco 49ers í Super Bowl. Höfðingjarnir eiga titil að verja en þeir hafa komist í Super Bowl fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Fólk með ríkt ímyndunarafl á hægri væng stjórnmálanna í Bandaríkjunum hefur haldið því fram að samband Swifts og Kelces og sú staðreynd að Chiefs sé komið í Super Bowl sé allt hluti af samsæri að tryggja endurkjör Joes Biden Bandaríkjaforseta. Goodell hlær að þessum samsæriskenningum. „Ég er ekki svona góður handritshöfundur. Það er kjaftæði að þetta sé allt fyrirfram ákveðið. Þetta er ekki þess virði að eyða orðum í,“ sagði Goodell. Hann kveðst hæstánægður með áhrif Swifts á NFL. „Hún er einstakur flytjandi, einn af þeim bestu. Taylor Swift áhrifin eru bara jákvæð. Travis og Taylor eru yndislegt ungt fólk og virðast vera mjög hamingjusöm. Hún veit hvað góð skemmtun er og ég held að þess vegna elski hún NFL. Það er frábært að hún sé hluti af þessu.“ Swift þarf að hafa sig alla við ef hún ætlar að geta mætt á Super Bowl. Á laugardaginn spilar hún nefnilega á tónleikum í Tókýó. Eftir þá þarf hún að koma sér til Las Vegas þar sem Super Bowl fer fram. Flugið frá Tókýó til Las Vegas tekur 10-12 klukkutíma. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta 5. nóvember. Biden býður sig fram til endurkjörs en líklega verður andstæðingur hans úr Repúblikanaflokknum sá sami og 2020; Donald Trump.
NFL Tónlist Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Ofurskálin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira